Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 9
Fræðslugrein: Linda Kristmundsdóttir hjúkrunarfræðingur á barna- og unglingageðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss i ‘IAk.^ÍÍK.^AY' fpUHAÍýHÁÍ Hin síðari ár hefur verið gefinn meiri gaumur að geðheil- brigði bama og unglinga en áður var. Rannsóknum á frávikum í þroska og líðan ungmenna hefur fleygt fram og þeim fjölgað. Þunglyndi er sjúkdómur sem áður fyrr var helst tengdur við fullorðna einstaklinga og lítil áhersla var lögð á að rannsaka tíðni hans og birtingarform hjá börnum og unglingum. Við það bættist sú goðsögn að depurð væri óhjákvæmilegur fylgifiskur tilfinningasveiflna unglings- áranna (Offer og Schonert-Reichl, 1992). Þunglyndi á unglingsárum telst nú alvarlegt heilbrigðis- vandamál og veldur mikium þjáningum einstaklinga og fjöl- skyidna þeirra. Tíðni þunglyndis og sjálfsvíga hjá ungling- um eykst hratt í hinum vestræna heimi þó orsakir þess séu óljósar (Castiglia, 2000; Hammen, Rudolph, Weisz, Rao og Burge, 1999; Olsson og Von Knorring, 1999; Myers og Troutman, 1993). Staðfest hefur verið að þung- lyndi á unglingsárum er fyrirboði um þunglyndi á fullorðins- árum (Harrington, Wood og Verduyn, 1998; Lewinsohn, Rhode, Klein og Seeley, 1999; Rine, Cohen, Gurley, Brook og Yuju, 1998; Pullen, Modrcin-McCarthy og Graf, 2000; Ryan, 1992). Það er nauðsynlegt fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn að þekkja einkenni þunglyndis hjá unglingum. Með aukinni þekkingu er hægt að greina og meðhöndla sjúkdóminn á forstigum og varna þannig frekari skaða. Tilgangur þessara greinaskrifa er því að auka þekk- ingu hjúkrunarfræðinga og annarra á þunglyndi hjá ungling- um og að upplýsa þá um hvaða leiðir teljast vænlegar til að fyrirbyggja þróun þunglyndis hjá þessum aldurshópi. ORSAKIR OG ÁHÆTTUHÓPAR Enginn einn þáttur er talinn valda þunglyndi hjá unglingum (Birmaher o.fl., 1996; Cicchetti og Toth, 1998). Margar tilgátur hafa verið settar fram um þróun sjúkdómsins en tengsl orsakaþátta eru flókin og fáar rannsóknir hafa verið gerðar með það að leiðarljósi að skoða sérstaklega samspil þessara þátta (Brage, Campell-Grossman og Dunkel, 1995). Þó er Ijóst að unglingar, sem greinast með þung- lyndi, eru mun líklegri en samanburðarhópar til að eiga foreldra sem einnig eru með þunglyndi (Birmaher o.fl., 1996; Cicchetti og Toth, 1998; Lamarine, 1995; Ryan, 1992). Varðandi þessi tengsl er þó enn margt á huldu. Óljóst er hvort um hreinan erfðafræðilegan orsakaþátt er að ræða eða hvort einkenni þunglyndis berast frá einni kynslóð til annarrar á annan hátt en með erfðum, þ.e. sem félagslegur arfur. Enn fremur gætu þessir tveir þættir verið samverkandi (Brage o.fl.,1995). Sambandið á milli geðheilsu foreldris annars vegar og barns hins vegar er þekkt og eru tengsl geðheilsu móður og barns þar sterkust (Lamarine, 1995; Ólafur Ó. Guðmundsson, 2000). Staðfest hefur verið að þunglyndir unglingar eru líklegri en aðrir unglingar til að eiga móður með þunglyndissjúkdóm (Hammen o.fl., 1999; Cicchetti og Toth, 1998; Lewinsohn o.fl., 1999). Þá eru tengsl þunglyndis hjá unglingum og erfiðleika í fjölskyldulífi þekkt. Unglingar, sem tilheyra fjölskyldum þar sem mikil streita og ágreiningur er til staðar, eru í meiri áhættu með að þróa með sér þunglyndi en aðrir unglingar (Birmaher o.fl.,1996; Hammen o.fl.,1999; Myers og Trout- man, 1993; Sheeber, Hops, Alpert, Davis og Andrews, 1997). Fleiri þætti má nefna í þessu sambandi, til dæmis tengsl og boðskipti unglings við foreldra auk félags- og fjárhagslegrar stöðu fjölskyldu (Birmaher o.fl., 2000; Brage o.fl., 1995; Puskar, Tusaie-Mumford, Sereika og Lamb, 1999). Aðrir þættir eiga einnig stóran þátt í þróun þung- lyndis á unglingsárum. Neikvætt sjálfsmat, slök líkams- ímynd, áföll og einmanaleiki eru þættir sem hafa mikil áhrif á líðan unglinga og hafa í för með sér aukna hættu á þunglyndi (Castiglia, 2000; Lamarine, 1995; Myers og Troutman, 1993). Athygli vekur að tengsl einmanaleika og þunglyndis mælast afar sterk (Hammen o.fl.,1999). Leiða má líkur að því að ónóg félagsleg þátttaka sé áhættu- þáttur fyrir þróun þunglyndis. Einnig má geta sér til að ein- elti og þar af leiðandi erfiðleikar í félagslegum samskiptum auki líkur á þunglyndi (Brage o.fl.,1995). Þessu til stuðnings má nefna rannsókn Kennedys, Spence og Hensleys (1989) en þeir sýndu fram á að ef félagslegri færni barna er ábótavant, er meiri hætta á þunglyndi á barns- og unglingsárum. Niðurstöður þeirrar rannsóknar geta þó ekki með óyggjandi hætti staðfest hvort félagslegir erfiðleikar ieiði til þunglyndis eða öfugt. Aðrar þroska- eða geðraskanir barna virðast einnig vera meðverkandi þáttur í þróun sjúkdómsins. Kvíði, streita, Linda Kristmundsdóttir lauk MS- prófi í geðhjúkrun frá University of Wisconsin - Madison árið 1998. Hún starfar á barna- og unglinga- geðdeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss og er stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.