Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 36
Valgerður Katrín Jónsdóttir Viðtal við Ólaf Ólafsson, fráfarandi landlækni „Eitt af AðAloevkþessa embættis er að verja mAiA.iA.rikkiiA.Ai - segir Ólafur Ólafsson, fráfarandi landlæknir „Ég var að segja við Ingu, sem hefur verið minn besti ráðgjafi, að ég hefði ekki átt að hætta, það er svo mikið að gera hjá mér." Ólafur Ólafsson, landlæknir í aldarfjórðung, blaðar í skjölum í skjalatösku sinni á skrif- stofu eftirmanns síns í leit að tölulegum niðurstöðum í einum af fjölmörgum athug- unum sem gerðar hafa verið á vegum embættisins. Síðan hann lét formlega af embætti hefur hann verið upptekinn við að veita viðtöl og halda fyrirlestra um ýmis málefni varðandi heilbrigði þjóðarinnar. Hann segist því ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki mikinn áhuga á því. Ég held ég komi til með að starfa eitthvað áfram, held það sé ekki hollt að setjast í helgan stein meðan maður er í sæmilegu formi." Hann bætir við að hann hafi leyst af í einum fimmtán héruðum á 26 ára tímabili og ef til vill liggi leið hans þang- að aftur. í upphafi embættisferils hans hafi verið mikill læknaskortur. Hann hafi tekið upp þann sið sem forveri hans hafði að vitja héraðanna og oft enduðu heimsókn- irnar á því að hann leysti einhvern lækni af, einhvern sem hafði ef til vill ekki komist í sumarfrí í tvö til þrjú ár. „Ég var mjög víða, einkum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum, og vissi því mjög vel hvernig ástandið var. Það var víða mjög slæmt.“ Hann segist t.d. hafa komið á Ólafsfjörð áður en nýju lögin voru lögfest 1971 til að leysa af og þar hafi þá ekkert verið til af lækningatækjum. „Þar var aðeins einn ryðgaður vasahnífur og hann lá á gólfinu." Ástandið var víða slæmt á þessum tíma, sveita- stjórnirnar áttu að sjá um að útvega tæki en þar sem oft varð misbrestur á því komu læknarnir sér upp tækjum sjálfir og fluttu þau með sér milli embætta. Ólafur segist þó hafa getað gert að sárum því hann hafi komið við á Akur- eyri og fengið lánað eitthvað af dóti þar hjá Bjarna Rafnar frænda sínum og Gauta Arnþórssyni. Þannig var ástandið er Ólafur tók við landlæknis- embættinu. „Heilsugæslan var í molum og Læknafélag íslands stóð síðan fyrir heilsugæsluvæðingu með dyggum stuðningi heilbrigðisráðuneytisins og landlæknis. Á tímabil- 36 inu hafa verið reistar 75 heiisugæslu- stöðvar og sel um landið og eru þær nú taldar með best útbúnu heilsugæslu- stöðvum í Evrópu samkvæmt hollenskri könnun. Skráning, sem við hófum með Egilsstaðakerfinu, er í sérflokki í Evrópu. Þó er nú erfitt að manna þessar stöðvar. Of langt mál er að skýra þennan vanda. Þó tel ég að það, að ekki hafi verið gert ráð fyrir aðstoðarlæknum á heilsugæslustöðv- um samkvæmt reglugerð, sé aðalorsökin. Nú er þó loks komin heimild til slíkrar við- veru en það nægir ekki.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingar hafi ekki sést úti á landsbyggðinni, 1972 hafi þeir verið örfáir. Nær svo í tölu- legar upplýsingar um þróunina ’78 til ’95 og þar kemur fram að læknum hafi fjölgað á hverja 10.000 íbúa úr 30 í tæpa 60 á tímabilinu, hjúkrunarfræðingum úr 30 í 70 en skrifstofufólki úr 25 í 80. „Skrifstofufólkinu hefur því fjölgað mest.” Auk heilsugæslustöðvanna hafa verið reist elli- og hjúkrunarheimili um land allt. „Mér er t.d. minnistætt er ég var á Ólafsfirði, að í einni vitjuninni kom ég að tveimur gömlum kjökrandi konum sem sátu á rúmstokknum. Þær voru að bíða eftir plássum á Grund eða DAS, eflaust ágætum plássum, en þær vildu bara fá að deyja þarna heima, fá að horfa á fjörðinn sinn og vera með sínu fólki. Það þurfti að bregðast við þessu, það var óþarfi að flytja fólk hreppaflutingum til borgarinnar til að deyja þar. Ég ræddi við ráðherra og í framhaldi af því var farið að gera áætlanir um elli- og hjúkrunarheimili á landsbyggðinni.” Sjúkrahótel og dagdeildir Ólafur er spurður hvernig honum lítist á sameiningu sjúkra- húsa á Reykjavíkursvæðinu. Hann segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að sameining ætti rétt á sér, hafi verið það áður en tillögur hjúkrunarfræðinga hafi. komið fram og því stutt þær. „Tillögur mínar hafa verið þannig að það ætti að byrja á því að vera með sameiginlega stjórn og byrja að sameina það „sem hvorki andar né hreyfist,” svo sem Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.