Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 5
Formannspistill Allt sem við viljum er friður á jörð Herdís Sveinsdóttir Tæpur mánuður er liðinn frá því að World Trade Center turnarnir hrundu af völdum hryðjuverka og þúsundir manna þiðu þana. í dag, 7. október, hófu Bandaríkjamenn árás á Afganistan. Flestar ef ekki allar þjóðir, sem séð hafa sönnunargögn Banda- ríkjamanna gegn bin Laden, telja sannanirnar á hendur honum full- nægjandi. Við íslendingar höfum lýst því yfir ásamt öðrum þjóðum innan Atlantshafsbandalagsins að þjóðir, sem hýsi hryðjuverkamenn, séu samsekar hryðjuverkamönnunum sjálfum. Bush, Bandaríkjaforseti, greindi frá miklum stuðningi þjóða víðs vegar um heim við aðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan. Víst er að ekki eru allir þegnar þessara þjóða á eitt sáttir um aðgerðir. Flestir spyrja sig grundvallarspurninga um hvað sé rétt og hvað rangt. Fólk sér fyrir sér annars vegar rjúkandi rústir turnanna í New York og hins vegar eyðilegginguna í Afganistan og fólksflóttann þaðan. Er eitthvert réttlæti í því að aðgerðir gegn hryðju- verkamönnum bitni á saklausum borgurum? Fivaða áhrif hefur stríð gegn Afgönum á samskipti múslima og kristinna og þar með á heiminn allann og samskipti fólks? Hvað verður um rétt einstaklingsins, um mannréttindin? Brýst út heilagt stríð eins og bin Laden boðar svo stíft? Af hverju var árásin á World Trade Center turnana gerð? Bera Bandaríkjamenn ekki einhverja ábyrgð vegna aðgerða sinna? Á netinu hefur að undanförnu gengið undirskriftalisti þar sem skorað er á Bush, forseta Bandaríkjanna að leita friðsamlegra leiða í aðgerðum sínum gegn hryðjuverkamönnum. En er rétt að grípa ekki til aðgerða? Hverju hefur aðgerðaleysi og umburðarlyndi áorkað? Hafa vestrænar þjóðir í grandaleysi verið uppeldisstöðvar hryðjuverkamanna? Köllum við yfir okkur ótta, óöryggi og hræðslu ef hryðjuverkum er ekki svarað af fullri hörku? Leggjast ferðalög af í þeirri mynd sem við þekkjum þau vegna þess að fámennir hópar öfgamanna koma til með að halda heiminum í herkví? Hvað kostar friðurinn? Sú kynslóð, sem óx úr grasi í vestrænum ríkjum á síðari hluti 20. aldarinnar, hefur ekki tekist á við tilvistarspurningar af þessu tagi í fullri alvöru. Svörin eru augljóslega ekki einföld en Ijóst er núna að stríð er hafið. Afleiðingarnar eru ófyrirsjáan- legar og spurning hvort á endanum muni nokkur geta kallað sig sigur- vegara. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga (ICN) fordæmdu árásina á Banda- ríkin. í yfirlýsingu frá þeim eru leið- togar heimsins hvattir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir stigmögnun ofbeldis í heiminum. Christine Hancock, forseti ICN, sagði að löngunina til hefnda yrði að hemja með þeirri vitneskju að aukið ofbeldi muni einungis auka þjáningu heimsins en ekki leiða til lausna. Hún minnir hjúkrunarfræð- inga jafnframt á að megin-fagábyrgð þeirra sé að veita umönnun þeim sem á henni þurfa að halda án tillits til kynþáttar og trúarbragða. í siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að frum- skylda hjúkrunarfræðingsins sé að virða velferð og mannhelgi skjól- stæðings síns. í því fjölþjóðasam- félagi, sem íslenskt þjóðfélag er orðið, er mikilvægt að hver og einn þjóðfélagsþegn gæti réttinda samborgara sinna. Vegna starfa sinna eru hjúkrunarfræðingar líklegir til að hitta fulltrúa hinna ýmsu trúarflokka og kynþátfa. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur hjúkrunarfræðinga til að taka jafnóðum á fordómum og misrétti sem byggja á trú eða kynþætti hvar sem þeir rekast á þá í starfi. Gerber Því lengi býr að fyrstu gerð Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.