Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Side 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Side 54
Guðríður A. Kristjánsdóttir Ber ríkið skaðabótaábyrgð vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanns á sjúkrahúsi sem það hefur gert þjónustusamning við? Inngangur Heilbrigðisþjónusta á íslandi er almennt talin góð en mikið er rætt um útgjöld ríkisins vegna heilbrigðismála. Margar leiðir hafa verið nefndar til að hagræða í ríkisrekstri og er þjónustusamningur ein þeirra. Sjúkrahúsþjónusta er ein tegund þjónustustarfsemi hins opinbera.' Á ríkinu hvílir sú skylda að veita borgurunum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Með þjónustusamningi er einkaaðil- um falið að fullnægja skyldum hins opinbera varðandi þjónustu fyrir hinn almenna borgara í landinu. Þjónustu- samningur um sjúkrahús hefur ekki verið gerður en það hafa verið gerðir þjónustusamningar um annars konar heilbrigðisþjónustu. Það hefur ekki reynt á skaðabóta- ábyrgð ríkisins vegna þjónustusamnings fyrir íslenskum dómstólum. Hér verða stuttlega reifaðir þeir meginþættir sem til athugunar koma þegar skaðabótaábyrgð hins opinbera vegna þjónustusamnings er athuguð. Lagaákvæði um rétt til heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsi myndu vera grundvöllur þjónustusamnings um sjúkrahús og þeim verða gerð skil fyrst. Því næst verður fjallað um hvers konar samningur þjónustusamningur er. Því næst um hvernig ábyrgð heil- brigðisstarfsmanna er háttað og hvernig ríkið hefur borið ábyrgð á mistökum þeirra. Loks verður fjallað um skaða- bótaábyrgð ríkisins vegna þjónustusamninga. Réttur til heilbrigðisþjónustu í 1. mgr. 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 segir: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði." Þetta er áréttað í 1. mgr. 3. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Ákvæðið kom fyrst í lög þegar fyrstu lög um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 voru sett. í greinargerð með frumvarpi því sem varð að þeim lögum segir að í því felist stefnuyfirlýsing.1 2 Með stefnuyfirlýsingu verður að ætla að átt sé við að hverju er stefnt með lögunum, að tilgangur laganna sé að tryggja landsmönnum öllum fullkomnustu heiibrigðisþjónustu. Sé ákvæðið skýrt í samræmi við 1 Helle Bodker Madsen, Patientbehandling og forvaltningsret, bls. XI. 2 Alþingistíðindi 1972 - 1973, A - deild, bls. 1183. 3 Davíð Þór Björgvinsson, Lögskýringar, bls. 94. tilgang sinn, má segja að skýra eigi það svo, að tilgangi ákvæðisins eða laganna í heild verði sem best náð. Ákvæði af þessu tagi hafa misjafnt gildi og stundum er afar óljóst hvaða áhrif þau hafa á raunverulega réttarstöðu aðila og að hvaða marki þau binda hendur stjórnvalda eða annarra sem annast lagaframkvæmd. Þótt almennt megi segja að slík ákvæði hafi lítið sjálfstætt gildi í þeim skilningi að aðilar geti byggt á þeim rétt geta þau haft ótvírætt gildi við skýringu á öðrum ákvæðum laganna ef á reynir.3 í 34. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 segir: „Hverjum þeim sem sjúkratryggður er skv. 32. gr. skal tryggð ókeypis vist að ráði læknis í sjúkrahúsum, þar með talið fæðingarstofnunum, sbr. þó 35. og 39. gr. eða ákvæði sérlaga. Sjúkrahúsvist skal tryggð eins lengi og nauðsyn krefur ásamt iæknishjálp og lyfjum og annarri þjónustu sem sjúkrahúsið veitir." Það er iögbundið skilyrði að vera sjúkra- tryggður til að njóta réttar til ókeypis vistar í sjúkrahúsi. Með „ókeypis" er átt við að ekki er heimilt að krefjast greiðslu fyrir þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsi. Samkvæmt reglu- gerð nr. 340/1992 um ferliverk, sem á stoð í 2. mgr. 43. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993, er ferliverk skil- greint sem læknismeðferð sem sjúklingum er veitt á lækna- stofum eða á sjúkrahúsum og krefst ekki innlagnar á sjúkradeild nema í undantekningartilvikum, sbr. 1. gr. reglu- gerðar nr. 340/1992. Fyrir ferliverk greiðir sjúklingur gjald í samræmi við reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu og gildir þá einu þótt næturdvöl kunni að reynast nauðsynleg í einstökum tilvik- um. Þetta hefur verið túlkað svo að sjúklingur geti legið allt að sólarhring á sjúkrahúsi án þess að um innlögn, eða vist, sé að ræða. Innan þessara tímamarka er heimilt að taka gjald fyrir þá þjónustu sem veitt er. Þegar könnuð eru ákvæði í almannatryggingalögum og lögum um heilbrigðisþjónustu, sem tryggja rétt til heil- ■ Guðríður A. Kristjánsdóttir lauk prófi í tannlækningum frá Háskóla íslands 1993 og útskrifast frá lagadeild Háskóla íslands í júní 2001. Hún starfar í lögfræðideild Landsbanka íslands hf. 206 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.