Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Qupperneq 49
„Mikil AukmnA Á e-ffciv\spum eftir (mvka- - seg/r Eydís Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarfræðingur oónustu Eydís Sveinbjarnardóttir, geðhjúkrunarfræðingur, sem átti sæti í starfshópi um stefnumótun í málefnum geðsjúkra, hefur unnið á barna- og unglingageðdeild (BUGL) frá því íjanúar '97. Hún er geðhjúkrunar- fræðingur að mennt og lauk meistaranámi '89 og hefur áhugasvið hennar beinst að aðstandendum geðsjúkra. Hún segir að gífurleg aukning hafi orðið á eftirspurn eftir þjónustu BUGL, símtölum hjá inntöku- stjóra hafi fjölgað nánast um helming milli ára eða úr 700 í 1267. Á árinu 1998 hafi 316 mál verið afgreidd á göngudeild, þar af 114 til ofvirknigreiningar. Árið áður voru 250 mál afgreidd, þar af 50 í ofvirknigrein- ingu. Þann 5. janúar 1999 voru 95 börn á biðlista, 13 vantaði tilvísun, 72 voru að bíða eftir ofvirknigrein- ingu og 10 eftir könnunarviðtali. Ástæðurnar fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustu BUGL segir hún vera betra aðgengi og þjónustan sé betur auglýst. Það eru aðallega barnalæknar, sálfræðingar og heilsugæsla í skólum sem vísa málum til þeirra. „Við erum í miklum húsnæðiserfiðleikum, erum að reyna að finna leiðir til að hægt sé að auka þessa þjónustu hérna.“ Hún segir að þar sem nýi barnaspítalinn sé þegar orðinn of lítill, hann geti t.d. ekki rúmað geðdeild barna, þá sé verið að leita annarra leiða svo sem að nýta húsnæði barnaheimilis starfsfólks Kleppsspítala. „Á nýja barnaspít- alanum er gert ráð fyrir ráðgjöf frá okkur hérna á BUGL, en það er ekki aðstaða til viðtala fyrir okkur þar og því finnst okkur vanta upphaf og endi á þjónustuna. Það væri auð- vitað miklu betri kostur að hafa geðdeild sem eina deild í nýjum barnaspítala, það gerir aðgang aðstandenda auðveldari að þeirri þjónustu. Það virðist allt stefna í að það þurfi að auka þessa þjónustu á næstu árin, eða það er a.m.k. reynsla nágrannalandanna." Aðspurð um hvort tíðni geðsjúkdóma barna og unglinga sé meiri eða minni hér miðað við nágrannalöndin segir hún ástandið svipað, en meira sé um forvarnir hjá nágrannaþjóðunum og gripið í taumana fyrr, t.d. í gegnum heilsugæslu í skólum og á heilsugæslustöðum. Hér á landi vanti einnig betri bráðaþjónustu og eflingu göngudeildar- þjónustu þar sem innlögn á geðdeild sé lokaúrræði. -Þau börn og unglingar, sem þurfa innlögn á BUGL, dveljast þar að meðaltali í 30 daga og hefur meðallegutími styst úr Eydís við hliðina á pappírsstaflanum sem er undanfari skýrslu um stefnumótun í málefnum geðsjúkra. 50,0 árið 1995 á barnageðdeild í 30,2 1998 (miðað við tölur frá 30. nóvember ’98). „Meðalegutíminn hefur styst, og það er í samræmi við kröfur um styttri og árangursríkari meðferð, en skemmri getur innlögnin ekki verið hjá okkur. Meðferðin hér hjá okkur tekur 4-8 vikur, en framhalds- vistun er á Kleifarvegi, þar er legutíminn 3 til 6 mánuðir, allt að eitt ár.“ Hún segir Geðhjálp hafa átt kveikjuna að stefnumótun um málefni geðsjúkdóma, hópur fólks hafi komið saman á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október ’96 og í kjöl- farið hafi heilbrigðisráðherra skipað starfshóp ’97 sem skil- aði svo skýrslunni 10. október í fyrra. „Ég vildi gjarnan að það væri unnið áfram með þá málaflokka sem fjallað er um, gerðar áætlanir í því samþandi, t.d. til 5 ára í senn, og ákveðið hvernig við ætlum að vinna.“ Sem dæmi um athyglisverða vinnu, sem unnin er á þessu sviði, er verk- efnið „Nýja barnið" sem er tilraunaverkefni á Akureyri. Þar eru spurningarlistar lagðir fyrir þungaðar mæður og þeim skipt í þrjá hópa miðað við hvað mikla þjónustu þær þurfa frá heilbrigðiskerfinu. Þeim hópi, sem mesta þjónustu þarf, er sinnt betur en hinum, og þetta skilar sér væntanlega í betra heilsufari hjá allri fjölskyldunni. „Þannig er veitt þverfagleg þjónusta sem skilar sér í sparnaði fyrir heil- brigðiskerfið þegar til lengri tíma er litið." vkj 49 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.