Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Qupperneq 14
Lokaorð Þátttakendur hafa metið hópstuðninginn í lok tímabils og verður hér stuttlega gerð grein fyrir matinu. Tilgangurinn er eklci að fá fram vísindalegt mat á gildi verkefnisins heldur að fá fram hjá þátttakendum kosti og galla þess til að þjóna þeim betur sem á eftir koma. Frá bausti 1999 til vors 2003 hafa þátttakendur í stuðningi verið þrjátíu og þrír hjá höfundi þessarar greinar. Eitt árið af þessum fjórum var höfundur ekki með stuðninginn og er það ekki tekið með í matinu. Tuttugu og tveir hafa skilað inn mati á hópstuðningi. Allir töldu sig hafa þörf fyrir stuðning þótt einhverjir væru efins í byrjun. Einn orðaði hugsanir sínar svona: „I fyrstu taldi ég mig ekkert endilega þurfa stuðning en svona eftir á að hyggja sé ég að það gerði mér gott. Til dæmis hjálpar stuðningurinn manni að þróa öryggi í starfi ásamt því að gott er að létta á sér við einhvern sem er ekki tengdur deildinni." Spurt var: „Hvernig fannst þér gagnast að hver einstaklingur segði sögu og ígrundaði út frá henni?“ Nítján einstaklingar merktu frá 9 til 10 á línu þar sem 10 var besta svarið. Einn merkti við 8 og tveir við 7. I athugasemdum kom fram: „Við erum öll að upplifa eitthvað svipað í okkar starfi eða komum ef til vill til með að gera það. Maður lærir af reynslu annarra og getur sett sig í spor þess sem söguna segir." Einn sagði: „Hefði kannski mátt segja fleiri sögur og ígrunda, þarfnast mikillar þjálfunar." Almennt voru þátttakendur ánægðir með hlut leiðbeinanda í stuðningi og ígrundunarstarfi og flestir mátu það þannig að allir hjúkrunar- fræðingarnir hefðu tekið mjög virkan þátt í hópastarfinu. I lok umsagnar tóku flestir fram að þeirra mat væri að verkefnið í heild væri mjög gagnlegt og stuðnings- og ígrundunarhópar sérstaldega gagnlegir. Þeim þótti gagnlegt að hafa fundi þétta í upphafi en síðan Iiði Iengri tími milli funda. Fram komu ólíkar þarfir einstaklinganna í stuðningshópunum þar sem sumir lásu mikið af lesefni tengdu ígrundun en aðrir nánast ekkert. Mat höfundar er að verkefni eins og stuðningur fyrir nýútskrif- aða hjúkrunarfræðinga, þar sem stuðst er við kenningar um ígrundun, sé gagnlegt. Það var ekki liður í verkefninu að meta á hvaða stigi hver þátttakandi ígrundaði, en rannsókn Spencer og Newell (1999) sýndi að við lestur og leiðsögn um ígrundun færðust hjúkrunarfræðingarnir (n= 16) nær þvf að nota gagn- rýna ígrundun. Gagnrýna ígrundun telja margir forsendu þess að raunverulegur lærdómur eigi sér stað við ígrundun. Það að rýna í viðfangsefni starfsins og sjá fleiri hliðar á viðkomandi máli undir leiðsögn auðveldar þróun faglegrar færni (Perry, 2000 Teekman, 2000, Platzer o.fl., 2000b). Fyrir fólk með reynslu af hjúkrun er rýni Ieið til að dýpka þekkingu og gera þekkingu sýnilega (Bailey o.fl., 2002; Flower og Chevannes, 1998). Mikilv.ægt atriði í þessu verkefni er trúnaður leiðbein- anda við þátttakendur og trúnaður milli þátttakenda því vilji til að deila reynslu, sem oft er erlið, og læra af henni í hóp byggist á trausti. Til að fgrundun verði árangursrík þarf hún að vera meðvituð. Þróun þekkingar með ígrundun getur verið erfitt og viðkvæmt ferli, það er ekki eitthvað sem gerist eða er gert á leið heim úr vinnu heldur verður einstaklingurinn að vinna markvisst að því með stuðningi. Igrundun getur aukið faglega færni hjúkrunarfræðinga, hún bætir hjúkrunina og er til hagsbóta fyrir skjólstæðingana. Höfundur álítur að ígrundun geti breytt miklu fyrir hjúkrun og hjúkrunarfræðinga því góðir fagmenn með milda fagvitund eru líklegri til að geta látið rödd hjúkrunar hljóma skært í heilbrigðiskerfi þar sem röddin er oft hjáróma. Við hjúkrunarfræðingar verðum að vera meðvitaðir um að ekki er hægt að sanna gagnsemi alls sem við framkvæmum og muna að hlusta á innri rödd okkar. Höfundur þakkar framkvæmdastjóra hjúkrunar á FSA fyrir að fá að taka þátt í þessu verkefni sem hefur verið afar ánægjulegt. Heimildir Atkins, S., og Murphy, K. (1993). Reflection: A review of the literature. Journal ofAdvanced Nursing, 18, 1188-1192. Bailey, P., Carpenter, D.R., og Harrington, P. (2002). Theoretical foundations of service-learning in nursing education. Journal of Nursing Education, 41 (10), 433-436. Benner, P. (1984). From Novice to Expert. London: Addison-Wesley. Burton, A. J. (2000). Reflection: Nursing's practice and education panacea? Journal ofAdvanced Nursing, 31(5), 1009-1017. Conway, J. (1999). Reflection, the art and science of nursing and the theory-practiee gap. British Journal of Nursing, 3(3), 114-118. Cotton, A.H. (2001). Private thoughts in public spheres: Issues in reflection and reflective practices in nursing. JournalofAdvanced Nursing, 36(4), 512-519. Glaze, J.E. (2001). Reflection as a transforming process: Student advanced nurse practitioners' experiences of developing reflective skills as part of an MSc programme. Journal ofAdvanced Nursing, 34(5), 639-647. Greenwood, J. (1998). The role of reflection in single and double loop learning. Journal ofAdvanced Nursing, 27, 1048-1053. Fowler, J„ og Chevannes, M. (1998). Evaluating the efficaey of reflec- tive practice within the context of clinical supervision. Journal of Advanced Nursing, 27, 379-382. Jasper, M. A. (1999). Nurses' perceptions of the value of written reflection. Nurse Education Today, 19, 452-463. Johns, Ch. (1995). The value of reflective practice for nursing. Journal ofClinical Nursing 4, 23-30. Johns, Ch. (1998). Opening the doors of perception: iC. Johns og D. Freshwater (ritstjórar) Transforming Nursing Through Reflective Pracitce. London: Blackwell Science. Johns, Ch. (2002). Rýni. Timarit hjúkrunarfrœðinga, 78(2), 77-84. Jones, P. R. (1995). Hindsight bias in reflective practice: An empirical investigation. Journal ofAdvanced Nursing, 21, 783-788. Mezirow, J. (1981). A critieal theory of adult learning and education. Adult Education, 321, 3-24. Paget, T. (2001). Reflective practice and clinieal outcomes: Practioners' view on how reflective practice has influenced their clinical practice. Journal ofClinical Nursing, 10(2), 204-214. Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.