Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 19
RITRÝND GREIN Mataræöi 11 ára barna í Reykjavík: Hollusta drykkja Inngangur í heilsugæslu og skólahjúkrun er nauðsynlegt að þekkja hollustu matvæla sem börn og ungl- ingar eru vön að neyta. Drykkirnir, sem börn og unglingar neyta daglega, geta haft áhrif á hollustu mataræðis þeirra í heild (Ballew o.fl., 2000) auk þess sem góðar venjur eru gott vega- nesti fyrir unglings- og fullorðinsár (Bull, 1992). Manneldisráð Islands sýndi í nýafstaðinni könn- un á mataræði fullorðinna Islendinga, 15 ára og eldri, að neysla á mjólkurvörum hefur minnkað á undanförnum áratug (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003) og koma þær niðurstöður heim og saman við fæðuframboðstölur (Manneldisráð, 2002) . Fæðuframboðstölurnar sýna einnig að neysla gosdrykkja hefur aukist á undanförnum áratugum, en könnun Manneldisráðs á mataræði fullorðinna Islendinga sýndi að mest er neytt af gosdrykkjum meðal 15-20 ára ungmenna. Það er mikilvægt að vita hvort drykkjarval yngri barna er í samræmi við það sem sést hefur í rannsóknum meðal fullorðinna og á fæðuframboðstölum. Fullnægjandi kalkneysla meðal skólabarna við mörk unglingsáranna er mikilvæg fyrir beinþéttni og heilsu á komandi árum (Kalkwarf o.fl., 2003). Mjólkurvörur eru aðalkalkgjafi fæðunnar hér- lendis sem víðast hvar annars staðar í heiminum (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003; Whitney og Rolfes, 1999), einnig veita mjólkurvörur börnum umtalsverðan hluta annarra mikilvægra næring- arefna (Kalkwarf o.fl., 2003). Þó mjólkurvörur séu einn mikilvægasti næringarefnagjafi barna fer því fjarri að allar mjólkurvörur geti talist jafn- ar að hollustu. Fitu- og sykurríkar vörur ættu ekki að vera hluti af daglegu fæði. Hins vegar hefur áhersla verið lögð á aukna neyslu fituskertra og sykurskertra vara (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003) og þá sérstaklega þeirra sem eru D-vfta- mínbættar. Gosdrykkir gefa orku án þess að innihalda mikil- væg næringarefni og hafa nýlegar rannsóknir bent til að neysla á sykruðum gosdrykkjum tengist offitu barna (Ludvigo.fi., 2001; Raben o.fl., 2002). drykkur þessa aldurshóps (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 1994) á eftir mjólk og sætum drykkjum. Hreinn ávaxtasafi, var þar í tjórða sæti. Mataræði 11 ára barna hefur ekki verið kannað síðan 1992-1993 en mikilvægt er að fylgjast með breytingum á mataræði þessa hóps svo hægt sé að sporna við óæskilegri þróun á mataræði og fagna því sem ávinnst í rétta átt. I nær- ingarfræðilegum rannsóknum er mikilvægt að rannsaka matar- æði með aðferðum sem hæfa tilgangi og aldri þátttakenda og fullnægir skráning á mataræði báðum þessum skilyrðum (Gibson, 1990). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna neyslu mjólkur- vara, sætra drykkja, vatns og ávaxtasafa meðal 11 ára skóla- barna í Reykjavík. Gagnsemi slíkra upplýsinga felst í mikilvægi þeirra fyrir fræðslu og leiðbeiningar um mataræði skólabarna. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru 11 ára skólabörn sem tóku þátt í mati ái gildi spurningalista fyrir evrópska rannsóknarverkefnið „Fyrir börn“ („ProChiIdren") (Haraldsdóttir o.fl., 2003) en hluti af því verkefni var að kanna hversdagsneyslu þessara skóla- barna á nákvæman hátt. Eftir kynningu á auglýstum fundum með foreldrum og börnum í 11 ára bekkjardeildum tveggja skóla f Reykjavík, auk skriflegra upplýsinga, ákváðu 64 börn af samtals 71 barni í bekkjunum (90%) að taka þátt í rann- sókninni. Voru þau látin fá matardagbækur og bæði foreldrum og börnum gefnar leiðbeiningar um hvernig fylla átti þær út. Beðið var um skráningu í eina viku á neyslu mjólkurvara, goss og svaladrykkja, vatns og hreins safa auk neyslu ann- arra matvara og drykkja. Skráningin fór fram í febrúarmánuði 2003. Fyrsta dag skráningarinnar vigtuðu (PHILIPS HR 2385, Austurríki) börnin allt sem þau drukku og borðuðu og skráðu nákvæmt magn. Næstu sex dagana voru notaðar algengar mælieiningar, eins og matskeið, glas, stykki, og magnið skráð á þann hátt í matardagbækurnar en þessi aðferð er mikið notuð í næringarfræðilegum rannsóknum. Þessar mælieiningar voru síðan samkvæmt hefðbundnum aðferðum í næringar- fræðilegum rannsóknum umreiknaðar í grömm samkvæmt stöðlum frá Manneidisráði íslands og upplýsingarnar slegnar þannig inn í forritin. Á þessu byggist nákvæmni niðurstaðn- anna. Þátttakendur nutu nafnleyndar. Vísindasiðanefnd vísaði umsókn um leyfi fyrir rannsókninni til Persónuverndar sem hafði engar athugasemdir við hana. Lítið er vitað um vatnsdrykkju skólabarna en í rannsókninni á mataræði ungs skólafólks, sem Manneldisráð gerði árin 1992-1993, var vatns- drykkja 12 ára barna að meðaltali rúmlega tveir desilítrar og var vatnið einungis þriðji algengasti Útreikningar Við útreikninga á kalkneyslu úr mjólkurvörum var notað útreikniforritið Icefood (Manneldisráð, 2002). Tölfræðiforritið SPSS (útgáfa 11) var notað við tölfræðilega útreikninga. Notuð Tímarit hjúkrurarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004 17

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.