Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Page 10
Mynd 1 Aðstoð til reykleysis: Forsendur sem byggt er á í samskiptum við sjúklinga sem reykja Aðstoð til reykleysis er byggð á umhyggju fyrir velferð sjúklinga. Reykingar eru alvarlegasta ógn við heilsu lungnasjúklinga. Þau skilaboð skulu vera skýr í sam- skiptum við sjúklinga. Reykbindindi er mikilvægasta markmiðið en minnkun reykinga getur verið viðunandi kostur. Reykingar eru líkamlegt, tilfinningalegt, félagslegt og fjárhagslegt vandamál sem fólk þarf fjölþætta aðstoð við að takast á við. Flestum reynist mjög erfitt að hætta að reykja og að halda reykbindindi. Stuðningur, hvatning og hrós eru lykilatriði í öllum samskiptum við sjúklinga. Byrji sjúkl- ingar aftur að reykja er það atvik sem nýta má til að læra af og sjúklingar hvattir til að reyna aftur að hætta. Reykingar eru að hluta til félagslegt fyrirbæri. Því skulu sjúklingar aðstoðaðir með öllum tiltækum ráðum við að leita stuðnings sér nákominna til að halda reyk- bindindi. Virðing fyrir mannhelgi og sérstöðu hvers einstaklings er grundvallaratriði í öllum samskiptum. Efla ber sjálfsvirðingu sjúklinga og því er m.a. sneitt hjá boð- um, bönnum og neikvæðum skilaboðum. Hrósað er fyrir árangur og stuðningur veittur til að skoða hvað er til ráða þegar á móti blæs. Vilji sjúklings til að halda áfram að reykja skal virtur og sjúklingi í engu mismunað þó hann takist ekki á við reykingar sínar. Honum skal engu að síður gerð grein fyrir afleiðingum reykinga á umhyggjusaman hátt. verið gerðar á ýmsum hópum fólks sem tekist hefur á við ólíkar tegundir fíknar, s.s. reykingar, áfengismisnotkun og matarfíkn, og hefur fólkið gert það bæði upp á eigin spýtur sem og með aðstoð heilbrigðisstarfsmanna. Með sam- þættingu þessara rannsóknaniðurstaðna hafa höfundar sett fram 5 stiga hugtakaramma sem nefndur er gorm- líknið (sjá m.a. Prochaska, DiClemente og Norcross, 1992). Samhliða hugtakarammanum hafa verið samdar leiðbeiningar sem heilbrigðisstarfsmaður getur nýtt þegar hann aðstoðar fólk á sérhverju stiganna 5. Með gormlíkaninu er lögð áhersla á að lýsa því hvernia fólk breytir hegðun sinni. Breytingaferlið er gormlaga eins og nafnið gefur til kynna en fæstum tekst að yfirvinna fíkn sína í fyrstu tilraun. Þess í stað færist einstaklingurinn aftur á bak í stigunum, stundum nærri byrjunarreit, en hefur yfir- leitt lært af reynslunni og því verður næsta tilraun honum auðveldari. Talið er að þeir sem finnst þeir misheppnaðir og fá sektarkennd og skammast sín fyrir sjálfa sig fari frekar á byrjunarreit en aðrir. Eftirfarandi fimm stig ein- kenna breytingaferlið (Prochaska, DiClemente og Norcross, 1992): 1. Fyrirstöðustig (Precontemplation) Á þessu stigi hefur engin áætlun verið gerð um að breyta hegðun næstu 6 mánuðina og margir greina heldur engan vanda sem takast þarf á við. Sumir óska sér þess að gera breytingu en sú ósk er ekki djúpt grunduð og greinilegt að viðkomandi er ekki alvarlega að íhuga breyt- ingu. Viðnám gegn því að viðurkenna vandamálið, afneit- un, er einkennandi. 2. Umhugsunarstig (Contempiation) Einstaklingurinn er sér meðvitaður um að vandamál er til staðar og er alvarlega að hugsa um að vinna bug á því en hefur ekki enn ákveðið aðgerðir. Þetta tímabil getur varað lengi eða allt að tvö ár. Á þessu stigi vegur og metur hann hversu alvarleg fíknin er og þá áreynslu, orku og tap sem það útheimtir að yfirvinna hana. Alvarleg íhugun á lausn vandans er einkenni þessa stigs. 3. Undirbúningsstig (Preparation) Einstaklingurinn ætlar sér að breyta hegðun sinni í nán- ustu framtíð og hefur auk þess gert árangurslausa tilraun til þess undangengið ár. Hann hefur einnig gert einhverja minni háttar breytingu, s.s. að draga úr reykingum. Samt vantar að láta til skarar skríða, þ.e. að hætta að reykja. 4. Framkvæmd (Action) Á þessu stigi breytir einstaklingurinn hegðun sinni, hugsun og umhverfi til að yfirvinna fíknina. Það krefst bæði orku og tíma. Breytingin verður öðrum Ijós og hann hlýtur viðurkenningu fyrir hana. Algengur misskilningur er að halda að breytingin sem slík sé yfirstaðin á þessu stigi og frekari aðgerða sé ekki þörf. Á þessu stigi er um greinilega hegðunarbreytingu að ræða, ásamt því að erfiðið henni samfara er augljóst. 5. Viðhaldsstig (Maintenance) Einstaklingurinn vinnur að því að fyrirbyggja fall og festa í sessi ávinning af því að ná tökum á fíkn sinni. Þetta tímabil getur varað frá 6 mánuðum til lífstíðar. Einkennandi fyrir þetta stig eru aðgerðir til að festa breytinguna í sessi og aðgerðir til að forðast fall. 162 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.