Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2001, Blaðsíða 37
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Hvað þýðír Að \a tímAkAup sem verktaki? i 2. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga frá apríl 1999 er tekið saman yfirlit yfir mismun á réttindum verktaka annars vegar og hjúkrunarfræðinga í opinberri þjónustu hins vegar. í þeirri samantekt kemur fram að mikill munur er á réttindum þessara tveggja hópa. Fyrirspurnir til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna þessa eru mjög tíðar. Hjúkrunarfræðingar leita í auknum mæli á mið hjúkrunar á almenna markaðinum. Því er eðlilegt að þeir velti fyrir sér þeim mun sem er á kaupi og kjörum annars vegar hjá ríki og hins vegar á almenna markaðinum. Hér er tekið saman sams konar yfirlit og birtist í nefndu tímariti frá apríl 1999 og tölur uppfærðar miðað við t.d. breyttan veikindarétt og ný fæðingarorlofslög. Mismunur á helstu réttindum verktaka og hjúkrunarfræðinga í opinberri þjónustu ríkisins Réttindi/kjör Hjúkrunarfræðingur í opinberri þjónustu hjá ríkinu Verktaki Laun í veikindum: Full laun í 1/2 - 12 mánuði. Engin laun. Laun í barnsburðarleyfi: 80% heildarlauna frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000. Fjölskyldu- og styrktarsjóður greiðir mis- mun sem vera kann á eldri reglugerð um barns- burðarleyfi og 80% heildarlauna frá TR. 80% heildarlauna frá Tryggingastofnun ríkisins á grundvelli laga um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000. Hlutur atvinnurekanda í greiðslum í lífeyrissjóð: 6% í lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga. 11,5% í A-deild LSR. Enginn, vektaki verður sjálfur að standa skil á öllum greiðslum í lífeyrissjóð skv. lögum. Laun í orlofi: Laun í 24 - 30 daga og greiðsla orlofs á álags- og yfirvinnu. Engin laun. Laun á sérstökum frídögum og stórhátíðum: Já. Engin laun á frídögum, aðeins greitt fyrir unnar klukkustundir. Kaffitímar: Greiddar 15 mínútur á hverja vakt í yfirvinnu hjá vaktavinnufólki í 100% starfi. Dagvinnumenn eiga rétt á matar- og kaffitímum skv. kjarasamningi. Engin launuð neysluhlé. Endurmenntun og námsleyfi: Námsleyfi ávinnst skv. kjarasamningi, 1 1/2 dagur fyrir hvern mánuð í starfi. Endurmenntunarkostn- aður er greiddur skv. ákveðnum reglum í kjara- samningi. Taka námsleyfisins er háð samþykki stjórnar stofnunar. Enginn réttur. Uppsagnarfrestur: 3 mánuðir hjá fastráðnum hjúkrunarfræðingum. Að jafnaði enginn nema um það sé sérstaklega samið. Slysatrygging: Hjúkrunarfræðingar er skv. kjarasamningi slysatryggður vegna andláts eða varanlegrar örorku. Tryggingin gildir allan sólarhringinn. Verktaki þarf sjálfur að kaupa sér slysatryggingar. Réttindi úr orlofssjóði: Atvinnurekandi greiðir 0,25% af heildarlaunum í orlofssjóð. Nei. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 77. árg. 2001 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.