Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Qupperneq 19
meltingarfærasjúkdómum. Þær mæður, sem fannst þær ekki fá nægilega fræðslu í upphafi sjúkdómsgreiningar, fundu fyrir óöryggi gagnvart sjúkdómsástandi unglingsins. Flestar voru mæðurnar í einhverjum tengslum við Samtök Crohns- og colitissjúklinga en fundu fyrir lítilli þörf á sam- skiptum við samtökin. Hins vegar lýsti ein móðirin því að hún hefði haft þörf fyrir að tala við einhvern utan fjölskyld- unnar, t.d. fagaðila, á ákveðnum tímapunkti. Hún sagði: Mér hefði fundist voðaiega gott ef einhvers staðar á tímabilinu hefði komið einhver sem ég hefði getað talað við vegna þess að þessi sjúkdómur er svo þrúg- andL.Þú getur ekki endalaust verið að tala við vini þína. Þú getur bara ekki lagt það á þá og þú getur ekki endalaust verið að tala um þetta í þinni eigin fjölskyldu. Þess vegna væri rosalega gott að hafa eitthvert fag- fóik...sem væri þarna bara til að tala um þetta. Minningar um erfiðleika kringum sjúkdómsgreiningu Hjá flestum tók langan tíma að greina sjúkdóm barnanna og voru þau orðin mjög vannærð og illa á sig komin þegar þau loks fengu sjúkdómsgreininguna. Mæðurnar áttu erfiðar jafnvel sársaukafullar minningar tengdar þessu tímabili. Öll börnin voru á barnsaldri þegar þau voru greind. Börnin höfðu verið lengi veik og því var það léttir fyrir mæðurnar að fá sjúkdómsgreiningu. Það barnanna, sem var yngst við greiningu, var 18 mánaða gamalt þegar það veiktist og það fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en við 3 og 1/2 árs aldur. Móðir þess lýsti mikilli þrautagöngu milli lækna: „Maður gekk á milli lækna, það var ofboðslega erfitt og svo leit hann út eins og Biafrabarn, nærðist ekki og iék sér ekki.“ Önnur móðir, sem á dóttur sem veiktist snögglega og fékk strax greiningu, lýsti því hvernig fjölskyldan varð fyrir áfalli þegar greiningin lá fyrir. Hún sagði: „Fyrst þegar þetta kemur þá verða náttúrlega allir í fjölskyldunni bara veikir. Þegar fólk er hrætt, það grípur um sig ótti og kvíði...“. Ein átti verulega sársaukafullar minningar um sjúkdómsgrein- ingu og hún komst í uppnám og grét við að minnast þess. Hún fékk sjúkdómsgreiningu sonar síns á stofugangi að mörgum viðstöddum: „Allt þetta fólk, mér var bara sagt þetta inni á svona sal. Það var ekkert verið að pæla í mér sem einstaklingi." Þrengt lífsrými unglinganna Allir unglingarnir lifðu við þrengt lífsrými þar sem sjúkdómur- inn hefti þá í athöfnum daglegs lífs. Þeim var þrekleysi sameiginlegt sem leiddi til þess að þeir gátu ekki fylgt félögum sínum eftir. Unglingarnir misstu úr skóla og gátu lítið eða ekki tekið þátt í íþróttum, þeir gátu takmarkað fylgt félögum í félagslífi, ekki stundað sumarvinnu eins og aðrir unglingar og erfiðleikar voru samfara mataræði og tíðum salernisferðum. Þessu mátti líkja við eins konar duldafötlun. Móðir lýsti samskiptum dóttur sinnar við félaga sína þannig: Henni gengur illa að halda sömu vinkonum. Þær sækja í hana en það er bara þegar þær koma heim og eru kannski eitthvað heima, þessir krakkar eru svo full af lífs- orku og hamingju og að gera eitthvað og bara, en þau þreyta hana. Móðir elsta unglingsins taldi að sonur hennar væri að einangrast vegna þess hvað hann hefði verið veikur síð- asta árið og ekki getað tekið þátt í félagslífi þannig að félagarnir væru farnir. Skert sjálfstæði og færri tækifæri unglinganna Skert sjálfstæði skarast við þemað um þrengt lífsrými. Mæðurnar höfðu ekki sleppt eins mikið hendinni af unglingunum sínum eins og aldur þeirra sagði til um. Mæð- urnar tóku ábyrgð á mataræði og lyfjameðferð og þær fylgdu unglingunum í læknisheimsóknir. Ein móðirin lýsti því að hún skildi ekki dótturina enn eftir eina heima því hún hefði mikla öryggisþörf og væri mjög háð foreldrunum. Önnur móðir var því fegin að dóttirin tæki nú sjálf ábyrgð á lyfjunum; „Maður verður að passa svolítið, ég þurfti eiginlega orðið meira á henni að halda en hún mér.“ Önnur taldi son sinn ekki hafa tekið nóga ábyrgð á sjúkdómnum: Ég kenni mér kannski sjálfri svolítið um. Maður hefur litið á hann kannski yngri en hann er. Það er svo mikil ábyrgð á manni þannig að manni finnst hann kannski yngri en hann er. En ég er svona aðeins að létta hendinni af honum. Unglingarnir áttu færri kosta völ varðandi tómstunda- iðju og einnig töldu sumar mæðurnar þá hafa færri tæki- færi varðandi störf og fjölskyldulíf í framtíðinni. Sem dæmi sá ein móðir son sinn fyrir sér sem öryrkja og hafði áhyggj- ur af fjárhagslegu sjálfstæði hans. Önnur talaði um að það væru til:.fullt, fullt, fullt af störfum sem hún kemur aldrei til með að geta eða verið í....“ og lagði áherslu á mikilvægi þess að koma dóttur sinni í gegnum eitthvert skólanám. Skert sjálfsmynd unglinganna Flestar mæðurnar sögðu að unglingarnir liðu fyrir hvað þeir væru lágvaxnir. Allir unglingarnir nema einn höfðu vaxtar- truflanir vegna sjúkdómsins og meðferðarinnar. Móðir einnar stúlkunnar nefndi sérstaklega að hún liði fyrir að hafa hvorki brjóst né rass nú þegar jafnöldrur hennar hefðu þroskast meira. Sama móðir talaði iíka um að stúlk- an væri mjög ósátt við bólur í andliti sem hún hefði aldrei losnað við eftir að sterakúr lauk og að dóttir hennar nyti lítils skilnings í heilbrigðiskerfinu. Móðir annars piltsins sagði: „Hann er kominn á þann aldur að skemmta sér og svona. Hann fer ekki með þeim á böllin, hann er svo lítill þannig að hann er ekki alveg samþykktur..." Hún sagði enn fremur að sonur hennar spáði í hvern hálfan senti- meter og helsta áhyggjuefni hans væri hæðin. Mæðurnar nefndu líka „steraútlitið" meðan á þeim lyfjakúrum stóð. Skert sjálfsmynd skarast einnig við fyrri þemu tengd unglingunum þar sem það hafði neikvæð áhrif á sjálfs- “ 171 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.