Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 11
næturnar, sofnar seint og getur þar af leiðandi ekki vaknað í skóla á morgnana. Einbeitingarskortur sést oft á lækk- andi einkunnum og verri frammistöðu í skóla. Einnig má nefna að algengt er að heyra unglinga iýsa depurð sinni sem leiðindum (Blackman, 1995; Finnigan, 1986). Af þessari umfjöllun má ráða að ómeðhöndlað þunglyndi hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líf og þroska unglinga. Rannsóknaniðurstöður sýna að þunglyndi eykur líkur á sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshegðun, ýtir undir neikvætt sjálfsmat og veldur erfiðleikum í samskiptum og félagslegum tengslum unglingsins. Þá eykur þunglyndi líkur á verri frammistöðu í námi en það hefur áhrif á starfsval og framtíðarákvarðanir. Einnig má nefna hættu á ýmiss konar áhættuhegðun, s.s. áfengismisnotkun, fíkniefnaneyslu og reykingum (Birmaher o.fl., 2000; Castiglia, 2000; Gournay og Bowers, 2000; Hammen o.fl., 1999; Harrington o.fl., 1998; Lewinsohn og Clarke, 1999; Pullen o.fl., 2000). MEÐFERÐ Meðferð við þunglyndi hjá unglingum felst í ýmsum með- ferðarformum en fjölþætt meðferð virðist gefa besta raun (Brage o.fl., 1995; Castiglia, 2000; Lamarine, 1995; Lewinsohn og Clarke, 1999). Lyfjameðferð við þunglyndi hjá unglingum er umdeild en ýmsar rannsóknir gefa til kynna að þunglyndislyf hafi ekki eins góða verkun hjá unglingum eins og hjá fullorðnum (Hammen o.fl., 1999; McConville, Chaney, Browne, Friedman, Cottingham og Nelson, 1998; Myers og Troutman, 1993; Ryan, 1992). Orsakir þess eru í raun óljósar en tilgátur eru uppi um að vegna þess að þroski heila og hugarstarfs hjá unglingum er minni en hjá fullorðnum valdi það því að önnur svörun verði við þunglyndislyfjagjöf (Ryan, 1992). Lyf eins og sér- tækir serótónínhamlarar (SSRI) hafa þó gert gagn við meðhöndlun þunglyndis en þríhringlaga geðdeyfðarlyf (TCA) hafa ekki komið að haldi við meðhöndlun þung- lyndis hjá unglingum (Birmaher o.fl., 1996; Hazell o.fl., 1995; McConville o.fl., 1998). Lyf geta þó komið í góðar þarfir, til dæmis þegar þörf er á að meðhöndla hugsanlega fylgikvilla þunglyndis (Arngold og Costello, 1993). Önnur meðferðarform við þunglyndi unglinga beinast að einkennum en einnig umhverfi unglingsins. Nauðsyn- legt er að vinna með fjölskyldunni allri. í foreldravinnu er reynt að aðstoða foreldrana við að styðja og hvetja börn sín auk þess að hjálpa þeim við að bæta sjálfsmynd og sjálfstraust barna sinna. Miklu skiptir að hjúkrunarfræð- ingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn séu í jákvæðu sam- starfi við foreldra og gæti þess að foreldrarnir sjálfir fái nauðsynlegan stuðning til að takast á við vandann. Fjöl- skyldumeðferð hefur það að markmiði að minnka streitu og átök innan fjölskyldunnar, ef um slíkt er að ræða, og að stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldunnar (Castiglia, 2000; Hammen o.fl., 1999; Sheeber o.fl., 1997). Annars konar aðstoð, s.s. hjálp félags- og fjármála- ráðgjafa, hefur einnig reynst áhrifaríkt úrræði til að bæta starfshæfni fjölskyldna (Birmaher o.fl., 1996). Helstu meðferðarform, sem notuð eru í vinnu með unglingum, er einstaklings- eða hópmeðferð. Það með- ferðarform, sem gefið hefur besta raun varðandi þunglyndi, er CBT (Cognitive behavioural treatment) eða hugræn atferlismeðferð í íslenskri þýðingu (Birmaher o.fl., 2000; Harrington o.fl., 1998; Lamarine,1995; Lewinsohn og Clarke, 1999; Myers og Troutman, 1993). Þessi tegund meðferðar er áhrifaríkust ef henni er beitt samhliða þung- lyndislyfjagjöf og hentar best unglingum sem greinast með væga eða meðalþunga geðlægð (Birmaher, o.fl., 2000; Harrington, o.fl., 1998). Hugræna atferlismeðferð má nota í bæði einstaklings- og hópvinnu. Meðferðin beinist að því að leiðrétta neikvæðar, órökréttar hugsanir sem eru algengar hjá þunglyndum einstaklingum. Auk þess inni- heldur hugræn atferlismeðferð ýmiss konar nálganir er hafa að markmiði að breyta bæði hugsunum og hegðun hins þungynda. Eins og komið hefur fram einkennist þunglyndi unglinga af órökréttum hugsunum eða hugsanavillum, neikvæðu sjálfsmati og erfiðleikum í félagslegum sam- skiptum. Hugræn atferlismeðferð, eins og henni er beitt í vinnu með unglingum, inniheldur því ýmsa aðra þætti en fræðslu um einkenni þunglyndis. Þar má nefna félags- færniþjálfun, ákveðniþjálfun og hjálp við lausn vandamála (Harrington o.fl., 1998). Þessi meðferð telst því vænlegt meðferðarform en hefur þó sína vankanta. í Ijós hefur komið að þrátt fyrir að hugræn atferlismeðferð geri gagn, á meðan á meðferð stendur og stuttu eftir að meðferð lýkur, virðast þó áhrif meðferðarinnar vara stutt (Birmaher o.fl., 1996; Birmaher o.fl., 2000). Líklegt má telja að viðhalda þurfi meðferðinni, t.d. með því að hitta skjólstæðinga reglulega eftir að meðferð lýkur (Harrington o.fl., 1998). Ýmsum almennum aðferðum má beita við meðhöndlun þunglyndiseinkenna hjá unglingum. Sem dæmi má nefna að ýmis úrræði, sem hafa verið reynd í skólum, hafa jákvæð áhrif á líðan unglinga og draga úr þunglyndis- einkennum. Þetta eru aðferðir eins og þjálfun í félagslegri færni, aðferðir til að bæta sjálfsmat og sjálfstraust auk námsefnis sem hjálpar unglingum að taka skynsamlegar ákvarðanir (Lamarine, 1995). Umræða í skólum um styrk- leika og hrós, nauðsyn þess að setja sér raunhæf mark- mið og að draga úr álagi hefur einnig sýnt árangur í lækkandi tíðni þunglyndiseinkenna (Brage o.fl., 1995). Ekki má gleyma nauðsyn þess að fræða foreldra, kenn- ara og aðra sem eru í samskiptum við unglinginn. Fræðslan ætti að innihalda upplýsingar um þunglyndi, áhrif þess á líf og þroska og hvernig best er að bregðast við hegðun unglingsins (Birmaher o.fl.,1996; Cicchetti og Toth, 1998). ÚRRÆÐI OG FORVARNIR Aukin geðheilbrigðisþjónusta á heilsugæslustöðvum er eitt nauðsynlegasta skrefið til að fyrirbyggja þunglyndi hjá 235 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.