Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 42
Jónína Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, fræðslu- og rannsóknadeild hjúkrunar Framgangskerfi fyrír kjúkv’unAY'- frÆðitíAA á Landspítala Inngangur Framgangskerfið er unnið af vinnuhópi hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Þar sem um er að ræða klínískt fram- gangskerfi var ákveðið að halda vaktafyrirkomulagi og álagi á deildum utan við kerfið. Engu að síður þarf að umbuna fyrir slíkt og því var ákveðið að taka vaktafyrir- komulag á stofnuninni til gagngerrar endurskoðunar á þessu ári og að sérleyfi og annað sambærilegt viðbótar- nám yrði metið til eins launaflokks ef viðkomandi starfar við það sérsvið. Skilgreiningin á klínískum framgangi er: „Framgangur sem hjúkrunarfræðingar geta sótt um í krafti klínískrar færni, reynsluþekkingar og fræðilegrar þekkingar, sem leiðir m.a. til launalegs ávinnings." Uppbygging Frá 1. janúar 1999 falla úr gildi þau starfsheiti hjúkrunar- fræðinga sem notuð hafa verið frá árinu 1994. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur verður notað fyrir starfsheitin hjúkr- unarfræðingur, deildarhjúkrunarfræðingur 1-2, stoðhjúkr- unarfræðingur 1-3 og aðstoðardeildarstjóri. Framgangskerfið hefur 5 stig, hjúkrunarfræðingur I - V. Hjúkrunarfræðingur I er byrjandi og hjúkrunarfræðingur V er kiínískur sérfræðingur á ákveðnu sérsviði hjúkrunar. Klínískur sérfræðingur skal að öllu jöfnu hafa meistaragráðu í hjúkrun. Hvert stig var skilgreint og leitast var við að hafa þær skil- greiningar þannig að þær endurspegluðu á réttmætan hátt færni hjúkrunarfræðinga, væru almennar þannig að hægt væri að laga þær að hinum mismunandi sviðum hjúkrunar og að þær væru sem hlutlægastar til þess að auðvelda bæði hjúkrunarfræðingunum sjálfum og framgangsnefnd að meta hæfni. Þeim atriðum, sem skilgreina hvert stig, er skipt í fjóra flokka: klínísk hjúkrun, samskipti, símenntun - fræðsla - rannsóknir og stjórnun. Þar sem klínfsk hjúkrun er grund- völlur hjúkrunarstarfsins hefur sá flokkur mest vægi innan framgangskerfisins í fyrstu stigunum. Stigunin í flokknum klínískri hjúkrun felst í því að hæfni hjúkrunarfræðings til þess að greina þarfir sjúklinga og ábyrgð hans f meðferð eykst stig af stigi þannig að á endanum er hjúkrunarfræð- ingur orðinn ráðgjafi um hjúkrunarmeðferð. Vægi hinna flokkanna eykst á efri stigum og er stigunin þar þannig að þátttaka í samskiptum, stjórnun og símenntun verður meiri. Til þess að auka möguleika innan kerfisins er hægt að 42 sækja um framgang innan hvers stigs. Til þess að komast upp á ákveðið stig þarf að uppfylla 60% - 70% (mismun- andi eftir stigi) af þeim atriðum sem skilgreina stigið. Þessi atriði eru fyrirfram ákveðin. Það fer síðan eftir því hversu mörg af hinum atriðunum hjúkrunarfræðingur uppfyllir hvernig framgangi hans er háttað innan stigs. Það er mat framgangsnefndar. Umsókn Hjúkrunarfræðingar þurfa að sækja um framgang. Hjúkr- unarfræðingur þarf að rökstyðja umsókn sína. Við rök- stuðninginn skal taka mið af skilgreiningum innan þess stigs sem sótt er um. Með umsókn fylgi afrit af viður- kenningarskjölum fyrir nám og námskeið. Enn fremur þarf að fylgja umsókn sýnishorn af því sem hjúkrunarfræðingur hefur gert og vill fá metið til framgangs. Þetta getur t.d. verið greinargerð um vinnu sem hjúkrunarfræðingurinn hefur innt af hendi, kennslugögn, fræðsluefni, rannsóknar- áætlun svo eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að fylgja umsögn deildarstjóra sem væntanlega er byggð á frammistöðu- viðtali. Framgangur er ekki afturvirkur. Verði framgangur samþykktur tekur hann gildi næstu mánaðamót eftir að sótt er um. Hjúkrunarfræðingur, sem er byrjandi, getur fyrst sótt um framgang innan stigs eftir 3-6 mánuði í starfi. Síðan getur hjúkrunarfræðingur sótt um framgang einu sinni á ári. Þar sem búast má við miklum fjölda umsókna strax í byrjun árs hefur verið ákveðið að umsóknarfrestur um framgang frá 1. janúar verði til 1. mars nk. Til að viðhalda þeim launum, sem framgangur gefur, þarf að sækja um endurnýjun ekki sjaldnar en á 5 ára fresti. Umsóknareyðublöð og skilgreiningar á framgangskerfinu eru þegar aðgengilegar á heimasíðu hjúkrunar. Framgangsnefnd Til þess að tryggja það að umsókn hvers hjúkrunar- fræðings fengi sem réttlátasta meðferð var ákveðið að setja á fót sérstaka framgangsnefnd sem í eiga sæti fulltrúar hjúkrunarfræðinga, einn frá hverju sviði, tilnefndir af trúnaðarmönnum, og einn fulltrúi hjúkrunarstjórnar sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Formaður kallar nefnd- ina saman og skipuleggur störf hennar. Nefndin skal koma saman eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Framgangs- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.