Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 49
Ingunn Sigurgeirsdóttir
fjármálastjóri
kYt^Y'fdAY'sjóðuY' BHM
Hinn 24. október 2000 var undirritað
samkomulag Bandalags háskóla-
manna, BSRB og Kennarasam-
bands (slands annars vegar og
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
sjóðs, Reykjavíkurborgar og Launa-
nefndar sveitafélaga hins vegar um
tiltekin atriði er varða réttindi starfs-
manna í ofangreindum samtökum.
Þriðji kafli þessa samkomulags fjallar um fjölskyldu- og
styrktarsjóð. Fjölskyldu- og styrktarsjóður hefur það hlutverk
að taka við iðgjöldum launagreiðanda og ávaxta þau, að
taka við umsóknum, ákvarða og annast greiðslur til
félagsmanna í fæðingarorlofi og taka ákvarðanir um frekari
ráðstöfun sjóðsins skv. nánari ákvörðun sjóðsstjórnar.
Iðgjald í sjóðinn er 0,41% af heildarlaunum starfsmanna
sem launagreiðandi greiðir frá og með 1. janúar 2001.
0,11% iðgjaldsins fara til að greiða laun í fæðingarorlofi og
0,3% eru lögð í styrktarsjóð. í framhaldi af þessu sam-
komulagi var styrktarsjóður BHM stofnaður og fjallað um
það hér á eftir. Skipulagsskrá sjóðsins var samþykkt á
stofnfundi hans sem haldinn var 13. júní 2001. Þá var kjörin
sjóðsstjórn sem vinnur nú að því að setja reglur fyrir sjóðinn.
Samkvæmt skipulagsskrá styrktarsjóðs BHM er hlut-
verk hans að styrkja sjóðfélaga með fé og koma þannig
m.a. til móts við
- tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu vegna
veikinda sjóðfélaga eða nákominna eða annarra
persónulegra ástæðna,
- útgjöld vegna andláts sjóðfélaga;
- útgjöld sjóðfélaga vegna ýmiss konar heilbrigðisþjónustu;
- óbætt áföll vegna óvæntra starfsloka eða annarra
óvæntra áfalla sjóðfélaga.
Styrktarsjóður BHM mun gegna svipuðu hlutverki fyrir
félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríki, Reykja-
víkurborg og sveitarfélögum og sjúkrasjóður BHM gegnir
fyrir félagsmenn aðildarfélaganna sem starfa á einkamark-
aði. Réttur til úthlutunar úr sjóðnum er háður því að greitt
hafi verið styrktarsjóðsframlag fyrir sjóðfélaga í 6 mánuði.
Ekki verður hægt að sækja um greiðslur úr sjóðnum fyrr
en 1. janúar 2002. Sú ákvörðun var tekin af stjórn sjóðsins
þar sem úthlutunar- og starfsreglur fyrir sjóðinn liggja ekki
fyrir og séð er fram á að það taki þann tíma að setja starf-
semi sjóðsins ramma. Réttur sjóðfélaga til greiðslu úr
sjóðnum hefur í fyrsta lagi orðið til 1. júlí 2001 og munu
umsóknir vegna styrkveitinga úr sjóðnum frá þeim tíma
verða teknar til afgreiðslu eftir 1. janúar 2002.
Stjórn sjóðsins skipa: Ingunn Sigurgeirsdóttir formaður,
Helga Hauksdóttir varaformaður, Helga Túliníus gjaldkeri,
Viktor Smári Sæmundsson ritari og María H. Þorsteins-
dóttir meðstjórnandi. Starfsmaður sjóðsins er Halla S.
Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi BHM. Stjórnin hefur fund-
að vikulega frá 8. ágúst og mun halda því áfram þar til
úthlutunar- og starfsreglur sjóðsins eru fullfrágengnar.
Sjúkrasjóður BHM var stofnaður 25. apríl 1998 á aðal-
fundi BHM. Sjúkrasjóðurinn er opinn félagsmönnum
aðildarfélaga BHM sem starfa á almennum vinnumarkaði.
Samkvæmt lögum nr. 19/1979 ber einkafyrirtækjum að
greiða 1 % af heildarlaunum starfsmanna sinna í sjúkrasjóð.
Þau aðildarfélög, sem eiga aðild að sjúkrasjóði BHM, eru:
• Dýralæknafélag (slands (DÍ)
• Félag Islenskra fræða - kjaradeild (FÍF-K)
• Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH)
• Félag Islenskra náttúrufræðinga (FÍN)
• Meinatæknafélag íslands (MTÍ)
• Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringar-
fræðasviði (SHMN)
• Útgarður - félag háskólamanna (ÚTG)
Sjúkrasjóður BHM greiðir m.a. dagpeninga vegna
sannanlegs tímabundins tekjutaps sjóðfélaga vegna veik-
inda og slysa. Greiddur er útfararstyrkur og tímabundið
framfærslutap vegna andláts sjóðfélaga. Þetta á þó aðeins
við ef atvinnurekandi eða tryggingarfélag greiða ekki bætur
af sama tilefni. Sjúkrasjóður BHM getur greitt sjúkradag-
peninga vegna veikinda á meðgöngu sjóðfélaga og vegna
vímuefnameðferðar.
Lögbundnar greiðslur einkafyrirtækja I sjúkrasjóð BHM
eru samkvæmt ofangreindu 1% af heildarlaunum en
greiðslur I styrktarsjóð BHM eru 0,3% af heildarlaunum og
er mismunur á þessum greiðslum skýrður með því að
veikindaréttur starfsmanna ofangreindra aðila, sem standa
að greiðslum í styrktarsjóðinn, er mun sterkari en réttur
starfsmanna á almenna markaðinum.
Það hefur skort á að launagreiðendur hjúkrunarfræð-
inga á almenna markaðinum greiði sjúkrasjóðsiðgjaldið til
sjúkrasjóðs BHM. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem óska eftir
því að félagið hafi samband við vinnuveitendur þeirra
vegna innheimtu þessa iðgjalds, eru beðnir um að hafa
samband við Ingunni Sigurgeirsdóttur, fjármálastjóra
félagsins, í síma 540 6403.
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 77. árg. 2001
273