Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 15
„Hjúkrunarfræðingar eru meðvituð stétt með sterka faglega stöðu og ríka faglega ábyrgð" Það sem mig langar hins vegar að ræða eru breyttar áherslur í heiibrigðisþjónustu og breytt viðhorf í samfélaginu til heilsu og heilbrigðis. Hér á ég við aukna áherslu á forvarnir og vit-j undarvakningu almennings um ómetanlegt gildi heilbrigðra lífshátta. Hvaða þættir eru það sem valdið hafa mestu um bætt heilbrigði þjóða? Þegar allt kemur til alls þá hafa stærstu áhrifaþættirnir í lífi þjóða verið bætt kjör almennings, mannsæmandi húsnæði og fæði, hreint vatn og almennt umbætur og aukin þekking er lýtur að almennu hreinlæti og hollustuháttum. Eg lít svo á að jafna megi ýmsum menningar- tengdum sjúkdómum nútímans, sem margir hverjir tengjast ofgnótt, við ýmsa þá sjúkdóma fortíðarinn- ar sem aftur á móti stöfuðu af skorti. Það er trú mín að unnt sé að bæta verulega heilbrigði þjóð- arinnar með því að efla forvarnir og bæta vitund almennings um mikilvægi heilbrigðra lífshátta. Hvar stöndum við, hvað viljum við og hvert stefnum við í heilbrigðismálum þjóðarinnar? Við vitum hvar við stöndum og við vitum hvað við viljum. Ég tel hins vegar að við þurfum að staldra við þegar við ræðum um hvert við stefnum. Stöðugar framfarir í heilbrigðisvísindum gera okkur kleift að meðhöndla og lækna æ fleiri sjúk- dóma sem áður var Iítið hægt að gera við. Ný lyf og ný tækni færa okkur hvert kraftaverkið á fætur öðru en leiða jafnframt til aukins kostnaðar í mörgum tilvikum. Vaxandi eftirspurn eftir heil- brigðisþjónustu, m.a. með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar, veldur einnig auknum útgjöldum. FRÁ FÉLAGINU Hjúkrunarþing 2004 Þetta er vandi sem við stöndum frammi fyrir og verðum að takast á við af útsjónarsemi og hugmyndaauðgi. Mikið er rætt um ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Tekist er á um kostnaðarhiutdeild sjúklinga og hvað sé rétt- mætt og skynsamlegt í þeim efnum. Nýjar fjármögnunarleiðir koma einnig til tals. Mér finnst hins vegar ekki nógu mikið fjallað um það hvernig við getum dregið úr þörf og þar með ’eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Meðferð hjartasjúkdóma hefur tekið stórstígum framförum á liðnum árum. Það er vel. En getum við ef til vill fækkað þeim sem þurfa á meðferð að halda? Getum við dregið úr líkum á því að þeir sem fengið hafa meðferð þurfi hana fljótlega aftur? Við getum spurt svipaðra spurninga vegna margra annarra sjúkdóma sem að einhverju leyti er hægt að fyrirbyggja með breyttum lifnaðarháttum. Það má einnig spyrja hvort heilbrigðisþjónustan, sem við veit- um, dragi í einhverjum tilvikum úr getu og vilja einstaklinga til að hjálpa sér sjálfir? Mér koma til hugar geðheilbrigðismál og nálgun okkar á vandamálum þeirra sem stríða við geðrænan vanda en sá hópur fer vaxandi. I þeim efnum hafa hjúkr- unarfræðingar að mínu mati verið framsýnir og sýnt lofsvert frumkvæði. Þar á ég við fjölskyldumiðaða þjónustu sem bygg- ist á meðferð einstaklings og fjölskyldu í sínu umhverfi. Slík þjónusta getur bæði flýtt fyrir útskrift af stofnunum og einnig dregið úr líkum á þörf fyrir stofnanavistun. Vera má að skyn- samlegt sé að efla heimahjúkrun á fleiri sviðum, tengja hana heilbrigðisstofnunum og leggja aukna áherslu á forvarnir eða fyrirbyggjandi starf samhliða meðferð. Við verjum gríðarlega miklum fjármunum í heilbrigðisþjón- ustu. Okkur ber skylda til að nýta þá eins vel og mögulegt er í þágu notendanna. Það leiðir hugann að því hvort innra starf heilbrigðiskerfisins sé eins og best verður á kosið. Er samþætt- ing veittrar þjónustu fullnægjandi eða getum við gert betur? Er hægt að bæta samstarf og auka upplýsingaflæði til þess að forðast tvíverknað, nýta betur fjármuni og síðast en ekki síst bæta þjónustu við sjúklinga? Hjúkrunarfræðingar eru meðvituð stétt með sterka faglega stöðu og ríka faglega ábyrgð. Þetta er vel menntaður hópur sem gjörþekkir uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, styrkleika þess og veikleika. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að taka virkan þátt í umræðum um heilbrigðiskerfið og stefnumótun á sviði heilbrigðismála. Allir sem leggja til málanna af þekkingu og lábyrgð geta unnið ómælt gagn. Að lokum óska ég þess að hjúkrunarþing 2004 verði gagnlegt og ánægjulegt. Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.