Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Síða 37
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Hvað þýðír Að \a tímAkAup sem verktaki? i 2. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga frá apríl 1999 er tekið saman yfirlit yfir mismun á réttindum verktaka annars vegar og hjúkrunarfræðinga í opinberri þjónustu hins vegar. í þeirri samantekt kemur fram að mikill munur er á réttindum þessara tveggja hópa. Fyrirspurnir til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna þessa eru mjög tíðar. Hjúkrunarfræðingar leita í auknum mæli á mið hjúkrunar á almenna markaðinum. Því er eðlilegt að þeir velti fyrir sér þeim mun sem er á kaupi og kjörum annars vegar hjá ríki og hins vegar á almenna markaðinum. Hér er tekið saman sams konar yfirlit og birtist í nefndu tímariti frá apríl 1999 og tölur uppfærðar miðað við t.d. breyttan veikindarétt og ný fæðingarorlofslög. Mismunur á helstu réttindum verktaka og hjúkrunarfræðinga í opinberri þjónustu ríkisins Réttindi/kjör Hjúkrunarfræðingur í opinberri þjónustu hjá ríkinu Verktaki Laun í veikindum: Full laun í 1/2 - 12 mánuði. Engin laun. Laun í barnsburðarleyfi: 80% heildarlauna frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000. Fjölskyldu- og styrktarsjóður greiðir mis- mun sem vera kann á eldri reglugerð um barns- burðarleyfi og 80% heildarlauna frá TR. 80% heildarlauna frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000. Hlutur atvinnurekanda í greiðslum í lífeyrissjóð: 6% í lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. 11,5% í A-deild LSR. Enginn, vektaki verður sjálfur að standa skil á öllum greiðslum í lífeyrissjóð skv. lögum. Laun í orlofi: Laun í 24 - 30 daga og greiðsla orlofs á álags- og yfirvinnu. Engin laun. Laun á sérstökum frídögum og stórhátíðum: Já. Engin laun á frídögum, aðeins greitt fyrir unnar klukkustundir. Kaffitímar: Greiddar 15 mínútur á hverja vakt í yfirvinnu hjá vaktavinnufólki í 100% starfi. Dagvinnumenn eiga rétt á matar- og kaffitímum skv. kjarasamningi. Engin launuð neysluhlé. Endurmenntun og námsleyfi: Námsleyfi ávinnst skv. kjarasamningi, 1 1/2 dagur fyrir hvern mánuð í starfi. Endurmenntunarkostn- aður er greiddur skv. ákveðnum reglum í kjara- samningi. Taka námsleyfisins er háð samþykki stjórnar stofnunar. Enginn réttur. Uppsagnarfrestur: 3 mánuðir hjá fastráðnum hjúkrunarfræðingum. Að jafnaði enginn nema um það sé sérstaklega samið. Slysatrygging: Hjúkrunarfræðingar er skv. kjarasamningi slysatryggður vegna andláts eða varanlegrar örorku. Tryggingin gildir allan sólarhringinn. Verktaki þarf sjálfur að kaupa sér slysatryggingar. Réttindi úr orlofssjóði: Atvinnurekandi greiðir 0,25% af heildarlaunum í orlofssjóð. Nei. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 261

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.