Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 38
Réttindi úr starfsmenntunarsjóði: Atvinnurekandi greiðir 0,22% af dagvinnulaum í starfsmenntunarsjóð. Nei. Greiðsiur úr vísindasjóði: Atvinnurekandi greiðir 1,5% af föstum dagvinnulaunum í vísindasjóð. Nei. Tryggingagjald: Atvinnurekandi greiðir 5,23% af launum í tryggingargjald. Verktaki þarf sjálfur að standa skil á 5,23% tryggingagjaldi. Ábyrgð á skilum staðgreiðslu skatta og launatengdum gjöldum: Atvinnurekandi stendur skil á framlögum í lífeyris- sjóði, sköttum og öðrum launatengdum gjöldum. Verktaki þarf sjálfur að standa skil á greiðslum í lífeyrissjóð, staðgreiðslu skatta og öðrum launatengdum gjöldum. Greiðsluskylda virðisaukaskatts af vinnu: Nei. Já, heilbrigisþjónusta er þó undanþegin virðisaukaskatti. Réttur til margvíslegrar þjónustu og ráðgjafar af hálfu stéttarfélagsins: Hjúkrunarfræðingar greiða félagsgjöld til félagsins og njóta þess í stað ýmiss konar réttinda, lág- marksákvæða í kjarasamningi auk margvíslegrar þjónustu og ráðgjafar er varða bæði fagleg og stéttarfélagsleg mál. Nei, verktakar eru í raun sjálfstæðir atvinnurekendur og greiða ekki í stéttarfélag. Undantekning frá þessu eru hjúkrunarfræðingar sem starfa skv. samingi félagsins við Tryggingastofnun ríkisins. Sjúklingatrygging skv. reglugerð nr. 763/2000 Nei. Hjúkrunarfræðingar sem veita heilbrigðisþjónustu og eru sjálfstætt starfandi er skylt að hafa í gildi vátryggingu (sjúklingatryggingu) hjá vátryggingafyrirtæki sem hefur starfsleyfi hér á landi. Við skoðun þessarar töflu má glöggt sjá að mikill munur er á réttindum verktaka og launþega hjá ríkinu. Tímakaup verktaka tekur til að mynda ekki sjálfkrafa breytingum sem gerðar eru í kjarasamningum. Verktakar þurfa sjálfir að standa skil á öllum sínum greiðslum, svo sem launatengdum gjöldum til ríkisins og í lífeyrissjóði. Það getur því verið mikið hagræði fyrir atvinnurekendur að ráða starfsmann sem verktaka frekar en sem launamann. Ekki eru til neinir taxtar vegna vinnu hjúkrunarfræðinga sem verktakar. Þá er einnig erfitt að meta þá krónutölu sem bæta þyrfti við taxtalaunin sem jafngildir þeim réttindum sem talin eru upp í töflunni hér að ofan. Hins vegar má fyllyrða að þau réttindi jafngilda mörgum tugum prósenta ofan á laun samkvæmt kjarasamningi. Ekki er óalgengt að tímakaup útseldrar vinnu háskólamanna sé allt frá 3.000 kr. upp í ca. 9.000 kr. á klukkustund. Hjúkrunarfræðingar, sem starfa sem verktakar, þurfa að gæta að stöðu sinni og krefjast tímakaups sem samsvarar heildarkjörum að meðtöldum réttindum sem ekki eru lakari en gengur og gerist hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa hjá ríkinu. Kjör hjúkrunarfræðinga, sem starfa sem verktakar, mega þá ekki vera lakari en hjá öðrum háskólamönnum. Hvað er fram undan í kjaramálunum? Afkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og ríkisins hins vegar fór fram 16. ágúst sl. Hann var samþykktur með meirihluta atkvæða eða 77,9% á móti 21,2%. Hann var afturvirkur til 1. júní 2001 og ný launatafla tekur gildi frá og með þeirri dagsetningu. Kjarasamningurinn nær til hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Þá nær hann einnig til hjúkrunarfræðinga sem ekki eru starfandi hjá ríkinu en hafa í sínum ráðningarsamningi vísun til þess að laun þeirra taki breytingum sem verða í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og ríkisins. Laun þeirra hjúkrunarfræðinga, sem starfa þannig, eiga því að taka þeirri breytingu sem varð með nýjum kjarasamningi, þ.e. nýrri launatöflu frá 1. júní sl. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi sömdu 26. september síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla fór fram 3. október og var samningurinn samþykktur einróma. Sveitarfélög höfðu vísað fjórum umboðum til Launanefndar sveitarfélaga gagnvart Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félagið samdi við nefndina 27. september og er atkvæðagreiðslu ólokið þegar þetta er skrifað. Viðræður við sjálfseignarstofnanir hafa verið í gangi og vonast er eftir því að þeim viðræðum Ijúki með kjarasamningi hið fyrsta. Fréttir af gangi þeirra viðræðna munu birtast á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. 262 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.