Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Side 51
^fuíl-trúÁ^í^j \CJÍ Fulltrúaþing Alþjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga, ICN, var haldið í Kaupmannahöfn 9.-11. júní sl. ICN var stofnað árið 1899 og er elstu alþjóðasamtök fagstétta innan heilbrigðis- geirans og jafnframt elsta alþjóðastéttafélag kvenna. íslenskir hjúkrunarfræðingar urðu aðilar að ICN þegar Félag íslenskra hjúkrunarkvenna gekk í samtökin árið 1933 og var það 22. aðildarfélag ICN. Aðildarfélögin eru nú yfir 120 talsins. Fulltrúaþing samtakanna er haldið annað hvert ár og fer það með æðstu stjórn samtakanna. Fjórða hvert ár er haldin ráðstefna í tengslum við þingið. Nú eru þó einungis tvö ár frá síðustu ráðstefnu en árið 1999 var vegleg ráðstefna haldin í tengslum við 100 ára afmæli ICN. Tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi hafa haft rétt til setu á fulltrúaþingi samtakanna og einungis annar þeirra með atkvæðisrétt. Fulltrúar 94 aðildarríkja sóttu þingið í ár. Fulltrúar íslands á þinginu í ár voru Fierdís Sveinsdóttir, formaður, og Hildur Helgadóttir, 2. varaformaður. Ásta Möller sat einnig fulltrúaþingið en hún situr í stjórn ICN. Fulltrúaþingið stóð í þrjá daga. Dagskráin fram að hádegi fyrsta daginn var lokuð öðrum en fulltrúunum sjálfum. Þá var til umræðu framtíðarstefna félagsins. Aðrir dagskrárliðir voru opnir og fylgdist fjöldi hjúkrunarfræðinga og gesta með því sem fram fór. Tekin voru fyrir almenn aðalfundamál, skýrsla forseta og framkvæmdastjóra, reikningar lagðir fram og samþykktir og ákvörðun tekin um félagsgjöld. Lagabreytingar og ályktanir voru einnig á sínum stað. Ný stjórn var kosin. Kirsten Stallknecht lét af formennsku og nýr formaður var valinn: Christine Flancock frá Bretlandi. Fyrsti varaformaður er Eleanor Ross frá Kanada, annar varaformaður Ásta Möller frá íslandi og þriðji varamaður Yu-Mei Chao frá Taiwan. Aðrir fulltrúar í stjórn eru Edith Allwood Anderson frá Jamaica, Rosemary Bryant frá Ástralíu, George Cordero frá Filipps- eyjum, Gladys Corral Neira frá Chile, Dulce Dirclair Huf Bais frá Brasilíu, Shelagh Murphy frá Bretlandi, Philda Nzimande frá Suður-Afríku, Veronika Pretnar Kunstek frá Slóveníu, Maria Isabel Soares frá Portúgal, Angeliki Tapakoude frá Kýpur og Franz Wagner frá Þýskalandi. Mesta hitamál þingsins í ár var hið sama og á fulltrúa- þingum 1997 og 1999, þ.e. hverjir eigi rétt á að gerast aðildarfélagar að ICN. Lög ICN kveða á um að einungis eitt félag frá hverju landi geti verið aðildarfélag. Félagið, sem er fulltrúi lands síns, á að hafa innan sinna vébanda flesta hjúkrunarfræðinga í landinu þó í samræmi við aðrar reglur ICN. Þær kveða m.a. á um að félagið verði að vera fagfélag hjúkrunarfræðinga en ekki einungis kjarafélag þeirra. En tilgangur ICN er að vera fulltrúi hjúkrunarfræðinga um alian heim og vera alþjóðarödd hjúkrunarfræðinga. Á fulltrúaþinginu, sem haldið var í Vancouver 1997, urðu mikil átök en þá var aðildarfélagi frá Brasilíu, sem verið hafði fulltrúi land síns frá því árið 1927, skipt út fyrir annað brasiliskt Stjórn ICN. hjúkrunarfélag. Greinilegt var að fulltrúar á þinginu árið 1999 höfðu ekki náð að jafna sig eftir þau tilfinningaátök sem urðu árið 1997. Á þinginu 1999 lá aftur fyrir að taka ákvörðun um að skipta einu félagi út fyrir annað í sama landi. Sú ákvörðun var þó ekki tekin þá því áður en það mál var lagt fyrir var tekin til umræðu tillaga stjórnar um að rýmka heimildir um fjölda hjúkrunarfélaga frá hverju landi sem gætu orðið aðildarfélög ICN. Á þinginu í sumar var tillaga stjórnar um fyrirkomulag aðildar hjúkrunarfélaga að ICN lögð fram. Greinilegt var að skiptar skoðanir eru enn á því hvernig aðild skuli háttað en niðurstaða þingsins var að rýmkað var verulega aðgengi að ICN. Enn er haldið í þá grundvallarafstöðu að hvert land hafi einungis eitt atkvæði í innri málefnum ICN. Það er hins vegar lagt í hendur einstakra aðildarfélaga hvort það myndi samtök hjúkrunarfélaga í sínu landi sem gerist aðilar að ICN. Nokkur aðildarlíkön voru samþykkt og er bent á heimsíðu ICN, www.icn.ch, varðandi frekari kynningu á þeim. Á fulltrúaþinginu voru fjórir vinnuhópar þar sem fjallað var um mikilvæg málefni sem tengjast hjúkrun á alþjóðavettvangi og samtökunum sjálfum. Fjallað var um eftirtalin efni: • Mannauður. Framboð og eftirspurn eftir hjúkrunarfræð- ingum á alþjóðamarkaðinum. Framsögu í þessum vinnu- hóp hafði Per Godtland Kristensen, alþjóðaritari norska hjúkrunarfélagsins. • Að hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum. Framsögu í þessum hóþi hafði Ásta Möller, stjórnarmaður ICN. • Ný hlutverk innan hjúkrunar. Framsögu hafði Eleanor Ross frá kanadíska hjúkrunarfélaginu, meðlimur í stjórn ICN. • Hvaða leiðir eru færar til að styrkja ICN og einstök aðildarfélög ICN. Framsögu hafi Iris Wilson, formaður hjúkrunarfélags Jamaica og stjórnarmaður ICN. Miklar umræður urðu í öllum þessum hópum. Framsögur voru fjölritaðar og afhentar þingfulltrúum með fundargögnum. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast þau gögn á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt niðurstöðum umræðnanna þegar þær hafa verið sendar aðildarfélögum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 275

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.