Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 42
Hvað segir Asta Thoroddsen im WwkruKAVskrMnM á Akranesi? „Verkefniö, sem er í gangi á Sjúkrahúsinu á Akranesi, er afar athyglisvert og mikilvægt. Þarna hefur sameinast frumleiki og áræði og umtalsvert brautryðjendastarf unnið af Jóhönnu Fjólu. Samræmd hjúkrunarskráning er það sem stefnt er að á íslandi sem best sést á tilmælum landlæknisembættisins frá 1. apríl 2001 um lágmarks- skráningu vistunarupplýsinga. Nýmælin, sem þar birtast, tengjast einmitt hjúkrunarskráningu og notkun flokkunar- kerfa í hjúkrun. Allar heilbrigðisstofnanir á landinu eiga m.a. að skila af sér upplýsingum um hjúkrunarvandamál og hjúkrunarmeðferð sem sjúklingar hafa við útskrift og sem voru meðhöndluð meðan á þjónustu stofnunar stóð. Akranes er vel undir þetta búið sem og að takast á hendur rafræna skráningu þegar þar að kemur. Vinnan á Akranesi sýnir einnig mjög vel hvað framsýni og samtakamáttur getur leitt af sér. Staðlaðar hjúkrunaráætlanir hafa verið í gangi í fjölda ára á stofnunum. Þær hafa yfirleitt tengst tilteknum aðgerðum eða sjúkdómsástandi. Á Akranesi hefur hins vegar verið farin önnur leið og mun hjúkrunarmiðaðri. Valdar hafa verið algengustu hjúkrunargreiningar, sem fengist er við á deildunum, og viðeigandi hjúkrunarmeð- ferð. Velja þarf hjúkrunargreiningar við hæfi hvers sjúklings, og það gerir hjúkrunaráætlun hvers og eins einstaklings- hæfðari en ella. Ég hef ekki kynnt mér til hlítar hvort lím- miðarnir bjóða upp á að unnt sé að velja mismunandi hjúkrunarmeðferð við einni hjúkrunargreiningu. Slíkt þyrfti að vera fyrir hendi þar sem sama meðferð hentar ekki alltaf öllum. Regluleg endurskoðun þarf því sífellt að eiga sér stað og þess gætt að besta mögulega þekking, sem völ er á hverju sinni, sé ráðlögð. Rannsóknir í hjúkrunar- fræði eru sífellt að aukast og þar með ný þekking sem oft tekur tíma að tileinka sér. Jóhanna Fjóla hefur þegar sýnt fram á tímasparnað, betri skráningu og aukna samfellu í meðferð og stöðlun upp að ákveðnu marki og slíkt er iðulega af hinu góða. Sjúkrahúsið á Akranesi hefur skapað kjöraðstæður fyrir stúdenta til að kynnast því hvernig setja má fram hjúkrunar- áætlanir og nota flokkunarkerfi í hjúkrun til þess. Ég hef líka velt fyrir mér hvort þetta breytta vinnulag auki ekki einnig virðingu fyrir hjúkrunarfyrirmælum. Þessi nýja leið skapar mun betri skilyrði fyrir hjúkr- unarfræðinga til rannsókna m.a. á hjúkrunargreiningum og einkennum sjúklinga, hjúkrunarmeðferð og árangri hjúkr- unarmeðferðar. Rafræn skráning mun síðan auðvelda það verk enn betur þegar fram í sækir. Jóhann Fjóla nefnir að algengasta hjúkrunargreiningin, sem notuð er, sé grein- ingin verkur, og það er í samræmi við niðurstöður rann- sóknar sem ég hef einnig gert hér á landi. Það verður athyglisvert að fylgjast með þegar mat á árangri hjúkrunarmeðferðar verður tekið upp. Það er greinilega mikil vakning fyrir þessum þáttum í hjúkrun. Breyttar aðstæður kalla á breyttar aðferðir og mat á árangri er ein þeirra." Ásta Thoroddsen er lektor við hjúkrunarfræðideild H.í. Könnun - Könnun - Könnun Hjúkrunarfræðingar Munið eftir að taka þátt í könnun á viðhorfum hjúkrunarfræðinga og notkun á upplýsingatækni á http://www.fagupp.is. Þeir sem ekki vilja eða geta tekið þátt á netinu eru hvattir til að prenta út eintak og senda eða hafa samband við umsjónaaðila könnunarinnar og óska eftir pappírslista sem verður sendur um hæl. Með þakklæti fyrir þátttökuna. Gyða 570-2863 og Ingibjörg 570-1856 266 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.