Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 31
Valgerður Katrín Jónsdóttir Viðtal við Sigurð Guðmundsson landlækni - segir Sigurður Guðmundsson landlæknir Sigurður er alinn upp „á mölinni eins og svo margir Reyk- víkingar en rek ættir mínar til Norður- og Vesturlands." Hann hafði þó góð tengsl við landsbyggðina á sínum uppvaxtarárum því hann var í sveit frá 8 ára aldri vestur í Dölum og síðan tók við brúarvinna öll sumur þar til hann var 22 ára. „Þar lærði ég að vinna, skynjaði sem krakki að gera vinnuna að leik og leikinn að vinnu," segir hann og bætir við að sumardvalirnar hafi kennt honum mikið um landið og þjóðina, hvernig við erum og hvað geri okkur að íslendingum. „Ég kynntist vel okkar skringilegheitum, hvað það er sem gerir okkur að þjóð, það er ýmislegt fleira en tungan og menningin, karaktereinkennin hjá fólkinu sjálfu vilja oft gleymast og það er ekki síst það sem gerir okkur að þjóð.“ Hann segist hafa verið lánsamur að ná í þessa reynslu þar sem næsta kynslóð á eftir honum hafi þurft að láta sér nægja að fara í sumarbúðir. Á veturna stundaði Sigurður nám, eftir grunnskólann lá leið hans í M.R. og þaðan í læknadeild H.í. Hann kvæntist Sigríði Snæbjörnsdóttur, skólasystur sinni úr M.R. sem fór í nám í hjúkrunarfræði, þau áttu þrjú börn hér heima áður en leiðin lá til Bandaríkjanna í framhaldsnám, hann lagði stund á lyflækningar og smitsjúkdóma en hún fór í meistaranám í hjúkrunarstjórnun. Þau voru 7 ár í Madison í Wisconsin en þar er 10 þúsund manna háskóli, „þetta er dæmigerður háskólabær, var mjög róttæk borg, þar var m.a. gefið út blað sem hét „The Rrogressive" og í því var einu sinni uppskrift að kjarnorkusprengju, hvernig hægt var að búa til kjarnorkusprengju á eldhúsborðinu og kunnugir sögðu að þetta hefði virkað! Blaðið var að sjálfsögðu gert upptækt samstundis. Borgin var mjög virk á tímum Víetnamstríðsins og andstaðan gegn stríðinu mjög mikil." „Var með B.I.A. einkennin“ Hann segir að hann hafi séð ísland \ nýju Ijósi þegar hann kom til baka. Það hafi verið gott að fara utan, auðvitað leiðinlegt að skiljast við vini og vandamenn, en fram undan voru spennandi tímar og viðfangsefni. Það var erfiðara að koma aftur heim. „Það munaði ekki nema hársbreidd að við yrðum áfram í Bandaríkjunum. Ég sá eftir því í nokkur ár á eftir, var með B.I.A. einkennin (Been In America). Það var dálítið erfitt að koma úr stórri stofnun, þar sem ég vann með hundruðum starfsfélaga og mikil sveifla var á hlutunum vegna stærðar og umfangs, hingað í 270 þúsund manna samfélag. Það tók mig nokkur ár að finna kostina við það að koma hingað aftur. Ég sá eftir þeim faglegu möguleikum sem stóðu til boða í Bandaríkjunum, þeir voru einfaldlega allt öðru vísi hér. Það tók mig tíma að átta mig á þeim möguleikum sem við höfum hér, hvað er heillandi við það faglega umhverfi sem hér er, átta mig á þeim möguleikum sem við höfum til að bæta hlutina og breyta þeim.“ Þetta segir hann hafa verið mjög skemmtilegt viðfangsefni og nú sjái hann ekki eftir því að hafa komið heim. Hann segist ekki hafa saknað landsins verulega meðan hann var fyrir vestan, fjölskyldan hafi ferðast mikið um Bandaríkin, þau hafi notað fríin til ferðalaga innan Banda- ríkjanna í stað þess að koma heim og líklega hafi þau komið til 42 eða 43 ríkja. „Við kynntumst því bandarísku þjóðfélagi mjög vel og fannst það mjög heillandi. Eftir heimkomuna kynntist ég landinu á nýjan leik, og hef síðan ferðast mikið um landið, ýmist gangandi, á bíl eða skíðum, og hef farið um hálendi og jökla." Sigurður kom heim frá námi '85 og hefur fyrst og fremst unnið sem klínískur læknir. „Ég hef haft alveg óskaplega gaman af því að sinna því, fyrst og fremst sem lyflæknir og svo með smitsjúkdóma sem undirgrein. Ég fann fljótt eftir að ég kom til baka hvað heilbrigðisþjón- ustan er góð hérna, það er mjög gott fólk sem starfar við hana, vel menntað, duglegt og samtaka um að gera vel. Hér voru alls kyns óunnin verkefni og eru enn." Hann segir að sig hafi alltaf langað til að sameina þrjú hlutverk læknisins. „Þau hlutverk held ég að endurspeglist líka í öðrum heilbrigðisstéttum, sérstaklega í hjúkrun, það er að vera í klínísku starfi, kennslu og rannsóknum og svo er 31 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.