Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2004, Blaðsíða 44
Helga Birna Ingimundardóttir Þróun launa hjá hjúkrunarfræðingum frá júní 2001 til mars 2004 Núgildandi kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra frá 1. júní 2001 rennur úr gildi 30. nóvember 2004. Undirbúningur að næstu kjarasamningum er nú þegar hafinn og hefur kjaranefnd félagsins verðið ötul í sínu starfi í vetur. Þá hafa trúnaðarmenn félagsins tekið virkan þátt í mótun kröfugerðar sem lögð veröur fram á hausti komanda. Þegar svo skammt er til þess tíma að kjarasamningurinn renni út er ekki úr vegi að líta á launaþróunina á samningstímanum. Þærtölur, semhérerstuðstvið,erufrá KOS,Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna, en nefndin tekur saman tölur fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu að landsbyggðinni undanskilinni. Heilsugæslustöðvar, sem ekki eru í starfstengslum við heilbrigðisstofnanir, eru þó inni í safninu. Safnið nær skv. því til tæplega 2/l allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ætti að gefa nokkuð glögga mynd af meðallaunaþróun hjá félaginu. Mynd 1 gefur glögga mynd af launaþróuninni hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga frá júní 2001 til mars 2004. A því tímabili hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hækkað um ríflega 16% að meðaltali, eða úr 194.128 kr. í janúar 2001 í 226.497 kr. að meðaltali í mars 2004. Á tímabilinu hafa hækk- anir á launatöflu skv. kjarasamningi numið ríflega 9% og því hafa laun hjúkrunarfræðinga hækkað umfram kjarasamninga um 7%. Margar skýringar geta verið á því, t.d. breytingar á störfum, aukin menntun eða reynsla hjúkrunarfræðinga á stofnunum, hækkanir vegna mats í framgangskerfi eða vegna breytinga á skipuriti hjá stofnunum. Á sama tíma og dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hafa hækkað um 16% hefur vísitala neysluverðs hækkað um 8,5% og því hafa dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga haldið í við verðbólgu á tímabilinu og vel það sem betur fer! Mynd 1 sýnir einnig þróun heildarlauna á tímabilinu en þau eru mjög rokkandi frá einu tímabili til annars vegna umfangs yfirvinnu og álags á hverjum tíma. Meðalheildarlaun hjúkrunarfræðinga í mars 2004 voru um 324.000 kr. Stór hluti heildarlauna hjúkrunarfræðinga er vegna ýmissa álagsgreiðslna sem rekja má til vaktavinnu hjúkrunar- fræðinga alla daga ársins, á öllum tímum sólarhrings. Stærsti vinnustaður hjúkrunarfræðinga á Islandi er Landspítali- háskólasjúkrahús. Stöðugildi hjúkrunarfræðinga þar voru um 1.000 í mars 2004. Mynd 2 sýnir launaþróun og röðun hjúkr- unarfræðinga í launaflokka í mars 2002 og 2004. Stofnanasamningur milli Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga og LSH var gerður í maí 2002. I mars 2002 röðuðust um 51% hjúkrunarfræðinga í launaflokka B4-B7 en á sama tíma í mars 2004 um 33% hjúkrunarfræðinga. I mars 2004 röðuðust flestir hjúkrunarfræðingar í B6-B9 á LSH. 1 mars 2002 röðuðust tæplega 5% hjúkrunarfræðinga á LSH í B-ramma en tveimur árum seinna um 11%. Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga á LSH í mars 2002 voru urn 202 þús. kr. en á sama tíma árið 2004 voru þau um 223 þúsund kr. og höfðu hækkað um 10%. Á sama tíma hafa laun skv. kjarasamningnum hækkað um 6%. Annar stór vinnustaður hjúkrunarfræðinga er Heilsugæslan í Reykjavík (HR). I mars 2004 störfuðu þar um 150 hjúkrunarfræðingar í um 120 stöðugildum. Mynd 3 sýnir launaþróun og hvernig hjúkrunarfræðingar, sem störfuðu hjá HR, röðuðust í launaflokka í mars 2002 og 2004. (Sjá mynd 3.) Stofnanasamningur milli félagsins og HR var gerður í maí 2003. I mars 2002 röðuðust um 67% hjúkrunarfræðinga í launaflokka B4-B7 en um 28% í mars 2004. í mars 2004 röðuðust flestir hjúkrunarfræðingar hjá HR í launaflokka B6-B9 eða um 57% hjúkrunarfræðinga. I mars 2002 röðuðust um 22% hjúkrunarfræðinga hjá FIR í B- ramma en um 25% í C-ramma á sama tíma árið 2004. Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga hjá HR voru í mars 2002 um 208 þús. kr. en á sama tíma árið 2004 voru þau um 232 þús. kr., hafa hækkað um 11%. 42 Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 80. árg. 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.