Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 20
Fram kom að umbun fyrir starfið bæði frá skjólstæðingi og umhverfi skipti hjúkrunarfræðinginn miklu máli. Hjúkrunarfræðingum fannst þýðingarmesti þátturinn vera að geta lokið verkefnum og störfum. Er það í samræmi við þætti sem þeim fannst mest gremjuvaldandi, þ.e. ekki nægilegur tími til að Ijúka verkum sínum. Hér kom fram að hjúkrunarfræðingum fannst erfitt að geta ekki haldið sig innan fyrir fram ákveðins ramma vinnudagsins. Tímafrekustu hlutar starfsins voru bein hjúkrun og hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga. Gefur það til kynna að hjúkrunarfræðingar á bráðadeildum sinni fyrst og fremst grunnhjúkrun en ekki bara pappírsvinnu og fundarsetu eins og stundum er haldið fram. í þessum niðurstöðum kemur fram mikil hjúkrunar- þyngd á almennum legudeildum en um helmingur hjúkr- unarfræðinga þar sagði hjúkrun alvarlega veikra sjúklinga vera tímafrekasta hluta starfsins. Þrátt fyrir að atriði, sem benda til álags og undirmönn- unar, séu mjög þreytandi í starfi hjúkrunarfræðinga, þá var það „neikvætt viðhorf starfsfólks" sem þreytti þá mest. Það bendir til þess að hjúkrunarfræðingar sætti sig frekar við álagið ef „deildarmórallinn" er góður. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrun á Heilsustofnun NLFÍ er fjölbreytt og er áherslan lögð á heilbrigðiseflingu, forvarnir og endurhæfingu. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Við leitunr að hjúkrunarfræðingi sem hefur þekkingu og skilning á heildrænni hjúkrun. Bæjarfélagið Hveragerði er lifandi og blómlegur bær, örstutt frá höfuðborginni þar sem gott er að ala upp börn. Þar er hægt að njóta kosta þess að búa í litlu samfélagi en jafnframt hafa möguleika á tíðum samskiptum við höfuðborgarsvæðið. Aðeins er um 30 mínútna akstur til Reykjavíkur. Lítið á heimasíðuna: www.hnlfi.is Upplýsingar veitir Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri í símum 483 0300 eða 896 8815. Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði Takmarkanir í þessari rannsókn var lítil svörun eða 41 % og því ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum en rannsóknin gefur þó vissar vísbendingar. Sumrin eru oft erfið í starfsumhverfi sjúkrahúsa vegna aukins álags út af sumarleyfum og því má reikna með minni svörun af þeim völdum. Sumarleyfi hjúkrunarfræðinga hafa líka truflandi áhrif á svörun spurningalista þó að reynt hafi verið að draga úr þeirri skekkju með því að senda listana á heimilisfang viðkomandi. Eins og fyrr hefur komið fram er þessi grein hluti af stærri rannsókn og því þurfti að leggja tvo langa spurningalista fyrir. Ókosturinn við það er að langir spurningalistar draga oft úr áhuga fólks á að svara. Tillögur að frekari rannsóknum Sjötíu prósent hjúkrunarfræðinga sögðu „neikvætt viðhorf starfsfólks" vera mjög þreytandi hluta starfsins. Það má gefa sér að þetta neikvæða viðhorf hafi áhrif á starfs- andann á deildinni. Því væri þarft að velta fyrir sér í fram- haldsrannsókn af hvaða toga þessi neikvæðu viðhorf væru og hvaðan þau væru upprunnin. Annað efni, sem vert væri að kanna, er hvers vegna hjúkrunarfræðingar þola illa óöryggi, þ.e. þegar starfsramminn fer úr skorðum. Reikna má með því að óvissa og örar breyt- ingar í starfsumhverfi hjúkmnarfræðinga verði áfram áberandi. Því má spyrja sig að því hvort verðandi hjúkrunarfræðingar séu búnir undir það í uppvexti sínum og námi. í seinni grein minni, sem bíður birtingar, verður komið inn á þennan þátt. Styrkur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Landspítalinn veittu styrki til vinnslu rannsóknarinnar. Þakkir Mig langar til að byrja á að þakka Lovísu Baldursdóttur, klín- ískum sérfræðingi í hjúkrun, sérstaklega fyrir ómælda hjálp, stuðning og þolinmæði við vinnu að rannsókn þessari. Sigrún Barkardóttir, hjúkmnarfræðingur, fær mfnar bestu þakkir fyrir yfirlestur, Ingibjörg Ingadóttir, íslenskufræðingur og fuiltrúi við hjúkrunarfræðideild, fyrir aðstoð við þýðingu, Lísa K. Yoder, lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi, fyrir yfiriestur þýðing- ar, sem og aðrir sem komu að þessari vinnu. Síðast en ekki síst fær eiginmaður minn innilegar þakkir fyrir alla aðstoðina. HEIMILDIR Hentemann, A. M., Simms, L. M., Erbin-Roesemann, M. A., og Greene, C. L. (1992). Work excitement: An energy source for critical care nurses. Nursing Management, 23(4): 96E-96F, 96J, 96L, 96N, 96R Landrom, S. (1992). Work excitement on a general care nursing unit. Meistaraprófsverkefni í hjúkrunarstjórnun. University of Michigan School of Nursing. Lickman, P., Simms, L., og Greene, C. (1993). Learning environment: The catalyst for work excitement. The Journal of Continuing Education in Nursing. 24(5):211-6. Simms, L. M., Erbin-Roesemann, M., Darga, A., og Coeling, H. (1990). Breaking the burnout barrier: Resurrecting work excitement in nursing. Nursing Economics, 8(3), 177-187. 244 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.