Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 12
Hvernig fer ígrundun fram? Forsenda ígrundunar er að vera opinn, forvitinn og gagnrýninn á eigin vinnu. Einstaklingurinn verður að geta greint á gagn- rýninn hátt hugsanir sínar, athafnir og gerðir og geta útskýrt þær og metið. Hann þarf að útbúa spurningar sem örva raun- hæft sjálfsmat þannig að hann verði meðvitaður um sjálfan sig og tilfinningar sínar og hve mikla þekkingu hann hefur á ákveðnu viðfangsefni (Atkins og Murphy, 1993). Palmer o.fl. (1994) telja að gott sjálfstraust sé mikilvægt og í raun undirstaða þess að þora að skoða starf sitt. Igrundun krefst líka orku, tíma og vilja og hafa margir fræðimenn fjallað um tímaskort hjúkrunarfæðinga til að rýna í eigið starf (Platzer o.fh, 2000a; Teekman, 2000). Stuðningur frá umhverfinu er mikilvægur til að ígrundun blómstri (Ruth-Sahd, 2003) og samstarfsfólk þarf að geta rætt reynslu sína án ótta við að vera dæmt á neikvæðan hátt (Cotton, 2001). Ekki er talið nægjanlega markvisst að ígrunda í huganum. Johns (2002) staðhæfir að ígrundun verði einungis árang- ursrík ef sá sem ígrundar fær leiðbeiningu og ákveðin viðmið til að ígrunda eftir. Leiðbeining er nauðsynleg til að ýta við hefðbundnum verkum og rótgrónum hugsunum en jafnframt veita þeim er ígrundar stuðning. Viðmiðin eru notuð til að spyrja mikilvægra spurninga sem ögra, greina og dýpka reynslu viðkomandi. Hægt er að rýna í atvik með því að skrifa hjá sér atburðarás þess og hugleiðingar í kringum atburðinn. Jasper (1999) fann í rannsókn sinni að það að skrifa hjá sér hugsanir og atburði, eða rýna í vinnu sína, þurfti að læra. Þátttakendum í rannsókninni fannst þeir smám saman þróa með sér hæfni til að greina og rýna í störf sín, jafnframt því að finna nýjar leiðir til að takast á við erfið viðfangsefni. Samræður geta stuðlað að ígrundun og örvað lærdóm, m.a. aukið hæfni einstaklings til að skoða mál frá öðru sjónarhorni (Wong o.fl., 1997). Hugmyndir fræðimanna um notagildi ígrundunar Oft er eðli starfa hjúkrunarfræðinga þannig að ígrundunar er þörf. 1 daglegu starfi með sjúklingum koma einatt upp aðstæður sem ekki er hægt að sjá fyrir. Hjúkrunarfræðingar fást við manneskjur sem hver og ein er sérstök, með sínar þarfir og Ianganir. Því er ekki alltaf hægt að nota nákvæma útfærslu á því sem álitið er rétt að nota þegar á reynir. Hjúkrunarfræðingurinn verður að treysta á þekkingu sína jafnframt því að nota innsæi sitt við hjúkrunina. ígrundun er að mati Schön (1987) lykillinn að þróun innsæis og þar með aukinni færni í starfi. ígrundun gefur færi á að safna í reynslu- sjóð sem Johns (1998) heldur fram að geti verið forðabúr hljóðrar þekkingar, en það er þekking eða vissa sem erfitt er að færa í orð. Sumir álíta innsæi vera meðvitaða tjáningu eða notkun á hljóðri þekkingu. ígrundun getur verið eins konar gluggi sem hjúkrunarfræðingurinn getur horft í gegnum, á Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004 sjálfan sig, sinna sínum daglegu störfum. Rétt er að taka fram að reynsla leiðir ekki sjálfkrafa til ígrundunar og ígrundun í starfi hjúkrunar- fræðinga krefst ákveðinnar þekkingar og siðfræði og samhæfingu þessara þátta við starfið. Með því að rýna í viðfangsefni og atburði sem ögra og velta upp hugmyndum um siðferði, hæfni og þekkingu geta hjúkrunarfræðingar betur gert sér grein fyrir hvar úrbóta er þörf og sett sér ný markmið út frá því (Johns, 1995; Paget, 2001; Platzer o.fl., 2000b). Hjúkrunarfræðingar geta með því að rýna í vinnu sína borið saman rannsóknaniðurstöður við klíníska vinnu og notfært sér þær við vinnu sína (Johns, 2002). Til að geta byggt hjúkrun enn frekar á rannsóknaniðurstöðum er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar temji sér að hugsa á gagn- rýninn hátt um starf sitt (Walker og Redman, 1999). Nota má ígrundun til að sjá þróun sína í starfi. Þá getur einstaklingurinn litið yfir skrif sín á 6 mánaða tímabili og séð þróunina út frá þeim markmiðum sem hann setti sér. Að skrifa hjá sér atburði er talið gera þeim er það gera kleift að verða áhorfendur að eigin lærdómsferli (Pierson, 1998). Einnig aðstoða skriftirnar hinn íhugla geranda við að þróa með sér gagnrýna og grein- andi hugsun. ígrundun meðan á athöfn stendur dregur úr hættu á því að athöfnin verði fram- kvæmd umhugsunarlaust. Hjúkrunarfræðingarnir í rannsóknum Jasper (1999) og Wong o.fl. (1997) sögðu ígrundun mjög mikilvæga til að draga úr hættu á að dagleg viðfangsefni starfsins yrðu vanabundin. Þá er sjónum beint að því hvaða þýðingu viðfangsefnin hafa fyrir einstaka sjúklinga. Niðurstöður rannsókna benda til þess að hjúkrunarfræðingum finnist ígrundun hjálpa þeim til að rýna beint á umönnun skjólstæðing- anna og þannig bæta hjúkrun þeirra og með atbeina ígrundunarinnar geta þeir greint styrk sinn og veikleika í starfi (Fowler og Chevannes, 1998; Glaze, 2001; Wong o.fh, 1997). Talið er að áhrif ígrundunar séu þau að hjúkrunarfræðingar verði gagnrýnni á vinnu sína og dæmi síður og það kemur skjólstæðingum þeirra til góða. Einnig er talið að ávinningur af ígrundun sé mestur fyrir hinn einstaka hjúkrunarfræðing og skjólstæðinga hans en breyti ekki miklu fyrir hjúkrunina í heild (Burton, 2000; Taylor, 1997). 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.