Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 62
Þankastrik Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Kristín Alexíusdóttir, sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Björgu Árnadóttur sem tekur hér upp þráðinn. Björg Árnadóttir Fyrir átta árum breytti ég um starfsvettvang. Þá hætti ég í hefðbundnum hjúkrunarstörfum og fór að vinna við síma- ráðgjöf og heilsuefiingu ásamt heilsuvernd á vinnustað. Starf mitt er að mörgu leyti ólíkt því sem gengur og gerist innan sjúkrahúsanna og líkist meira störfum innan heilsu- gæslunnar. Skjólstæðingarnir eru í sínu daglega umhverfi og að takast á við þau vandamál sem því fylgja. Ég spyr mig oft að því hvers vegna ég hlakki enn til að mæta til vinnu á hverjum morgni. Ég vinn reyndar með frábæru fólki og það vegur þungt. Enn þyngra vegur þó sú tilfinning að ég sé einhverjum til gagns. Og þörfin er greinilega fyrir hendi. Þau eru ófá skiptin þegar ég legg símtólið á eftir samtal við skjólstæðing að ég spyr sjálfa mig: „Fyrir hvað var hún/hann að þakka?" Mig langar að fjalla um atvik sem ég upplifði fyrir nokkr- um árum. Atvikið var í raun ekki mjög merkilegt en hafði mikil áhrif á mig. Það vakti mig til umhugsunar um hversu varasamt það er að gefa sér fyrir fram ákveðnar forsendur um skynjun annarra. Við erum eins ólík og við erum mörg. Reynsla okkar og gildi eru ólík og því getur reynsla og túlkun tveggja einstaklinga á sama atviki eða sömu aðstæðum aldrei verið nákvæmlega eins. Það vakti mig líka til umhugsunar um hversu mikilvægt það er, og þá ekki síst fyrir okkur hjúkrunarfræðinga, að safna heildrænum upplýsingum um skjólstæðinga okkar. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem ég hef rætt við, lýsa flestir miklum vilja til að fræða og er það vel. En við hvaða aðstæður býr einstaklingurinn og hverjir eru möguleikar hans á því að vinna úr þeim upplýsingum sem hann fær? Atvikið, sem ég nefndi, átti sér stað þegar ég var í námi í heilsuvernd starfsmanna. Verkefni í því námi var að gera áhættumat á starfi saumakvenna. Vinnu saumakvennanna var þannig háttað að þær sátu allan daginn, hver við sína saumavél, og saumuðu. Skjólstæðingur minn var 40 ára gömul kona sem unnið hafði í 12 ár við saumastörf. Þegar ég spurði hana hvort starf hennar væri einhæft svaraði hún neitandi. Hún sagði það hafa verið þannig í upphafi en hefði mikið breyst. 286 „Áður saumaði ég sama sauminn allan daginn en nú skipti ég um hádegi - það er því miklu fjölbreyttara og skemmti- legra nú en áður.“ Þegar ég spurði hana hvort hún væri þreytt þegar hún kæmi heim á daginn svaraði hún játandi. „Ég er alveg búin, ég legg mig bara upp í sófa og get ekki meir." Hún bætti jafnframt við: „Ég veit að ég kem ekki til með að vinna hér í mörg ár til viðbótar. Mamma var saumakona og hún varð öryrki 55 ára.“ Svörin komu mér gjörsamlega á óvart. Saumakonu- starfið var óneitanlega einhæft út frá faglegum forsendum og með tilheyrandi hættu á álagseinkennum. Ég hafði þó alls ekki látið það mat duga og hafði gefið mér, út frá mínum forsendum, að starf hennar væri mjög einhæft. í þessu tilfelli skipti mitt persónulega mat einfaldlega engu máli. Það var hennar skynjun sem skipti máli. Hún var ánægð með starfið sitt. Síðan hef ég rætt við hundruð starfsmanna með svipaða sögu. Þeir eru almennt ánægðir í vinnunni en reikna ekki með því að vinna lengi því þeir verði andlega og líkamlega búnir fyrir aldur fram. Þörfin fyrir starf mitt er greinileg og ég hef verk að vinna. Það er sennilega þess vegna sem ég hlakka til að mæta í vinnu á hverjum morgni. Gerber Því lengi býr að fyrstu gero Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.