Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 10
hegðunarraskanir, sértækir námserfiðleikar og áfallastreita í
kjölfar ofbeldis eru þættir sem hafa mikil áhrif á líðan
unglinga og þar með á hættuna á þróun þunglyndis
(Hammen o.fl., 1999; Olsson og Von Knorring,1999; Mazza
og Reynolds,1999; Pine o.fl., 1998; Puskar o.fl.,1999).
GREINING OG TÍÐNI
Þunglyndi hjá unglingum er yfirleitt flokkað sem alvarleg
geðlægð (major depressive disorder) eða óyndi (dysthymic
disorder). Til að uppfylla greiningarviðmið fyrir alvarlega
geðlægð þarf viðkomandi unglingur að hafa sýnt einkenni í
að minnsta kosti 2 vikur (APA-American Psychiatric
Association, DSM-IV - The Diagnostic and Statistical
Manual of Mental Disorders, 1994; WHO - World Health
Organization, ICD-10 - International Statistical Classification
of Diseases and Related Health Problems, 1996). Óyndi er
vægara form þunglyndis og er skilgreint sem lækkað
geðslag í að minnsta kosti 1 ár (APA, DSM-IV, 1994). Ýmsar
rannsóknir benda til þess að þeir unglingar, sem uppfylla
greiningarviðmið fyrir óyndi, greinist síðar með alvarlega
geðlægð. Þegar slíkt ástand skapast uppfyllir viðkomandi
einstaklingur greiningarviðmið fyrir bæði óyndi og alvarlega
geðlægð og er það kallað tvöföld geðlægð (double
depression) (Myers og Troutman, 1993). Þegar greining er
gerð er oftast farið eftir viðmiðum DSM-IV (APA.1994) eða
ICD-10 (WHO, 1996) greiningarkerfanna. Auk þess er
nauðsynlegt að meta heilsufarssögu unglingsins sjálfs og
foreldra hans (Olsson og Von Knorring, 1999). Þunglyndi
má einnig meta með hinum ýmsu matskvörðum sem hafa
verið útbúnir til að mæla sértæk þunglyndiseinkenni barna
og unglinga. Slíkir listar hafa verið staðlaðir á íslensku úrtaki
og eru leyfðir til notkunar I rannsóknum. Því miður er notkun
listanna ekki leyfð í klínískri vinnu.
Algengi óyndis og þunglyndis í Bandaríkjunum er talin á
bilinu 2-9% af öllum unglingum og mælist í svipaðri tlðni og
hjá fullorðnum (Hazell, OOonnell, Heathcote, Robertson og
Henry, 1995; Lewinsohn o.fl., 1999; Puskaro.fi., 1999). Ein
rannsókn hefur sýnt svipaðar tíðnitölur óyndis og þunglyndis
meðal unglinga hér á landi og í Bandaríkjunum (Arnarson,
Smári, Einarsdóttir og Jónasdóttir, 1994). Tíðni
skammdegisþunglyndis hjá fullorðnum virðist hins vegar lág
hér á landi og ætla má að sama gildi um unglinga á
grundvelli ofangreindra upplýsinga. Orsakir þessa eru
óljósar en tengjast ef til vill erfðum og aðlögun (slendinga
(Magnússon, Axelsson, Karlsson og Óskarsson, 2000).
Tíðni þunglyndis vex hratt með hækkandi aldri unglinga,
sérstaklega á milli 11 og 15 ára aldurs (Brage o.fl., 1995;
Lamarine, 1995; Pine, Cohen, Cohen og Brook, 1999;
Pullen o.fl., 2000; Ryan, 1992). Á aldrinum 11-13 ára er lítill
kynjamunur hvað varðar tíðni þunglyndis. Á unglingsárun-
um fer það hins vegar að breytast og helmingi fleiri stúlkur
en piltar greinast þunglyndar. Þessi kynjamunur helst fram
á fullorðinsár en konur eru helmingi líklegri en karlar til að
234
greinast með þunglyndi (Castiglia, 2000; Cicchetti og Toth,
1998; Lamarine, 1995; Lewinsohn o.fl., 1999; Myers og
Troutman, 1993; Puskar o.fl., 1999; Sheeber o.fl., 1997).
