Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 46
framleiðendur sáu sér leik á borði þar sem mun færri konur reyktu en kariar. Þeir notfærðu sér baráttu kvenna til sjálfstæðis og tókst með auglýsingaherferðum að gera sígarettuna að tákni frelsis og jafnréttis. Tóbaksframleiðendur hafa nú tekið „kvennaauglýsing- ar“ upp úr farteskinu á nýjan leik og beina sjónum sínum að konum í vanþróuðu ríkjunum þar sem frelsi kvenna er takmarkað og hlutfall kvenna sem reykja mjög lágt, eins og í Indónesíu og Malasíu þar sem aðeins um 4% kvenna reykja. í auglýsingunum er sígarettan sýnd sem lykill að frelsi og sjálfstæði. Tálbeita tóbaksframleiðenda er orðin fágaðri og allt er gert til þess að skapa jákvæða stemningu og ná til undir- vitundar fólks með tilvísun í ákveðna sígarettutegund. Leitast er við að skapa andrúmsloft sem tengist ýmsum tilfinningum, s.s. gleði, fullnægju, þroska, rómantík, ævin- týralegum lífsstíl, hreinleika og frelsi - allt eftir því hvaða hóps er verið að höfða til. Skaðsemi reykinga Rannsóknir sýna að konur þola reykingar síður en karl- menn. Konum er mun hættara við að fá lungnakrabbamein og virðist kvenhormónið östrógen hafa þessi áhrif. í löndum Evrópusambandsins hækkar tíðni lungnakrabbameins hraðar meðal kvenna en karla. Þegar eru ískyggileg teikn á lofti í nokkrum löndum þar sem lungnakrabbamein er orðið algengara hjá konum undir 45 ára en hjá körlum á sama aldri. í sumum ríkjum er svo komið að fleiri konur deyja úr lungnakrabbameini en brjóstakrabbameini sem fram að þessu hefur verið algengasta dánarorsök þeirra. Niður- stöður Hjartaverndar hafa leitt í Ijós að hætta á kransæða- stíflu eykst hlutfallslega meira hjá konum en körlum sem reykja. Æðastíflur í útlimum, heilablæðing, háþrýstingur og fleiri æðasjúkdómar eru mun algengari hjá reykingakonum en þeim sem ekki reykja. Auðkenni margra sem reykja er hrukkótt og skorpin húð. Ástæðuna er hægt að rekja að nokkru til áhrifa tóbaks á bandvef og æðar húðarinnar. Beinþynning eykst verulega við tóbaksneyslu og stuðla reykingar að því að tíðahvörf verða fyrr þannig að eggja- stokkarnir hætta að framleiða östrógen en það er nauð- synlegt til þess að kalkið bindist í beinum. Einnig hefur það sýnt sig að konur sem reykja finna frekar fyrir tíðaverkjum og óreglulegum blæðingum. Ófrjósemi hjá konum sem reykja er þrisvar sinnum algengari, hætta á fósturláti og utanlegsfóstri eykst umtalsvert og árangur tæknifrjóvgana er mun verri hjá konum sem reykja en þeim sem ekki reykja. Aldrei of seint að hætta En það er aldrei of seint að hætta að reykja. Daglegar reykingar íslenskra kvenna (18-69 ára) hafa minnkað úr 37% árið 1985 í 25% árið 2000. Reykingar meðal ungra kvenna eru í mörgum löndum orðnar algengari en hjá körlum. Allt frá því á áttunda áratug 20. aldar hefur dregið meira úr reykingum karla en kvenna. Mikilvægt er að starfsfólk í skólum og heilbrigðisstéttum leggist á eitt um að hjálpa stúlkum að tiieinka sér betri lífshætti með reykleysi. Konur vilja hætta að reykja af mismunandi ástæðum. Þar má nefna frelsi undan tóbaksánauðinni, heilsufars- ástæður, meðganga eða löngun til að bæta fjárhaginn. Samt sem áður finnst þeim oft erfiðara að hætta en körl- um, m.a. vegna þess að þær fá ekki nægilegan stuðning frá umhverfinu og vegna óttans við að fitna. Konur þurfa aðstoð við að takast á við fráhvarfsein- kenni þegar þær hætta að reykja og til að brjóta upp reykingamynstrið. Þær þurfa einhvern sem þær geta talað við þegar tekist er á við slíkar breytingar. Hjúkrunarfræðingar eru í lykilaðstöðu til að veita aðstoð með því að vera virkar í andstöðu gegn tóbaksneyslu og leiðbeina þeim sem vilja hætta að reykja. Heimildir: Látum ekki sitja við orðin tóm...hættum að reykja, Þorsteinn Blöndal, Reykjavík, 1993. Læknaneminn, Félag læknanema við Háskóla íslands, 49. árg. 1. tbl. 1996. Lung cancer risk greater for women, Health BBC News, 1. ágúst 2001, www.news.bbc.co.uk Þóra Magnea Magnúsdóttir, Konur og reykingar, 19. júní, ársrit Kvenréttindafélags íslands, 48. árg. 1999. Tóbak, heimildasafn um tóbak, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og íslands 1998. Women and the Tobacco Epidemic, Challenges for the 2T' Century, The World Health Organization (WHO), 2001. ‘mj^ kav€ T> uMvf, r&M -frij 4t> c^V'ViavCí. tu HWivvíe VirginiaSums Itsa womúll / thing. 6 ntj *u»: 01 mj mcoiiM i» p»f cÍQOfiit* by FTC uutliod. SURGEON GENERAL'S WARNING: Smoking Causes Lung Cancer, Heart Disease, Emphysema. And May Complicate Pregnancy. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.