Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Qupperneq 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Qupperneq 70
Þankastrik Þankastrik er fastur dáikur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmisiegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfóigið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfóik, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Guðbjörg Guðmunds- dóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta biaðs, skoraði á Kristínu Alexíusdóttur sem tekur hér upp þráðinn. Of{it uAva uvi m Kristín Alexíusdóttir Nú hefur landlæknir skorið upp herör gegn offitu og er það örugg- lega löngu tímabært. Börn og unglingar hafa ekki verið þyngri frá því mælingar hófust, sykursýki er vaxandi vandamál meðal þungaðra kvenna og eldra fólks, hjarta- og æðasjúkdómar byrja mun fyrr á lífsleiðinni en áður og svo mætti lengi telja. Við þurfum hvorki að leita víða né lesa sannfærandi tölur byggðar á vísindalegum grunni til að sjá fram á vandamál sem virðist því miður vera að margfaldast í hinum vestræna heimi. Á sama tíma eiga milljónir manna hvorki til hnífs og né skeiðar í þriðja heiminum. Vandinn er augljós öllum sem láta sig málið varða. Það þarf heldur ekki að fjölyrða um alla matar- og kaffitímana á fjölmennum og hressilegum kvennavinnustöðum sem fara í að ræða um það hvað þessi sé feitur og hinn sé mjór. Megrunarkúrar, breyttur lífsstíll, leikfimitímar og líkamsrækt. Án þess að nokkur geri sér grein fyrir sækir umræðan alltaf í sama farið. Þjóðin er með offitu á heilanum. Síðan Gaui litli fór í megrunina góðu fyrir nokkrum árum í beinni útsendingu með landsmenn alla á vigtinni hjá sér og sýndi þar með fádæma dirfsku og gott fordæmi, er ekkert lengur heilagt i þessum efnum. Allir hafa eitthvað til málanna að leggja. Frá janúar til jóla ár hvert eru allir sem láta sig góða heilsu varða að hugsa um hvað þeir láta ofan í sig og hvernig sé nú árangursríkast að ná upp grunnefnaskiptahraða líkamans. Sumir eru fyrir löngu búnir að missa lystina á sjálfum jólamatnum þar sem hann er bæði fullur af mettaðri dýrafitu og saltpétri og því lítið vit í því að belgja sig út af honum og uppskera ýmist kransæðasjúkdóma eða krabbamein. Almenningur er orðinn svo ofur-meðvitaður um orsakir vandans að fimm ára barn getur sagt reiprennandi hvað felst í einni hitaeiningu. En svona að öllu gríni slepptu þá er um alvörumál að ræða sem lætur engan ósnortinn og þar er ég sjálf engin undantekning. Það sem mér stendur þó meiri stuggur af en offitudraugurinn sjálfur er hugarfarið sem býr að baki allri þessari umræðu og afleiðingar þess. Mér bregður í brún þegar ég heyri samstarfsfólk mitt í heilbrigðisstétt fjargviðrast yfir holdafari sjúklinganna. Eðlilega sýnist sitt hverjum og mörkin hvað við teljum tilhlýðilegt í vaxtarlagi annarra mjög breytileg út frá reynsluheimi okkar sjálfra. En eitthvað finnst mér þröskuldurinn vera farinn að færast neðar og helst þurfa allir að vera steyptir í sama mót. Ég tek umyrðalaust upp hanskann fyrir þéttholda skjólstæðinga okkar og stend á því fastar en fótunum að það þurfi ekki allir að taka sig vel út í mjaðmabuxum og naflabol á hvaða aldri sem þeir eru. Aðalatriðið er að fólki líði vel með sig og sinn líkama eins og það er. Við sem fagfólk ættum því að leggja þessa fordóma á hilluna, að minnsta kosti á meðan við erum í vinnunni. Það er ekki okkar að dæma aðra heldur eigum við að mæta fólki eins og það er og styðja það í aðstæðum þess hvort sem þær eru áunnar, erfðar eða af einhverjum allt öðrum toga spunnar. ( mínu ungdæmi þótti það ekki góður siður að dæma annað fólk eftir útlitinu einu saman en nú þykir ekkert tiltökumál að þeir sem eru of