Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Qupperneq 21
RITRÝND GREIN Mataræöi 11 ára barna í Reykjavík: Hollusta drykkja um 155 +/- 210 gr og stúlkurnar um 75 +/- 115 gr og var munur ekki marktækur. I heildina drukku um 55% barnanna safa á skráningardögunum. Umræöa Meðal 11 ára skólabarna í Reykjavík er vatns- drykkja marktækt minni en gos- og svaladrykkja- neysla að meðaltali dag hvern. Neysla á sýrðum mjólkurafurðum er að mestu á feitum og sætum vörum, þ.e. vörum sem innihalda 3% fitu eða meira og viðbættan sykur. Dregið hefur verulega úr mjólkurdrykkju síðasta áratug, en jákvæða breytingu má telja að almennt er notuð fituminni drykkjarmjólk en áður. Drykkjarmjólk var aðallega léttmjólk en það er athyglisvert að neysla fituminnstu mjólkur- drykkjanna, þ.e. fjörmjólkur og undanrennu, er ekki nema um 6% af mjólkurdrykkjaneyslu þessara barna. I könnun á nokkur hundruð 10, 12 og 14 ára skólabörnum, meðal annars úr Reykjavík, sem gerð var fyrir rúmlega 10 árum, var aðallega höfð nýmjólk til dryklyjar. Samkvæmt þeim niðurstöðum var meðalneysla á mjólkur- vörum 12 ára barna í þéttbýli rúmlega 900 gr á dag (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 1994) sem er rúmlega tvöfalt það magn sem niðurstöður þessarar rannsóknar sýna og var þessi munur marktækur (p<0,001). Nýleg íslensk rannsókn á 6 ára börnum (Margaret Ospina, 2003) sýndi að þau neyttu að meðaltali 440g á dag af mjólkur- vörum. Minnkandi neysla á mjólkurvörum var einnig staðfest í nýlegri könnun Manneldisráðs á mataræði fullorðinna íslendinga og sást það sérstaklega meðal ungra fullorðinna (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003). Þá staðreynd, að meiri hluti sýrðu mjólkur- varanna, sem börnin borða, er bæði feitur og sætur, má eflaust að miklu leyti rekja til þess að meirihluti sýrðra mjólkurvara á markaði er feitur og/eða sætur. Ahugavert framhald þessarar rann- sóknar væri að skoða áhrif auglýsinga um sýrðar mjólkurvörur á neysluna en þessum auglýsingum er beint sérstaklega til barna og foreldra þeirra en þarna er til dæmis um að ræða engjaþykkni, hrísmjólk og skólajógúrt. Mjólk og mjólkurvörur eru taldar æskilegar fyrir börnin út af vexti þeirra þar sem þær eru ríkar af próteinum og mörgum næringarefnum, meðal annars kalki (Björn S. Gunnarsson o.fk, 2000; Kalkwarf ofk, 2003). Nýlegar rannsóknir benda tii þess að þeir sem neyta mjólkurvara séu almennt hraustari en þeir sem borða lítið eða ekkert (Pereira o.fk, 2002). Fleiri rannsókna er þó þörf og hluti skýringarinnar gæti verið að þeir sem neyta mjólkurvara borði almennt hollari mat en aðrir (Pereira o.fk, 2002). Fullfeit mjólk og mjólkur- vörur innihalda þó fitusýrur sem sumar virðast hafa tengsl við hækkun blóðfitu (Estévez-González o.fk, 1998) og eru það því frekar fituminni mjólkurvörurnar á markaðnum í dag sem eru taldar mikilvægur hluti af hollu mataræði. D-vítamínbæting fituminni mjólkurvara eykur einnig hollustuna en ný könnun Manneldisráðs á mataræði fullorðinna Islendinga sýndi að D- vítamín í fæðunni hefur minnkað um helming á síðasta áratug og er það áhyggjuefni (Laufey Steingrímsdóttir o.fk, 2003). Nýlegar rannsóknir á fullorðnum Islendingum benda enn frekar á mikilvægi þess að hvetja til neyslu á D-vítamínbættum mjólkurvörum (Örvar Gunnarsson o.fk, 2004). Tvær tegundir af D-vítamínbættri mjólk eru á markaðnum og er neysla á þeim hverfandi í þessum aldurshópi. Ráðlagður dagslcammtur kalks fyrir 11 ára börn er 1200 mg á dag. I þessari rannsókn var kalkmagnið, sem börnin fengu úr mjólkurvörum, um 560 mg að meðaltali á dag hjá drengjum og tæp 450 mg á dag hjá stúlkum. Ef miðað er við að 40% kalks með matnum fáist úr mjólkurvörum (sem líklega er vanmat meðal barna) ættu þau börn, sem neyta um 400 gr af mjólk- urvörum á dag (samsvarar u.þ.b. tveimur glösum af mjólk), flest að ná ráðlögðum dagskammti, þ.e. um 460 mg af kalki úr mjólkurvörum og í heildina um 1200 mg af kalki á dag. Þannig má leiða Iíkur að því að helmingur 11 ára barna (56% drengja og 41% stúlkna) nái ráðlögðum dagskammti af kalki þrátt fyrir að hlutfall mjólkurvara í mataræði þessara barna hafi minnkað verulega síðasta áratug. Hinn helmingurinn nær þó ekki að neyta 400 gr af mjólkurvörum á dag og gæti sá hópur því verið í hættu á að fullnægja ekki kalkþörf sinni. I nýjum ráðleggingum frá Lýðheilsustöð kemur fram að þeir sem vilja ekki nota mjólk geta valið kalkbætta sojamjólk og aðrar kalkbættar vörur eða tekið kalktöflur en þessir einstaklingar voru fáir í síðustu könn- un á mataræði fullorðinna Islendinga (Laufey Steingrímsdóttir o.fk, 2003). Það er því sérstaklega mikilvægt að gæta að þeim hópi sem á það á hættu að fullnægja ekki þörf sinni en hann hefur stækkað frá síðustu könnun. Það má þó segja að fækkun „mjólkurþambara", sem sáust í síðustu könnun, þ.e. barna sem drukku meira en lítra af mjólk á dag, sé af hinu góða frá holl- ustusjónarmiði. LykiIIinn að góðri næringu er fjölbreytni og of mikið af mjólkurvörum getur útilokað önnur matvæli sem innihalda önnur mikilvæg næringarefni, eða þá að orkuneyslan verður of mikil. Einnig verður að benda á að aukin neysla létt- mjólkur er í samræmi við manneldismarkmið. Tímarit hjúkrunarfræðinga 5. tbl. 80. árg. 2004

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.