Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2004, Síða 35
„Hjúkrjnarfræðingar mynda fjölmennasta félag heilbrigöisstétta hér
á landi"
efnaminni til heilbrigðisþjónustu, rétt eins og á
tímum Líknar. I stefnu félagsins kemur einnig skýrt
fram að það séu þarfir þjóðfélagsþegnanna sem
marka störf okkar. Við leggjum enn ríka áherslu
á að hjúkrunarfræðingar séu virkir þátttakendur í
stefnumótun heilbrigðisþjónustunnar og breyting-
um innan hennar þannig að þekking, reynsla og
sjónarmið hjúkrunarfræðinga komi fram og nýtist,
til hagsbóta fyrir alla þjóðina.
Hjúkrunarfræðingar mynda fjölmennasta félag
heilbrigðisstétta hér á landi. Alls eru nú skráðir
í félagið rúmlega 3.300 hjúkrunarfræðingar. Við
höfum lengi barist við manneklu í hjúkrun hér
á landi, reyndar allt frá upphafi því þegar fyrsta
hjúkrunarkonan kom til landsins var haft á orði
að þær hefðu þurft að vera tvær! Vegna breytinga
| í heilbrigðisþjónustunni, meiri atvinnuþátttöku
kvenna og þar með hjúkrunarfræðinga, og fleiri
þátta er ástandið nú þannig að mannekla í hjúkr-
un er nánast staðbundin, hér á höfuðborgarsvæð-
inu og á öldrunarstofnunum. Það er vissulega
ánægjuleg breyting en að sama skapi einkennileg
því hún skapar áður óþekkt ástand sem hjúkrun-
arfræðingar verða að takast á við. En getan til að
vinna vel úr erfiðum málum hefur alltaf verið ein
af okkar sterku hliðum og það munum við gera
hér eftir sem hingað til.
Því má aldrei gleyma og aldrei gefa eftir að hjúkr-
unarfræðingar eru sjálfstæð fagstétt sem skipu-
leggur, stjórnar, framkvæmir og ber ábyrgð á
sínum störfum, án tilskipana eða eftirlits annarra
stétta. Sjálfstæði hjúkrunarfræðinga hefur verið
skýrt í lögum um heilbrigðisþjónustu allt frá
árinu 1978. Sjálfstæði er hverri fagstétt nauðsyn-
legt til þróunar og framfara.
Ávarp í 85 ára afmælishófi
í síðustu viku sat ég fund og ráðstefnu norrænu hjúkr-
unarfélaganna, SSN, sem haldinn var í Vilníus í Litháen.
Systursamtök okkar í Eystrasaltslöndunum sátu ráðstefnuna
þar sem m.a. var fjallað um samskipti við stjórnvöld í þessum
löndum, hvernig hjúkrunarfræðingar geta haft áhrif á skipulag
heilbrigðisþjónustunnar og hvað þurfi helst að koma til til að
styrkja samtök hjúkrunarfræðinga í Eystrasaltslöndunum. Af
því sem fram kom á þessari ráðstefnu, af orðum kollega okkar
jí Eystrasaltslöndunum, varð mér enn ljósar en áður hversu
dýrmæt góð tengsl við aðrar heilbrigðisstéttir eru, hversu mik-
ilvægt er að traust ríki milli hjúkrunarfræðinga og heilbrigð-
isyfirvalda, hversu ómetanlegt er ef tekst að skapa gagnkvæma
virðingu og traust milli hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga,
og síðast en ekki síst hversu samstaða og samvinna hjúkrunar-
fræðinga er mikilvæg. Allt þetta hefur okkur auðnast hér á
landi - því dýrmæta fjöreggi megum við aldrei glata.
Ég vil að lokum þakka þeim ágætu hjúkrunarfræðingum
sem unnu að undirbúningi þessa afmælishófs, þeim Höllu
Grétarsdóttur, Hrafni Ola Sigurðssyni, Ingu Eydal, Elísabetu
Guðmundsdóttur, Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Sigríði
Guðmundsdóttur og Aðalbjörgu Finnbogadóttur.
'Þá vil ég þakka Kristrúnu Kristófersdóttur sérstaklega fyrir að
bregðast vel vhð beiðni okkar um að gera þessi húsakynni svo
vistleg sem raun ber vitni. Fyrirvarinn var ekki langur því við
vissum ekki annað en við værum að fara hér inn í fína sýning-
arsali prýdda listaverkum, en árangurinn er glæsilegur,
Þá er mér ánægja að geta þess að stjórnendur SPRON, við-
skiptabanka Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, færa hjúkr-
unarfræðingum veitingar í þessu afmælishófi að gjöf. Ég þakka
þeim sérstaklega fyrir rausnarskapinn.
Ég legg til að við lyftum glösum í tilefni af 85 ára afmæli skipu-
legs félagsstarfs hjúkrunarfræðinga á íslandi og biðjum þess að
störf félagsins okkar verði farsæl hér eftir sem hingað til.
Ég vona að við getum átt hér saman ánægjulega stund, hér
hittum við gamla skólafélaga og vinnufélaga, spjöllum og
gleðjumst. Hér er ekki ætlunin að verði fluttar langar og miklar
ræður heldur fyrst og fremst gefið tóm til hins fornkveðna:
„Maður er manns gaman.“
Um leið og ég óska ykkur góðrar skemmtunar vil ég biðja
Ingu Eydal, hjúkrunarfræðing og söngkonu, og Gunnar
Gunnarsson, píanóleikara, að koma hingað og flytja okkur
nokkur djasslög. Inga mun sjálf kynna lögin en af því að þau
jeru bæði Akureyringar eins og fleiri hér vonast ég eftir léttri
Sjallasveiflu. Gjörið þið svo vel.
Tímarit hjúkrunarfræöinga 5. tbl. 80. árg. 2004
33