þungir eigi jafnvel ekki sömu möguleika á almennum vinnumarkaði og þeir sem falla betur inn í hina stöðluðu ímynd. Það þarf að færa gömlu góðu gildin til vegs og virðingar á ný og við vitum öll að þegar kemur að leiðarlokum hjá okkur vega þessar yfirþorðskenndu stað- reyndir ekki þungt. Starf mitt sem hjúkrunarfræðingur á krabbameinslækningadeild hefur styrkt mig enn frekar j þessari góðu lexíu. Að horfa á skjólstæð- inga mína miskunnarlaust rænda sínu fyrra útliti af grimmum sjúk- dómi; verða ýmist útblásnir af meðferðinni sem fylgir í kjölfarið eða þá allt of grannir, missa allt hárið af höfðinu og fá hár alls staðar þar sem það vill ekki fá það og svo mætti lengi telja. Að takast á við þess háttar breytingar í æsku- og útlitsdýrkandi veröld dagsins í dag er eflaust erfiðara en orð fá lýst. En það kennir okkur hinum að bera virðingu fyrir andlegum styrk og hinni einu sönnu fegurð sem við sjáum endurspeglast í baráttu sjúklinganna fyrir lífinu sjálfu. Það er því vandratað meðalhófið og við reynum það öll einhvern- tíma. En hvernig getum við sem fullorðnar vel menntaðar manneskjur uppfrætt börnin okkar skynsamlega þegar offita og heilsusamlegt líferni eru annars vegar? Það er að sjálfsögðu ekki til neitt gott svar við því en sjálf held ég að fátt sé óhollara æsku landsins en það að skipta mannfólkinu niður í tvo hópa, þann granna og þann feita. Það er örugg leið til að grafa undan sjálfsmyndinni hjá ungum og óhörðnuðum sálum að lenda í feita hópnum. Þegar fullorðna fólkið hugsar um fátt annað en útlit og ímyndarsköpun og fyrirmyndirnar eru ofurskvísur og ofurfyrirsætur eins og Britney Spears og Kate Moss er ekki von á góðu. Tvískinnungurinn er allt í kringum okkur og þurfum við ekki að líta lengra en í eigin barm til að sjá að við erum ekki alveg saklaus. Þegar allir eru í kapphlaupi við tímann og sjálfa sig er svo einfalt að kaupa fijótlegu lausnina á öllum vandamálum. Ég held að við sem hjúkrunarfræðingar á tuttugustu og fyrstu öldinni sjáum fram á risastórt verkefni. Sóknarfærin eru ótalmörg og ég held að fáar stéttir séu betur undir það búnar en okkar að leiðbeina og styðja við bakið á fólki sem vill snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. En til þess að það takist þurfum við að sýna fram á fordómalaust fordæmi og muna það að kílóafjöldinn á vigtinni og fituhlutfallið segir ekki alla söguna. Við erum öll ólík og leiðirnar sem henta hverjum og einum mismunandi eftir því og útkoman þarf ekki alltaf að verða sú sama. Hver veit nema í framtíðinni verði þeim sem ekki hugsa vel um heilsuna og eru of þungir, reykja eða drekka meira en góðu hófi gegnir takmarkaður aðgangur að almenna tryggingakerfinu? Svo ég tali nú ekki um þá sem luma á geðsjúkdómum, illkynja sjúkdómum eða hjarta- og æðasjúkdómum og annarri eins óáran í erfðamengi sinu, því þetta kostar nefnilega allt orðið svo mikið. Ég vona heils- hugar að svo verði aldrei. En svo mikið er víst að ég mun styðja baráttu landlæknisembættisins gegn offitu um ókomna framtíð, bæði persónulega og sem fagmaður. Við vitum svo öll í hverju töfralausnin er fólgin, einfaldlega að borða minna og hreyfa sig meira. Það er nú ekki flóknara en það... Svona í lokin langar mig að láta nokkrar Ijóðlínur eftir Einar Ben. fylgja með en góð vinkona mín hefur einmitt látið þær liggja á milli allra uppáhaldsmataruppskriftanna sinna og megrunarkúranna sem hún hefur reynt síðustu áratugina með bara nokkuð góðum árangri. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð i næn/eru sálar. Ég skora á Björgu Árnadóttur, hjúkrunarfræðing og framkvæmda- stjóra hjá Heilsuvernd ehf. að skrifa næsta þankastrik. 222 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.