Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Síða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Síða 5
FORMANNSPISTILL FRAMTIÐARSYN HJUKRUNAR - Hvert stefnir og hvert viljum við fara? 'wm ' i Halla Grétarsdóttir Nú er haustið komið og veturinn að ganga í garð. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, er nú sest á skólabekk og ég hef tekið að mér að leysa hana af þessa haustönn. í þessum fyrsta pistli mínum langar mig að horfa fram á veginn og varpa fram vangaveltum um framtíðarsýn hjúkrunar. Nýverið barst mér mjög áhugaverð skýrsla frá kanadíska hjúkrunarfélaginu. Skýrslan heitir Toward 2020: Visions for Nursing. í henni er kynning á framtíðarsýn kanadíska félagsins á hjúkrun árið 2020 sem félagið hefur lagt mikla vinnu í að móta undanfarin ár. Eitt af því fyrsta sem ég las í skýrslunni var: If you're not constructing your future, Your future is still being constructed. (Tim Porter-O'Grady) Eða eins og setningin gæti verið á íslensku „Ef þú mótar ekki framtíð þína sjáifur mótast hún þrátt fyrir það. “ Þessi orð hafa leitað á huga minn síðan og hef ég hugleitt hvort Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga þurfi að setja saman hóp hjúkrunarfræðinga til að vinna að framtíðarsýn félagsins í hjúkrunar og heilbrigðismálum hérlendis byggða á stefnu félagsins sem unnin var af Sesselju Guðmundsdóttur og Kristínu Björnsdóttur árið 1997. Því þó enginn viti hvað gerist í framtíðinni, þá getum við mótað okkar stefnu með því að hugleiða hvað getur gerst, byggða á hvernig framtíð hjúkrunarfræðingum hugnast best. Hjúkr- unarfræðingar gegna nú mörgum lykil- störfum innan heiibrigðiskerfisins og hafa í vaxandi mæli áhrif á stefnumótun heilbrigðismála. Ef hjúkrunarfræðingar mundu deila sameiginlegri sýn á hvernig þeir vilja sjá hjúkrun og heilbrigðisþjónust- una þróast á næstu áratugum myndi slfk framtíðarsýn hjálpa hjúkrunarfræðingum enn frekar til að hafa áhrif og stuðla að slíkri framtíð. Hvernig breytist heilbrigðiskerfið? Starfsumhverfi okkar, heilbrigðiskerfið, á eftir að breytast mikið og fram undan er mikið verkefni, sem kallar á breytta hugsun við skipulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar. í framsetningu kanadíska hjúkrunarfélagsins á þróun heilbrigðiskerfisins er því spáð að líklega starfi mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga við hjúkrun utan spítala árið 2020. Hefð- bundnir spítalar verða minnsti þáttur heilbrigðiskerfisins öfugt við það sem nú er. Mun fleiri njóti þá heilbrigðisþjónustu utan spítalanna og það krefst eflingar annarra úrræða (millistiga). Einnig að heilbrigðisþjónustan færist nær skjól- stæðingum hennar. Mun stærri hluti heilbrigðisþjónustunnar komi til þeirra sem á henni þurfa að halda og gegni þá heilbrigðisþjónusta í nærumhverfi, mun stærra hlutverki en nú er. Áhersla verður lögð á að styðja og efla sjálfs- hjálp skjóistæðingsins sjálfs og hans nánustu. Þessi þróun krefst samþættingar þjónustu, eflingar samstarfs miili heilbrigðis- stofnana og þverfaglegrar samvinnu. Áhugavert er fyrir íslenska hjúkrunar- fræðinga að velta því fyrir sér hvort þeir eigi von á sambærilegri þróun hériendis og hvaða áhrif það hefði á störf þeirra. Hvernig sem þróunin verður þarf Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að hafa skýra framtíðarsýn í hjúkrunar- og heilbrigðismálum og taka virkan þátt í mótun hennar. Það má segja að áhersla félagsins á árinu 2006 á mannauð í hjúkrun sé skref í þá átt. Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí bar yfirskriftina Vel mannað verndar líf. Þar var m.a. samþykkt ályktun þar sem hjúkrunar- fræðingar ítrekuðu mikilvægi mönnunar fyrir öryggi sjúklinga og gæði þjónust- unnar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur áfram að fjalla um mannauð og hlutverk hjúkrunarfræðinga í stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarþingi félagsins. Þingið, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 2. og 3. nóvember nk., ber yfirskriftina Mannauður í hjúkrun. Á þinginu verður fjallað um mannauð og hlutverk hjúkr- unarfræðinga í stefnumótun í hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustunni. Öllum félags- mönnun er heimil þátttaka og eru þeir hvattir tii að mæta og taka þátt í stefnu- mótun félagsins í þessum mikilvægu málaflokkum. Það er von félagsins að niðurstöður hjúkrunarþingsins verði gott framlag í umræður um framtíðarsýn hjúkr- unar og heilbrigðiskerfisins og að stjórn félagsins geti notað niðurstöðurnar til að taka næstu skref í að móta framtíðarsýn félagsins. Halla Grétarsdóttir, starfandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.