Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 34
Valgerður Katrín Jónsdóttir Viðtal við Inger Margrethe Holter, hjúkrunarforstjóra og dósent við Háskólann í Ósló se-tjA -sjúklÍKAÍnx í öiaÁvim Það er alltaf hvetjandi að fá til landsins erlenda gesti sem hafa einhverju að miðla okkur frá sínu heima- landi og því heilbrigðiskerfi sem þeir búa við og frétta af nýjum og athyglisverðum viðhorfum. Einn siíkur gestur er dr. Inger Margrethe Holter, hjúkrunar- forstjóri og dósent við Háskólann í Ósló sem kom hingað til landsins í nóvember til að sitja málþing deildarhjúkrunarforstjóra sjúkrahúsanna sem haldið var á Grand Hótel í Reykjavík. Hún flutti tvo fyrirlestra á málþinginu, sá fyrri nefndist „The Norwegian Health Care System" og hinn síðari „Transforma- tional Leadership". Fundargestir gerðu góðan róm að máli hennar og Tímarit hjúkrunarfræðinga náði tali af henni í fundarhléi. „Það sem ég var að tala um hér í morgun voru þær breytingar sem orðið hafa í norska heilbrigðiskerfinu," segir Inger Holter. Hún segir að áherslan sé lögð á mikilvægi þess að sjúklingurinn fái góða þjónustu innan heilbrigðis- kerfisins, eða eins og hún kallar það „the patient first program". Þetta viðhorf sé auðvitað ekki nýtt af nálinni, en nýjungarnar felast í því að heilbrigðisyfirvöld hafa sett fram stefnu í 10 liðum þar sem reynt verður að bæta þjónustu við sjúklinga. Inger segist hafa rætt um hlut hjúkrunar- fræðinga í þessum breytingum og framlag þeirra varðandi þessa stefnu. „Þessu fylgir áherslubreyting, aðaláherslan er ekki lengur á störf þeirra sem vinna við heilbrigðis- þjónustuna, svo sem lækna og hjúkrunarfræðinga, heldur á þá þjónustu sem sjúklingar fá.“ Hún segir að þrátt fyrir tækniframfarir og nýjungar í læknisfræði og lyfjameðferð séu sjúkrahúsin enn skipulögð og þeim stjórnað eins og þegar fyrstu röntgentækin komu til sögunnar. „Við erum með hátæknibúnað á sjúkrahús- unum en samt erum við með biðlista fyrir aðgerðir, okkur skortir starfsfólk og getum þar af leiðandi ekki veitt sjúklingum nógu góða þjónustu. Við þurfum að leita orsak- anna fyrir þessu hjá stofnununum sjálfum og skipulagi þeirra. Ef til vill væri skortur á hæfu fólki til starfa minni ef skipulag og stjórnarhættir væru öðruvísi, en það fjallaði ég um í seinni fyrirlestrinum, nýjar áherslur í stjórnun.'1 Hún bætir við að breytingar hafi orðið á fjármögnun sjúkrahúsanna að undanförnu, nú fái sjúkrahúsin ákveðna fjárhæð fyrir hvern sjúkling sem fer í meðferð, það sé því fjárhagslegur ávinningur sjúkrahúsanna að meðferðin taki sem skemmstan tíma og verði sem árangursríkust. Fylgj- ast þurfi með því að sjúklingurinn hljóti þá þjónustu sem 34 hann þarfnast á hverjum tíma og að heildarmeðferðin taki sem skemmstan tíma. Helst þurfi ákveðinn hópur lækna og hjúkrunarfólks að sjá um sama sjúklinginn frá því hann leitar aðstoðar þar til eftir að meðferð lýkur. Líta þurfi á ferlið í heild sinni, tímabil fyrir aðgerð, veru á sjúkrahúsi, dvöl á sjúkrahóteli og eftirmeðferð. Kanna þarf hvort ferð sjúklingsins milli hinna mismun- andi hjúkrunarsviða gangi eðlilega fyrir sig, eða hvort sjúklingurinn þurfi ef til vill að bíða of lengi eftir einhverri þjónustu. Er rétt þjónusta og starfsfólk til staðar fyrir sjúklinginn á hverjum tíma? Hefur tímanum fyrir aðgerð verið varið í að fræða sjúklinginn um hvað aðgerðin hafi í för með sér, hverjar séu helstu hættur og hvernig sé best hægt að komast í gegnum það tímabil sem fylgir í kjölfarið? „Við þurfum að nota þekkingu okkar og menntun sem hjúkrunarfræðingar á mun árangursríkari hátt og við verð- um að hafa sterka sjálfsvitund sem hjúkrunarfræðingar," segir hún. „Hjúkrunarmenntun er komin á háskólastig, flestir hjúkrunarfræðingar eru með BA-próf í hjúkrun, margir með meistarapróf og sumir komnir með doktors- próf og við erum að vinna ýmiss konar rannsóknir á sviði hjúkrunar. Við þurfum því að láta rödd okkar heyrast og við þurfum að hafa hjúkrunarstjórnendur sem eru með sterka hjúkrunarvitund. Góður stjórnandi þarf að vera eins- og hljómsveitarstjóri, hann þarf að leggja áherslu á að hvert hljóðfæri njóti sín og stilla svo hópinn saman eins og stóra hljómsveit. Við vinnum stórmerkileg störf, hvað gætu sjúkrahúsin gert án okkar? Það er sífellt verið að gera athyglisverðar læknisfræðilegar aðgerðir en yfirleitt er Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.