Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Page 59
LANDSPITALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Hjúkrunarfræðingar dagvinna Lausar eru nú þegar stöður hjúkrunarfræðinga á skurðdeildum LSH. Vinna á skurðstofunum býður upp á síbreytileg og áhugaverð viðfangsefni. Unnið er virka daga frá kl. 7:30-15:30, en einnig eru bundnar vaktir og gæsluvaktir. Hjúkrunarfræðingur veitir heildræna einstaklingshæfða hjúkrun, aðstoðar við skurðaðgerðir og viðheldur sérhæfingu sinni á sviði hátæknihjúkrunar. Boðið er upp á 6 mánaða skipulagða aðlögun. Upplýsingar veita Steinunn Hermannsdóttir deildarstjóri í sima 525 1311, netfang steinher@landspitali.is og Herdís Alfreðsdóttir deildarstjóri í síma 560 1869, netfang herdisal@landspitali. is Hjúkrunarfræðingar Vegna barnseigna og aukinna umsvifa óskum við eftir hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu og vöknun Hringbraut. Arsreynsla í hjúkrun æskileg. A gjörgæslu eru unnar tví- eða þrískiptar vaktir, átta tíma vaktir þriðju hverja helgi. Viðurkennd aðlögun í boði. Gjörgæsludeild Hringbraut er 10 rúma deild fyrir börn og fullorðna. Skipulagsform hjúkrunar er einstaklingshæfð. Vöknun er 12 rúma deild og þar er tekið á móti um 3000 sjúklingum á ári bæði börnum og fullorðnum. Deildin er opin allan sólarhringinn en lokuð um helgar. Hjúkrun á gjörgæsludeild er erfið og krefjandi og til að auðvelda aðlögun nýrra hjúkrunarfræðinga bjóðum við upp á einstaklingsbundna aðlögunartíma með reyndum hjúkrunarfræðingum auk fræðslu í formi fyrirlestra og umræðutíma. Upplýsingar veita Helga Kristín Einarsdóttir sviðsstjóri í síma 824 5273, netfang helgakei@landspitali.is og Marianne Hólm deildarstjóri ísíma 560 1374, netfang marianne@landspitali. is Þekking í allra þágu Hjá íslenskri erfðagreiningu er þekkingu á erfðafræði flókinna sjúkdóma breytt í afurðir og þjónustu fyrir heilbrigðisgeirann. Meðal viðfangsefna er meingenaleit, lyfjafræðirannsóknir, þróun á DNA- greiningarprófum, smíði lífupplýsingakerfis og hönnun hugbúnaðar fyrir heilsugæslu. ÍSLENSK ERFÐAG REIN ING

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.