Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Síða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Síða 49
Þekking og {AAmttA.iA.skA „Fagmennska í fyrirrúmi" var yfirskriftin á ráðstefnu heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og litu stofnanirnar svo á að ráðstefnan væri framlag þeirra til aukinnar þekkingar innan heilbrigðis- vísindanna og þar með aukinnar fagmennsku. Ráðstefnan fór fram bæði i háskólanum og á FSA og tóku þátt í henni hjúkrunarfræðingar víða af landinu. Dagskrá ráðstefnunnar var birt í maíhefti tímaritsins og eins og þar kom fram voru margir áhugaverðir fyrirlestrar fluttir. Þeim sem misstu af ráðstefnunni en hefðu áhuga á að fá frekari upplýsingar um fyrirlestrana er bent á að snúa sér til ráðstefnustjóra Hildigunnar Svavarsdóttur: hildig@fsa.is Hildigunnur Svavarsdóttir, ráðstefnustjóri, flytur ávarp. íhugun sem starfsaðferð Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var dr. Christopher Johns frá Englandi sem bæði hélt fyrirlestur og var með vinnusmiðju. Blaðamaður Tímarits hjúkrunarfræðinga fylgdist með hvoru tveggja og hér á eftir er samantekt á því sem fram fór í vinnusmiðjunni en hún hafði yfirskriftina „Reflection in practice". Þegar þýða á enska orðið „reflection" koma til greina skv. orðabókum mörg íslensk orð en mér sýnist að orðið „íhugun" eigi hér einna best við en vel má vera að þar séu mér ekki allir sammála. En um hvað snýst íhugandi starfsaðferð? Christopher nefndi að án efa hefðu margir efasemdir um þessa aðferð en íhugun snýst um það að skoða eigin hugarheim og læra af reynslunni. Til þessa þurfum við að hafa djúpan skilning á því hver við erum í raun og veru og við íhugun þurfum við að breyta algjöriega þeim aðferðum sem við höfum vanalega beitt. Til að ná fullkomnu taki á íhugun þarf að kyrra umhverfi hugans. Þessa stundina er hugurinn eins og kertalogi, óstöðugur og síbreytilegur, í ofsastormi hugsana okkar og tiifinninga. En loginn brennur aðeins jafnt og þétt þegar við höfum róað andrúmsloftið umhverfis hann; á sama hátt getum við ekki byrjað að sjá í hugskot okkar fyrr en við höfum náð að kyrra hugsanirnar. Mikill áhugi var á vinnusmiðju dr. Christopher Johns. Þegar hér var komið sögu sagði Christopher áheyrend- um að taka sér hlé, loka augunum, huga að andardrætt- inum og finna fyrir líkama sínum. Hann setti síðan afar róandi tónlist á og síðan var stutt andakt. íhugun er gluggi íhugun, segir Christopher, er „gluggi" sem sá sem henni beitir getur horft í gegnum til að sjá sjálfan sig í tengslum við reynslu sína. „Margir hafa orðið fastir við einn og sama gluggann og horfa því alla daga á sama sviðið, á sama hátt. Enginn þroskast fyrr en hann snýr sér frá þessum glugga og að eigin hugskoti þar sem hann mun sjá marga aðra glugga sem bíða þess að horft sé út um. í gegnum þá getur hann séð nýja möguleika, framkomu og hugmyndir. Sjálfs- ánægja, vani og blindni koma oft í veg fyrir að maður finni fyrir lífinu. Svo mikið veltur á sjónarsviðinu - glugganum sem við horfum út um.“ (John O'Donahue, 1997). „Sem leiðbeinandi ykkar þá er ég hér til að hjálpa ykkur að taka hlerana frá glugganum," sagði Christopher. Til að geta nýtt sér íhugun í starfi á uppbyggilegan hátt telur Christopher mikinn styrk felast í því að skrifa dagbók. í hana færum við atriði og atburði sem sína styrkleika okkar, ótta, ögrandi viðfangsefni og möguleika. Við eigum 201 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.