Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 27
'trAwJáhArsíhvt 11A.1AA1A. heilsugæsluhjúkrunar Ráðstefnan Framtíðarsýn innan heilsugæsluhjúkrunar: Hvert ætlum við að stefna? var haldin dagana 13.-14. september sl. Mjög góð þátttaka var á ráðstefnunni og voru þátttakendur almennt ánægðir með erindi og aðbún- að allan. Fjöldi erinda var haldinn á ráðstefnunni og kom margt athyglisvert fram. Erindin verða gefin út á bók sem kemur væntanlega út í lok nóvember. Hér að neðan eru hins vegar tilvitnanir í ýmislegt sem fram kom á ráðstefnunni: „Frá 1. janúar 2001 hafa verið 578 samtöl I ráðgjöf í reykbindindi (grænn sími 800 630). Erlendar rannsóknir sýna að árangur meðferðar sem þessarar er á bilinu 12- 37% ári eftir fyrsta samtal. Helsti þröskuldur í vegi fyrir að aðstoða sjúklinga við að hætta að reykja að mati íslenskra lækna er skortur á sérhæfðum meðferðarúrræðum." Ráðgjöf í reykbindindi. Dagbjört Bjarnadóttir og Ásgeir R. Helgason. „Flutningur á hjúkrunarheimili felur í sér umskipti eða þáttaskil á lífsleiðinni þegar hinn aldraði sest að á þessum stað fyrir full og allt. Það kom fram að það hefði verið erfið reynsla fyrir aðstandendur að standa andspænis þessum þáttaskilum. Þessi umskipti reyndust auðveldari ef hægt var að réttlæta flutninginn í Ijósi þeirrar hjálpar sem hinn aldraði þurfti á að halda og naut við þessar kringumstæður. Aftur á móti reyndi það mjög á alla ef hinn aldraði áttaði sig ekki á aðstæðum og skildi ekki að fullu að hvaða marki hann þyrfti þeirrar hjálpar við sem veitt er á hjúkrunarheimilinu." Reynsla fjölskyldunnar af stofnanavistun aldraðs fjölskyldu- meðlims. Margrét Gústafsdóttir. „Kona kom í eftirlit til mín þegar hún var á þriðju með- göngu. Hún reykti. Þegar hún hafði verið barnshafandi áður hafði henni aldrei verið boðinn stuðningur við að hætta að reykja, hins vegar fann hún fyrir neikvæðum við- horfum í umhverfi sínu. Hún fylltist skömm og sjálfsfyrir- litningu sem leiddu til frekari reykinga svo mótsagnakennt sem það nú er.“ Sjálfsstyrking til reykleysis. Karitas ívarsdóttir. „Heilbrigðisáætlanir auðvelda okkur að taka „heil- brigðar" ákvarðanir." Building healthy public and private policies. The ultimate challenge for public health nurses. Ellen J. Hahn. Ellen Hahn flutti fyrirlestur á ráðstefnunni. „Allar áætlanir benda til þess að á komandi árum muni eiga sér stað tilfærsla á heilbrigðisþjónustunni frá stofn- unum til heimilanna. Samfara því mun ábyrgð á heilsu almennings færast frá hinu opinbera til fjölskyldunnar. Þessar breytingar munu hafa mikil áhrif á störf hjúkrunar- fræðinga í framtíðinni og þá sérstaklega í heilsugæslunni." Hjúkrað heima. Áhrif breyttrar stefnu á fjölskyldur. Kristín Björnsdóttir. „Lög um heilbrigðisþjónustu kveða á um jafnan rétt allra til heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir það benda niðurstöð- ur til þess að einstaklingar og hópar hafi misjafnan aðgang að læknisþjónustu á íslandi." Þættir tengdir aðgengi að læknisþjónustu á íslandi. Rúnar Vilhjálmsson, Edda Jörundsdóttir, Hrönn Sigurðardóttir og Þórunn Björg Jónsdóttir. „Miklir árekstrar vinnu og fjölskyldulífs draga úr vellíðan og auka á kvíða og þunglyndi. Sjálfstjórn í vinnu tengist aukinni vellíðan og minni sállífeðlislegri vanlíðan, kvíða og þunglyndi." Tengsl vinnuálags og sjálfsstjórnar í vinnu við vellíðan og van- líðan. Ingibjörg H. Elíasdóttir og Rúnar Vilhjálmsson. „Einstaklingar á aldrinum 75-80 ára höfðu lítinn áhuga á að fá fræðslu um næringu og mataræði, en hefðu gjarn- an viljað fá fræðslu fyrr. Þörf er á að bjóða upp á skipulagt mat á næringarástandi og ráðgjöf, til dæmis við starfslok." Næringarástand aldraðra í heimahúsum og tengdir þættir. Valgerður M. Matthíasdóttir, Guðrún Fjalidal, Guðrún Ólafsdóttir og Inga Þórsdóttir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.