Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Síða 44
Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunarsviðs SHR Framgangskerfi kjúkv'unAYjyœðinAA á Sjúkrahúsí Reykjavíkur (SHR) Inngangur í erindisbréfi hjúkrunarstjórnar SHR, dagsettu 22. septem- ber 1998, var fulltrúum hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar- stjórnar falin gerð framgangskerfis fyrir hjúkrunarfræðinga á SHR í samræmi við ákvæði aðlögunarnefndarsamnings. Hjúkrunarstjórn skipaði tvo af þremur nefndarmönnum: Önnu Birnu Jensdóttir sem formann og Áslaugu Þóru Karlsdóttur. Bakhópur hjúkrunarfræðinga skipaði einn, Þórdísi Magnúsdóttur, sem jafnframt var tengiliður við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Bakhópur hjúkrunarfræðinga var skipaður af hjúkrunarráði SHR, en það er dreifstýrt afl hjúkrunarfræðinga starfandi við spítalann. Bakhópurinn sem stóð að gerð framgangskerfisins voru Sigríður Hafberg frá geðsviði, Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir frá öldrunar- sviði, Marta Siggeirsdóttir frá endurhæfinga- og taugasviði, Ása St. Atladóttir frá fræðslu- og rannsóknarsviði, Nanna Ólafsdóttir frá slysa- og bráðasviði, Þórdís Magnúsdóttir frá skurðsviði, Guðbjörg Pálsdóttir frá hjúkrunarstjórn og Þálína Ásgeirsdóttir frá hópi hjúkrunardeildarstjóra. Framgangsnefnd ásamt bakhópi fundaði samtals ellefu sinnum. Einnig áttu fulltrúar framgangsnefndar SHR tvo fundi með fulltrúum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og einn með fulltrúa hjúkrunarstjórnar Ríkisspítala. Fundað var um drög að framgangskerfi á vinnslustigi með hjúkrunarfræðingum SHR, samanber eftirfarandi: Svið: Fjöldi Fjöldi funda þátttakenda: Öldrunarsvið 1 46 Geðsvið 2 10 Endurhæfinga- og taugasvið 1 10 Slysa- og bráðasvið 2 30 Skurðlækningasvið 6 80 Lyflækningasvið 4 35 Haldnir voru þrír fundir með hjúkrunarstjórn og tveir með hjúkrunardeildarstjórum. Viðamikil kynning fór fram á haustfundi hjúkrunarráðs SHR þann 25. nóvember s.l., en þar voru samankomnir um 70 hjúkrunarfræðingar. Mikilvægur liður í gerð framgangskerfisins var að kynna sér sambærilega vinnu, jafnt hérlendis sem erlendis. Hervör Hólmjárn, bókasafnsfræðingur á SHR, Landakoti, aðstoðaði nefndina dyggilega með því að útvega um 30 44 greinar víðs vegar úr heiminum. Ennfremur var tekið tilllit til aðsends efnis frá hjúkrunarfræðingum spítalans, sem komu í kjölfar samráðsfunda. Afrakstur vinnunnar varð ,,Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga á SHR. Reglur um framgangsmat”, sem skilað var til hjúkrunarstjórnar 1. desember 1998 og samþykkt þar. í desember var hjúkrunarstjórnendum kennt að nota kerfið og síðan gaf hjúkrunarstjórn út handbók um notkun þess. Reglur þessar um framgang hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur taka gildi frá 1. janúar 1999, sbr. aðlögunarnefndarsamning dags. 30. júní 1998 og skulu að fullu vera komnar til framkvæmda í árslok 1999. Þar með féll úr gildi bráðabirgðanotkun á starfsheitum og röðun hjúkrunarfræðinga. í því skyni að mæta væntingum hjúkr- unarfræðinga og þörfum SHR mælti nefndin með að frummat hjúkrunarfræðinga færi fram í janúar og það síðan endurskoðað í október/nóvember 1999. í framhaldi af því er mælt með endurskoðun á reglum um framgangsmat í árslok 1999. Lagt var til að byrjað yrði á að meta framgang hjúkrunarfræðinga sem ekki gegna stjórnunarstörfum. Framgangskerfið Kerfið er margþætt og sérhannað fyrir þarfir Sjúkrahúss Reykjavíkur og hjúkrunarfræðinga sem þar starfa. Fram- gangur er skilgreindur sem sá möguleiki sem hjúkrunar- fræðingur hefur til launaskriðs, háð mati á starfi viðkomandi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og persónubundnum þáttum. Þannig er tekið tillit til staðsetningar starfs í skipuriti, eðli starfs, ábyrgðar og umfangs, sem og að um viðvar- andi/stöðugt verksvið sé að ræða. Ennfremur er metið álag og kröfur til faglegrar/fræðilegrar hæfni/færni starfs- manns. Röðun skal byggð á hlutlægum mælikvörðum eftir því sem unnt er ásamt matskenndum persónubundnum viðmiðunum s.s. sjálfstæði, áreiðanleika, alúð, áhuga, inn- sæi og frumkvæði. Notast er við þrjú starfsheiti; hjúkrunarfræðingur, hjúkr- unardeildarstjóri og hjúkrunarframkvæmdastjóri. Starfs- heitið hjúkrunarfræðingur flokkast í 6 hópa. Starfsþættir sem eru metnir eru hjúkrunarstarf, hjúkr- unarstjórnun, hjúkrunarkennsla- og ráðgjöf, hjúkrunar- rannsóknir og persónubundnir þættir. Við mat á starfs- þáttum hjúkrunarfræðings vegur hjúkrunarstarf þyngst af Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.