Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 60
Bækur og bæklingar Offita - taktu hana alvarlega Hjartavernd hefur gefið út þriðja bæklinginn í ritröð bæklinga Hjartaverndar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Heistu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis eru samkvæmt hóprannsókn Hjartaverndar reykingar, of mikil blóðfita, kyrrseta, of mikill blóðsykur, of hár blóðþrýstingur, erfðir og offita. í bæklingnum er m. a. sagt frá niðurstöðum úr hóprannsókn Hjartaverndar á afleiðingum offitu, fylgikvillum hennar og þróun á líkamsþyngd íslendinga. Offita er skilgreind, rætt er um offitu hjá börnum, sagt frá lyfjameðferð og bent á raunhæfar leiðir til að losa sig við aukakílóin. Skilaboð Hjartaverndar eru þau að fólk fylgist með eigin þyngd og haldi sig sem næst kjörþyngd. Eina ráðið við offitu er að létta sig. Leiðir að því marki eru margar og oft og tíðum torsóttar. Nýútkomnar bækur frá Aiþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO Envlfonmontai Haalth Crltarla 223 Neurotoxicity Risk Assessment tor Humar Heaith: Prtndples and Approaches KM4C IMPROVING ACCESS TO QUALITY CARE IN FAMILY PLANNING MLDICAL ELIGIDILITY CRITLRIA FOR CONTRACEPTIVE UiF Neurotoxicity Risk Assessment for Human Health: Principles and Approaches í bókinni er samantekt á þeirri vísindaþekkingu sem byggt er á þegar metin er hætta á taugaskemmdum. Improving Access to Quality Care in Family Planning. Medical Elegibility Criteria for Contraceptive Use. Second Edition. Þó miklar framfarir hafi orðið á undanförnum árum varðandi getnaðarvarnir eru þær aðferðir þó ekki aðgengilegar um 350 milljónum para um heim allan. í bókinni eru viðbótarupplýsingar við fyrri útgáfu og samantekt niðurstaðna vísindavinnuhóps sem starfaði á fundi á vegum WHO í Genf í mars 2000 en í hópnum voru 32 þátttakendur frá 17 löndum. The Clinical Use of Blood in Medicine, Obstetrics, Paediatrics, Surgery and Anaesthesia, Trauma and Burns. Blóðgjafir eru mikilvægur þáttur í heilbrigðiskerfinu í dag. En þó þær geti bjargað mannslífum eru ýmsar hættur tengdar þeim, svo sem hætta á alnæmi, sárasótt, malaríu og fleiri sjúkdómum. Ákvarðanir um blóðgjafir ættu því alltaf að grundvallast á vandlegri úttekt á því hvort bióðgjöf sé lífsnauðsynleg. Home-based Long-term Care, Report of a WHO Study Group. í bókinni er að finna niðurstöður starfshóps sem hefur unnið við að finna aðferðir sem henta best til heimahjúkrunar. Sífellt fleiri þurfa á heimahjúkrun að halda, svo sem aldraðir og langveikir, og höfðar efni bókarinnar m.a. til þeirra sem móta stefnuna á þessu sviði. The Use of Essential Drugs. Ninth Report of the WHO Expert Committee. WHO Expert Committee on Biological Standardization. Forty-ninth Report Menningarheimar mætast Landlæknisembættið og Landspítalinn hafa gefið út ritið: Menningarheimar mætast með upplýsingum fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Höfundar ritsins eru Þorbjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalan- um, og Vilborg Ingólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur við land- læknisembættið. Markmið útgáfunnar er m.a. að auka skilning heilbrigðisstarfsfólks á þörfum einstaklinga sem hafa alist upp við mismunandi menningu og trú. Það er gert með því að varpa Ijósi á trúarheimspeki, viðhorf og lífsgildi sem rekja má til arfleifðar sem sjúklingar af ýmsum trúarbrögðum og þjóðernum hafa, svo og viðhorf þeirra sem aðhyllast ákveðnar trúarskoðanir. Með ritinu er reynt að koma til móts við þær breytingar sem orðið hafa í íslensku samfélagi, þ.e. breytingar í fjölþjóðlegt samfélag. Við vinnslu ritsins var haft samband við öll trúfélög hér á landi með 100 meðlimi eða fleiri sem skráð eru hjá Hagstofu íslands. Auk prentútgáfu ritsins er hægt að nálgast það á vefjum Landspítala (www.landspitali.is) og landlæknisembættisins (www.landlaeknir.is). Áhugaverðar heimasíður Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fréttir og efni frá starfsfélögum erlendis ættu að skoða heimasíðuna http://www.NursingWorld.org (en þar er margs konar efni sem viðkemur hjúkrun, skrifað af hjúkrunar- fræðingum. Það eru samtök hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum, American Nurses Association, sem standa að síðunni. Til að gerast áskrifandi er slegið inn: http://nursingworld.org/listserv/signup/lsignup.htm. 284 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.