Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Side 46
Stefnumótun í ae&júkvw
Skýrsla starfshóps, sem Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, skipaði 20. febrúar
1997, kom út í október sl. í inngangi skýrslunnar segir að í henni sé ekki einungis að finna stefnumótun í
málefnum geðsjúkra heldur séu í fyrsta sinn tekin saman jafnviðamikil gögn um málaflokkinn.
Lögð er áhersla á mikilvægi þess að geðsjúkir og aðstandendur þeirra njóti sambærilegrar
þjónustu og aðrir sem eru veikir eða hafa verið veikir.
Starfshópurinn var skipaður eftirtöldum aðilum: Tómasi
Zoéga, yfirlækni, formanni Geðverndarfélags íslands, sem
jafnframt var formaður starfshópsins, Eydísi Sveinbjarnar-
dóttur, geðhjúkrunarfræðingi, frá Félagi íslenskra hjúkrun-
arfræðinga, Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóra, frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Halldóru Ólafs-
dóttur, geðlækni, formanni Geðlæknafélags íslands,
Hrefnu Ólafsdóttur, félagsráðgjafa, frá Stéttarfélagi
íslenskra félagsráðgjafa, Margréti Margeirsdóttur,
deildarstjóra frá félagsmálaráðuneytinu, Odda Erlingssyni,
yfirsálfræðingi, frá Sálfræðingafélagi íslands, Ólafi Ó.
Guðmundssyni, yfirlækni, fulltrúa Barnageðlæknafélags
íslands, Pétri Haukssyni, geðlækni, formanni Geðhjálpar,
Sigmundi Sigfússyni, yfirlækni, frá landlæknisembættinu
og Vilmari Petersen, fulltrúa aðstandenda, frá Geðhjálp.
[ skýrslunni er fjallað um íslenskar faraldursfræðirann-
sóknir og bent á að niðurstöður þeirra um tíðni geðrask-
ana, algengi þeirra, nýgengi og sjúkdómslíkur eru forsenda
þess að hægt sé að skipuleggja þjónustu við geðsjúka. Þá
bendir starfshópurinn á þau mál sem þurfi forgang fram
yfir önnur og var samstaða um það innan hópsins að
leggja beri sérstaka áherslu á málefni barna og unglinga
sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. Átak sé nauðsynlegt
á þessu sviði og bent er á sérstakar tillögur til úrbóta.
Þá er þar að finna ýtarlegan kafla um áfengi og önnur
vímuefni og safnað saman miklum upplýsingum um mála-
flokkinn, kostnað við meðferð og meðferðarúrræði. Nauð-
synlegt sé að sinna sérstaklega fullorðnum einstaklingum
sem eiga við langvinna sjúkdóma að stríða. í skýrslunni er
einnig kafli um geðsjúkraús þar sem fjallað er um þjónustu
geðdeildanna þriggja sem eru starfræktar á landinu, einn
kafli er um niðurstöður athugana sem fram fóru á þjónustu
héraðs- og fjórðungssjúkrahúsa við geðsjúka, annar kafli
er um heilsugæsluna og mikilvægt hlutverk hennar. Þá er
að finna upplýsingar um aldraða sem eiga við geðsjúkdóm
að stríða, fjallað er um lög er varða geðsjúka og kaflar eru
um sjálfsvíg, afleiðingar ofbeldis og áfalla. Eins og sjá má
er um gríðarlegt magn upplýsinga að ræða og engin leið
að gera úttekt á því í stuttri samantekt, en hér verður
einkum fjallað um þá kafla skýrslunnar sem lúta að for-
vörnum og geðheilsu barna og ungiinga, þar sem starfs-
hópurinn hefur bent á mikilvægi þeirra.
46
Forvarnir
Starfshópurinn leggur til að stofnað verði teymi sérfræð-
inga sem hafi það verkefni að skipuleggja og hrinda í
framkvæmd markvissum forvörnum gegn geðsjúkdómum
á íslandi, þar á meðal vímuefnamisnotkun. Brýnt sé að
nýta þá þekkingu sem best á hverjum tíma til þess að
draga úr tíðni og/eða eftirköstum geðsjúkdóma og stuðla
að rannsóknum á árangri forvarnaraðgerða. Vaxandi fjöldi
barna og unglinga sé í mikilli hættu varðandi geðsjúk-
dóma. Bent er á að rannsóknir í læknisfræði hafi sýnt að
oft sé flókið samspil milli þeirra áhættuþátta, sem leitt geta
til sjúkdóma, og heilsufars fólks í viðkomandi samfélagi.
Koma þar fram líffræðilegir, sálfræðilegir og félagslegir
þættir sem eiga þátt í að framkalla sjúkdóma, bæði svo-
kallaða líkamlega sjúkdóma og geðsjúkdóma. í Ijósi þessa
hefur verið sett fram flokkunarkerfi sem skiptist í þrjá þætti,
alhliða forvarnir, valdar forvarnir og sértækar for-
varnir.
Alhliða forvarnir eru aðgerðir sem eru æskilegar fyrir
alla í viðkomandi samfélagi og alla í ákveðnum undir-
hópum. Sem dæmi má nefna ráðleggingar um mataræði,
notkun bílbelta, forvarnir gegn reykingum o.s.frv.
Varðandi geðsjúkdóma mætti nefna fræðslu til nýgiftra
hjóna eða hjónaefna sem draga úr líkurm á hjónaskilnaði
seinna meir.
Völdum forvörnum er beitt ef einstaklingur er í
ákveðnum hópi þar sem líkur á að veikjast eru yfir meðal-
lagi. Sem dæmi má taka reglulegar brjóstamyndatökur af
konum þar sem brjóstakrabbamein er í ættinni. í geð-
sjúkdómafræðinni má taka sem dæmi sérstakar heim-
sóknir hjúkrunarfræðinga til mæðra sem hafa átt fyrirbura
eða stuðningskerfi fyrir börn sem búa við erfiðar heimilis-
aðstæður.
Sértækum forvörnum er beint að einstaklingum sem
eru taldir vera í áhættuhópi út af ákveðnum sjúkdómum. í
geðsjúkdómum má nefna sérhæfða aðstoð við foreldra
„erfiðra barna“. Bent er á að lífseigir fordómar gegn geð-
sjúkdómum hindri helst forvarnaáætlanir á þessu sviði.
Þekking á áhættuþáttum geðsjúkdóma bæði hjá börnum
og fullorðnum hefur farið vaxandi á síðustu 30 árum.
Áhættuþættir geta legið í einstaklingnum sjálfum, fjölskyld-
unni, samfélaginu eða stofnunum samfélagsins.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999