Ýmsar skýringar hafa verið settar fram varðandi þennan
kynjamun: erfðir, tengsl við algengi kvíða hjá stúlkum og
ýmsir aðrir þættir s.s. sjálfstraust, sjálfsmat og líkamsímynd
stúlkna (Birmaher o.fl., 1996; O'Hannessian, Lerner, Lerner
og VonEye, 1999) Ljóst er að sjálfsmynd unglingsstúlkna er
slakari en pilta á sama aldri þó að sú útskýring ein og sér
skýri ekki kynjamun varðandi þunglyndi á unglingsárum
(O'Hannessian o.fl., 1999).
Margar rannsóknaniðurstöður styðja það að þunglyndi
hjá unglingum sé að aukast og færist neðar í aldursflokk-
ana (Birmaher o.fl., 1996; Castiglia, 2000; Myers og Trout-
man, 1993; Ryan, 1992). Vaxandi þekking heilbrigðis-
starfsmanna í Bandaríkjunum á þunglyndiseinkennum
endurspeglast meðal annars í 80% aukningu á þung-
lyndislyfjagjöf hjá börnum og unglingum á tímabilinu 1994-
1996. Aukin tíðni þunglyndis er þó ekki talin skýrast ein-
vörðungu af betri greiningu sjúkdómsins heldur, eins og
fram hefur komið, virðist þunglyndi verða æ algengara í
vestrænum samfélögum (Castiglia, 2000; Hammen
o.fl.,1999; Olsson og Von Knorring, 1999; Myers og
Troutman, 1993). Samfara aukinni þunglyndistíðni vextíðni
sjáifsvíga. Ýmis teikn eru á lofti um fjölgun sjálfsvíga meðal
unglinga en tölur sýna að sjálfsvíg í þessum aldursflokki
hafa aukist uggvænlega sl. 10-20 ár (Blackman, 1995;
Offerog Schonert-Reichl, 1992; Puskaro.fi., 1999).
EINKENNI OG AFLEIÐINGAR
Þunglyndi hjá unglingum einkennist af depurð, pirringi og
minnkandi áhuga á athöfnum sem unglingnum þótti áður
áhugaverðar. Oft er um að ræða truflanir á svefnmynstri,
viðkomandi á erfitt með að festa svefn, vaknar upp á næt-
urnar eða á erfitt með að vakna á morgnana. Truflanir á
matarlyst geta einnig komið fram, annaðhvort sem lystar-
leysi eða sem of mikil matarlyst. Almennt eirðarleysi er til
staðar og þreyta og/eða orkuleysi er áþerandi. Greina má
einbeitingartruflanir og framtaksleysi. Oft fylgja hugsanir
um að vera einskis virði, vera til trafala og oft er um að
ræða óhóflega sektarkennd. í alvarlegu þunglyndi er til
staðar vonleysi og hugsanir um dauða og sjálfsvíg (APA,
DSM-IV, 1994; Ryan, 1992).
Ofangreind einkenni eru í megindráttum svipuð og sjást
hjá fullorðnum en meta má þunglyndiseinkenni unglinga
með öðrum viðmiðunum. Stöðug depurð getur til dæmis
birst á þann hátt að unglingurinn klæðist ætíð dökkum
fatnaði og leggur litla áherslu á útlit sitt. Einnig er algengt
að þunglyndi þirtist með því að unglingurinn hlustar ein-
göngu á dapurlega tónlist með tilvitnunum í vonleysi og
dauða. Ljóðagerð með þunglyndislegu ívafi er einnig
algeng hjá döprum unglingum. Svefntruflanir geta birst á
þann hátt að unglingurinn vakir yfir sjónvarpi eða tölvu á
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001