Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 12
unglingum. Árið 1998 skilaði starfshópur skýrslu til heilbrigðismálaráðherra um stefnumótun í málefnum geð- sjúkra. í umfjöllun skýrslunnar um málefni barna og unglinga eru tillögur að bættri geðheilbrigðisþjónustu við ofangreinda hópa og sneri ein tillagan í skýrslunni að aukinni þátttöku heilsugæslunnar í geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1998). Ætla má að ef slíkri áætlun yrði hrundið í framkvæmd myndi það efla forvarnir gegn þunglyndi hjá unglingum. Þörf er á aukinni fræðslu til foreldra, kennara, hjúkrunar- fræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna auk sam- félagsins í heild um þunglyndi á unglingsárum. Auk þess þarf þekking að vera til staðar um hvert hægt er að leita ef grunur vaknar um þunglyndi hjá unglingum. Mikilvægi þessa kom fram í rannsókn Birmaher og félaga (1996). Aukin fræðsla til foreldra og kennara skilaði þeim árangri að foreldrar sóttu fyrr eftir aðstoð og tóku meiri þátt í meðferð unglingsins. Hér á landi geta foreldrar snúið sér til skólahjúkrunarfræðinga, heilsugæslulækna, námsráðgjafa, barnageðlækna, barna- lækna eða sálfræðideilda skóla ef grunur vaknar um þung- lyndi hjá unglingi. Ljóst er að því fyrr sem greining er gerð og meðferð hefst, þeim mun betri útkomu má vænta. Aukin þekking almennings á þunglyndiseinkennum er mikilvæg og hjúkrunarfræðingar og kennarar þurfa að vera vakandi fyrir líðan unglinga með það að markmiði að finna unglinga með forstigseinkenni þunglyndis. Reglubundin skimun þunglyndiseinkenna hjá ungling- um á grunnskólaaldri er æskileg. Með því móti er hægt að finna unglinga með einkenni um þunglyndi og veita þeim aðstoð við hæfi. Æskilegt er að auka fræðslu og forvarnir innan veggja skólanna og eru skólahjúkrunarfræðingar þar í lykilstöðu. Fræðsluefni ætti að innihalda upplýsingar um þunglyndi auk þess að styrkja samskiptahæfni, sjálfsmynd og félagsfærni unglinga. Varðandi frekari þróun slíks verkefnis er ákjósanlegt að styrkja samstarf skóla- og geðhjúkrunarfræðinga. Efla þarf rannsóknir á þunglyndi hjá unglingum hér á landi. Rannsóknum á tíðni, einkennum og áhættuþáttum í íslensku samfélagi þyrfti að fjölga. Auk þess þarf að skoða betur innbyrðis tengsl áhættuþátta. Þekkja þarf áhættu- hópa á íslandi og þróa úrræði fyrir einstaklinga í áhættu- hópum til að varna þunglyndi. Þá er þörf á rannsóknum á gildi þeirrar meðferðar sem í boði er. Aukinnar vitneskju er þörf varðandi hvaða meðferð hentar hverjum, hver lengd meðferðar skuli vera og hvaða áhrif fylgikvillar hafa á val á meðferð. í framhaldi af þeirri vitneskju þarf að koma á fót meðferðartilboðum er henta mismunandi einstaklingum. Að lokum er þörf á að þróa og staðla sértæk mælitæki eða matskvarða til að mæla þunglyndi hjá íslenskum unglingum. Slík mælitæki gætu þá nýst hjúkrunarfræð- ingum sem hjálpartæki við skimun og greiningu. Ljóst er að þunglyndi unglinga veldur samfélaginu mikl- um kostnaði. Slíkt er þó hjóm eitt miðað við þær mann- 236 legu þjáningar sem sjúkdómurinn veldur. Því er mikilvægt að fyrirbyggja þunglyndi með öllum tiltækum ráðum og eru skipulagðar forvarnir eitt af þeim verkefnum sem krefjast aðgerða sem fyrst. HEIMILDALISTI Arnarson, E.Ö., Smári, J., Einarsdóttir, H., og Jónasdóttir, E. (1994). The prevalence of depressive symptoms in pre-adolescent school children in lceland. Scandinavian Journal of Behaviour, 23, 121-130. Arngold, A., og Costello, E. (1993). Depressive comorbidity in children and adolescents: Empirical, theoretical and methodological issues. American Journal of Psychiatry, 750(12), 1779-1791. Birmaher, B., Ryan, N., Williamson, D., Brent, D., Kaufman, J., Dahl, R., Perel, J., og Nelson, B. (1996). Childhood and adolescent depression: A review of the past 10 years. Part I. Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, 35(11), 1427-1439. Birmaher, B., Brent, D., Kolko, D., Baugher, M., Bridge, J., Holder, D., lyengar, S., og Ullua, R. (2000). Clinical outcome after short-term psychotherapy for adolescents with major depressive disorder. Archives of General Psychiatry, 57(1), 29-36. Birmaher, B., Ryan, N., Williamson, D., Brent, D., og Kaufman, J. (1996). Childhood and adolescent depression: A review of the past 10 years. Part II. Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, 35(12), 1575-1582. Blackman, M. (maí 1995). You asked about adolescent depression. The Canadian Journai of CME. http://www.mentalhealth.com/mag1/p51- dp01 .html Brage, D., Campell-Grossman, C., og Dunkel, J. (1995). Psychological correlates of adolescent depression. Journal of Child and Adolescent Psychiatric Nursing, 8(4), 23-29. Castiglia, P. (2000). Depression in adolescents. Journal of Pediatric Health Care, 14, 180-182. Cicchetti, D., og Toth, S. (1998).The development of depression in children and adolescents. American Psychoiogist, 53(2), 221-241. Finnigan, J. (1986). Assessment of childhood and adolescent depression and suicide potential. Journal of Emergency Nursing, 72(1), 35-38. Gournay, K., og Bowers, L. (2000). Suicide and self-harm in in-patient psychiatric units: A study of nursing issues in 31 cases. Journal of Advanced Nursing, 32(1), 124-131. Hammen, C., Rudolph, K., Weisz, J., Rao, U., og Burge, D. (1999). The context of depression in clinic-referred youth: Neglected areas in treatment. Journal of the American Academy of Child and Adoiescent Psychiatry, 38(1), 64-70. Harrington, R., Wood, A., og Verduyn, C. (1998). Clinically depressed adolescents. í P. Graham (ritstj.), Cognitive-behavioural therapy for children and families (bls. 156-193). Cambridge UP: Cambridge, Bretlandi. Hazell, P., O'Connell, D., Heathcote, D., Robertson, J., og Henry, D. (8. apríl 1995). Efficacy of tricyclic drugs in treating child and adolescent depression: A meta analysis. eBMJ. http://www.bmj.com/cgi/content/ full/310/6984/897 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (1998). Stefnumótun í málefnum geðsjúkra. Skýrsla starfshóps; 10. október, 93-94. Kennedy, E., Spence, S., og Hensley, R. (1989). An examination of the relationship between childhood depression and social competence amongst primary school children. Journai of Child Psychoiogy and Psychiatry, 30(4), 561-573. Lamarine, R. (1995). Child and adolescent depression. Journal of School Health, 65(9), 390-393. Lewinsohn, P., og Clarke, G. (1999). Psychosocial treatments for adolescent depression. Clinical Psychology Review, 79(3), 329-342. Lewinsohn, P., Rhode, P., Klein, D., og Seeley, J. (1999). Natural course of adolescent major depressive disorder: I. Continuity into young adulthood. Journal of the American Academy of Child and Adotescent Psychiatry, 38(1), 56-62. Magnússon, A., Axelsson, J., Karlsson, M., og Óskarsson, H. (2000). Lack of seasonal mood change in the lcelandic population: Results of a cross-sectional study. The American Journal of Psychiatry, 157, 234- 238. Mazza, J., og Reynolds, W. (1999). Exposure to violence in young inner-city Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.