Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Síða 47
í fyrsta sínn á íslandi Efst á baugi hjá fagdeild svæfingahjúkrunarfræðinga er NOKIAS ráðstefnan enda er hún stærsta verkefnið sem deildin hefur tekið að sér fram að þessu. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og verður hún í Reykjavík dagana 14.-16. september nk. Svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðingar á Norðurlöndunum eru í samstarfi sem kallast NOSAM en þar er einn fulltrúi frá hverri fagdeild í hverju landi. Þessir fulltrúar hittast á NOSAM-fundum sem haldnir eru 2 sinnum á ári og skiptast löndin á að halda fundina. Það er svo á vegum NOSAM sem NOKIAS ráðstefnurnar eru haldnar þriðja hvert ár. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á íslandi. Fagdeildirnar vonast til að þátttakendur verði um 400. Barbara María Geirsdóttir, formaður fagdeildar svæfinga- hjúkrunarfræðinga innan FÍH, barbara@fsa.is. {AAÁáU Stofnfundur fagdeildar um upplýsingatækni í hjúkrun var haldinn fimmtudaginn 1. mars 2001. Á stofnfund- inn mættu 25 félagsmenn og einnig skráðu sig 6 fjar- staddir félagar. Stofnfélagar deildarinnar eru því 31. Á fundinum lagði undirbúningsnefnd fram tillögur að reglum deildarinnar og voru þær samþykktar með nokkrum breytingum að loknum umræðum. Stjórn deildarinnar var kosin: Ingibjörg Þórhallsdóttir, formaður Margrét Thorlacius, varaformaður Ásta Thoroddsen, gjaldkeri Guðrún Bragadóttir, ritari Gyða Björnsdóttir, ritsjóri vefsíðu Kristín Sólveig Kristjánsdóttir, meðritsjóri vefsíðu Helga Bragadóttir, varamaður Allar frekari upplýsingar er að finna á vef deildar- innar fagupp.is sem ætlað er að vera virkur upplýs- ingamiðill meðal félagsmanna. NOKIAS 2001 REYKJAVIK 14 -16 SEPTEMBER Verið velkomin á NOKIAS ráðstefnu í Reykjavík * Nordisk kongress for intensiv- og anesteisisykepleire NOKIAS ráðstefna gjörgæslu- og svæfingarhjúkrunarfræðinga verður haldin á Grand Hóteli Reykjavík I4.-I6. september 2001 Þema Nútíma tækni og siðfraeði í gjörgaeslu- og svaefingarhjúkrunarfraeði. Ráðstefnugjald er 20.000 kr. Einstakur dagur kostar 12.000 kr. Hádegismatur og kaffi innifalið í ráðstefnugjaldi. Á Fjörukránni ( Hafnarfirði verður haldin Vestnorraen Víkingahátíð laugardagskvöldið 15. september. Verð 5000 kr. Greiðsla fer fram á skráningartíma ráðstefnunnar. Ráðstefnutungumál Skandinavíska. Ráðstefnuskrifstofa NOKIAS c/o KOM Borgartúni 20,105 Reykjavík Slmi: 540 88 00. Fax 562 34 11. Netfang: kom@kom.is. Heimasíða: http://www.nokias.is Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001 199

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.