Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 35
Ráðstefna Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga (ICN) var haldin í Kaupmannahöfn dagana 10.-15. júní 2001. Ráð- stefnan, sem var geysifjölmenn, tókst mjög vel og var skipulag allt til fyrirmyndar. Ráðstefnuna sóttu um fimm þúsund hjúkrunarfræðingar hvaðanæva úr heiminum og voru íslenskir þátttakendur um þrjátíu. Mörg hundruð hjúkrunarfræðingar fluttu fyrirlestra, sáu um vinnusmiðjur og kynntu verk sín á veggspjöldum. Tólf íslenskir hjúkrunarfræðingar voru með framsöguerindi og/eða kynntu rannsóknir sínar á veggspjöldum. ICN bauð upp á nokkra gestafyrirlestra. Má þar nefna minningarfyrirlestur Virginiu Henderson, A New Era for Action, sem Sheila Tlou frá Botswana flutti og lagði áherslu m.a. á hnattvæðingu og endurskipuiag heilbrigðis- þjónustu og hvernig grundvallarhugmyndir Virginu Hender- son geta enn þá hvatt hjúkrunarfræðinga til dáða og aukið áhrif þeirra. From Silence to Voice var heiti fyrirlestrar sem fluttur var af blaðamönnunum Bernice Bureesh og Suzanne Gordon. Þær lögðu áherslu á að ef hjúkrunar- fræðingar ætluðu að taka þátt í og viðhalda leiðtogahlut- verki sínu í heilbrigðisþjónustunni þyrfti almenningur að átta sig á innihaldi hjúkrunarstarfsins og mikilvægi þess að taka þátt í hnattvæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Hjúkr- unarfræðingar þyrftu að láta heyra meira í sér bæði utan og innan stofnana varðandi heilbrigðismál. Bók þeirra From Silence to Voice; What Nurses Know and Must Communicate to the Public var til sölu á ráðstefnunni. Sérstakir gestir ráðstefnunnar voru þau Jane Fonda og Bertrand Piccard. Jane Fonda kynnti heimildarmynd sína Reaiities of Girl’s Lives: How Can We Act Now sem fjallaði um unglingsstúlkur í Nígeríu og þrjú verkefni sem hún hefur styrkt sem fjalla m.a. um hvernig hægt sé að draga úr þungunum og fóstureyðingum hjá unglingsstúlkum og hjálpa þeim til að berjast gegn kúgun og til aukins sjálf- ræðis yfir eigin lífi. From Vision to Action hét fyrirlestur geðlæknisins, sálgreinisins og loftbelgsflugmannsins Bertrand Piccard. Fyrirlestur hans, sem var byggður á myndum frá ferð hans með loftbelg kringum hnöttinn, var magnaður. Náði hann að flétta saman lífsspeki sína og lífssýn, sem birtist m.a. við undirbúning og flug lofbelgsins, og tengja við hjúkrun og hjúkrunarfræðinga á áhrifamikinn hátt. Talaði hann um hvernig unnt er að láta drauma sína Jane Fonda kynnti heimildarmynd sína „Realities of Girl's Lives: How Can We Act Now“. „From Vision to Action“ nefndist fyrirlestur Bertrands Piccards. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.