Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 33
hverjum firði, komi þannig til með að heyra sögunni til. Líta verði raunsætt á að fólk með háskólamenntun, læknar og hjúkrunarfólk fáist ekki til að starfa í einrúmi og einangrað. „Þó að tölvutæknin leysi þetta að einhverju leyti, þá er ekkert eins gott og að geta rætt faglega við starfsfélaga sinn sem staðsettur er í næsta nágrenni. Einn liðurinn til að breyta þessu er því að stækka þessi umdæmi, koma heilbrigðisstarfsfólki, læknum og hjúkrunarfræðingum í stærri einingar. Samgöngur hafa batnað gífurlega mikið og hægt er að koma upp þyrlum til að flytja sjúklinga, t.d. væri hægt að hafa öflugar björgunarþyrlur í hverjum landsfjórðungi og byggja upp fullkomna sjúkrahúsþjónustu á tiltölulega fáum stöðum á landinu.'1 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyrar væri hægt að nýta betur sem háskólasjúkrahús. „Þar væri t.d. hægt að koma upp kennslu um lækningar í dreifbýli. Þar er öflugur spítali, rekinn af miklum metnaði, og Háskólinn á Akureyri vill bæta við sig verkefnum og öflug heilsugæsla er á Norðurlandi. Þessar aðstæður gætu mjög vel staðið undir framhaldsnámi í lækningum í dreifbýli." Með fjarlækningum og bættum samgöngum væri hægt að veita fólkinu það öryggi sem það þarf. Byggja þurfi upp sjúkrahús, hugsan- lega eitt í hverjum landsfjórðungi. „Við höfum gert of mikið af því á undanförnum áratugum að setja peninga í stein- steypu og kaupa tæki sem nýtast ekki úti á landsbyggð- inni og veita fólki aðeins falska öryggiskennd." Móðgun við veikt fólk að sinna því á sjúkrahúsgöngum Varðandi stóru spltalana í Reykjavík segir Sigurður að þar þurfi að endurskipuleggja, „burtséð frá því hvort þeir eigi að vera sameinaðir eða ekki, en fyrsta skrefið hefur nú verið stigið í þá átt. Sjúkrahúsin hafa verið í vandræðum rekstrarlega séð og sumir hafa notað yfir það orðið úlfakreppa. Sparnaðurinn innan sjúkrahúsanna hefur orðið til þess að vinnugleðin hefur minnkað. Það er ekki eins gaman í vinnunni eins og var. Við starfsfólkið erum sífellt undir þeirri pressu að við eyðum of miklu. Ég held að við séum alveg komin út á endann á plankanum hvað þetta varðar. Það verður ekki gengið lengra áður en við dettum I sjóinn. Við þurfum að snúa því viðhorfi við að heilbrigðiskerfið sé of dýrt. Við þurfum að fá þjóðina til að skilja hvað hún vill leggja á sig til að halda þessum sjúkra- húsum í Reykjavík gangandi. Það gengur t.d. ekki að við sinnum fárveikum sjúklingum úti á sjúkrahúsgöngum, mér finnst það ákveðin móðgun við veikt fólk og sumir sem taka stærra upp í sig segja þetta brot á mannréttindum. Þetta er einn anginn af vandanum, þessu þurfum við að gerbreyta. Eitt skrefið er aukin samvinna, ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það eigi að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík. Það verður ef til vill ekki mikill sparnaður heldur fáum við faglegan hagnað. Tækin myndu auk þess nýtast betur. Ég held við stæðum miklu betur að vlgi með því að byggja upp einn virkan háskólaspítala þar sem vanda- málunum er sinnt og spítalarnir kepptu ekki innbyrðis heldur við erlenda spítala." Hann segir auk þess nauðsyn að koma upp sjúkra- hótelum sem byggð yrðu sem hluti af sjúkrahúsunum. „Það er oft erfitt að útskrifa þá sem eru búnir að fá bráðaþjónustu, á einhvern stað sem er ódýrari eða hentar betur, eins og á endurhæfingu. Sjúkrahótel myndu henta vel krabbameinsjúklingum og hjartasjúklingum og fólki sem er að ná sér eftir skurðaðgerð. Fólk, sem býr úti á landsbyggðinni, getur einnig komið og verið á sjúkrahóteli í stað þess að vera á hanabjálkalofti hjá ættingjum eða taka upp dýr sjúkrahúspláss." Hvað varðar fon/arnir telur Sigurður að landlæknisem- bættið ætti að vera virkt á því sviði og halda merki Ólafs á lofti. „Það sem er mest spennandi á því sviði er að sam- ræma forvarnirnar, koma þessari vinnu undir einhvers konar regnhlífarstofnun sem tengdist þessu embætti hér. Hver eining yrði sjálfstæð, svo sem tóbaksvarnir, áfengis- varnir og slysavarnir. Þessar hugmyndir þarf að halda áfram að þróa." Hann bætir við að tóbaksreykingar í land- inu séu eitthvað sem hægt sé að draga úr, en reykingarnar séu einn versti heilbrigðisvandi í vestrænum heimi. „Við getum ef til vill fundið þann hóp krakka sem er líklegri til að byrja að reykja og einnig þann hóp krakka sem eru líklegri til að leiðast út í fíkniefni. Ef við finnum þessa hópa getum við markvisst beint spjótunum að þeim. Ég er reyndar á þeirri skoðun að við ættum að geta varið okkur mun betur fyrir innflutningi eiturlyfja þar sem við erum með okkar náttúrulegu landamæri." Það er því von á ýmsum nýjungum á skipulagi heil- brigðisþjónustunnar. Ýmislegt annað er fram undan en Sigurður lætur nægja að nefna málþing í heilbrigði kvenna sem haldið verður í júní. „Þetta er nýtt fag í læknavísind- um. í Bandaríkjunum er farið að veita sérmenntun í heilsu- fari kvenna, eða „womens health" eins og það er nefnt. Þar er fjallað um heilsufar kvenna á mjög breiðum grund- velli. Ég hef fengið lækni frá Bandarlkjunum sem rekur eitt af tiltölulega fáum námskeiðum sem haldin eru um heilsu- far kvenna I Bandaríkjunum. Hún er öldrunarlæknir að mennt og hefur síðan farið út í þetta. Hún hefur stundað miklar rannsóknir á þessu sviði. Hún ætlar að koma hingað og halda eins dags námstefnu um þessa sérgrein, hverjar helstu áherslurnar eru, hvaða rannsóknir eru stundaðar og hvaða nýjungar greinin hefur fram að færa varðandi heilbrigði kvenna. Á námstefnunni flytja einnig þrjár til fjórar íslenskar konur stutt erindi, læknar sem hafa verið að fjalla um mál þessu tengd." í tengslum við námstefnuna er ætlunin að boða til fundar með fólki sem hefur áhuga á málefninu. „Hug- myndin var að vekja unga lækna til umhugsunar um nýtt sérsvið innan læknisfræðinnar sem hægt er að fara í fram- haldsnám í, en málþingið verður opið öllum sem áhuga hafa á, sérstaklega hjúkrunarfræðingum." Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.