Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 7
RITSTJORASPJALL HVERS VIRÐI ER HEILSAN? Um daginn hitti ég hjúkrunarfræðing sem var að koma á fund í húsakynni félags FIH. Hún hefur sérhæft sig í endurhæfingarhjúkrun og við ræddum mikilvægi endurhæfingar fyrir þá sem hafa veikst eða orðið fyrir slysum, ekki síst mikilvægi þess fyrir fjölskyldur og samfélagið að fá fólk aftur til starfa og verða virkt í samfélaginu. í framhaldi af þessum umræðum ræddum við uppáhalds umræðuefni stjórnmálamanna og fjölmiðla um heilbrigðismál þ.e. sparnað í útgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar. En um hvað snýst sú umræða? Til að geta áttað okkur á því þurfum við að skilgreina og skilja hvað felst í hugtökunum heilbrigðisþjónusta, útgjöld og sparnaður. í núgildandi lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. Vaigerður Katrín Jónsdóttir 97. frá 28. september 1990) segir í 1. grein að: „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði." Til að unnt sé að veita þessa þjónustu greiða landsmenn tiltekna upphæð í formi skatta sem þá eru útgjöld til heil- brigðisþjónustunnar. En hvað er sparnaður? Hvað er það að spara útgjöld í heilbrigðisgeiranum? Sparnaður er yfirleitt eitthvað sem tengist fjármunum, samanber börn spara í þar tiltekna sparibauka eða fólk leggur fyrir fé inn á bankareikninga. Einhvern veginn á þetta hugtak ekki heima með hinum tveimur í því kerfi sem við búum við. Hvað er hægt að spara ef veita á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði? Fækka starfsfólki? Fækka meðferðarúrræðum? Er hægt að verðleggja heilsu? Eða er góð heilsa eins og segir í auglýsingunni, ómetanleg? Eini raunhæfi sparnaðurinn í heilbrigðisþjónustunni er að landsmenn séu við það góða heilsu miðað við aldur að þeir þurfi sem minnst á sjúkrahúsaþjónustunni að halda. Nú um stundir gera flestir sér grein fyrir mikilvægi heilsuverndar. í þessu tölu- blaði er sjónum beint að heilsuvernd, rætt við Bergljótu Líndal, heiðursfélaga FÍH en hún hefur um áratugaskeið unnið við heilsuverndarhjúkrun á Heilsuverndarstöðinni sem nú er búið að leggja niður. Þá eru í blaðinu þrjár ritrýndar greinar. Ákvörðun um útgáfu sérhefta ritrýndra greina verður tekin á næsta fulltrúaráðsþingi FÍH sem haldið verður á næsta ári og því eru ritrýndar greinar stór hluti þessa tölublaðs. Tvær ritrýndar greinarnar eru eftir Sóleyju Bender og fjalla þær um kynlífsheilbrigði og ein til viðbótar er fjallar um heilsuvernd barna og fræðslu um áfengi og vímuefni. Geðhjúkrunarfæðingar halda áfram að fjalla um hvernig unnt er að varðveita geðheilsuna og skrifa um 8, 9, og 10 geðorðið. Forsíðan að þessu sinni er tengd októbermánuði, mánuði brjóstakrabba, en með reglulegri heilsuvernd er unnt að koma að miklu leyti í veg fyrir hann sem og aðra sjúkdóma. Og í lokin smá ábending fyrir þá sem vilja stuðla að því að konur komist í ókeypis mammógröf, farið reglulega á neðangreinda heimasíðu og klikkið á söfnun fyrir ókeypis mammógröf fyrir konur. http://www.thebreastcancersite.com. URTASMIÐJAN ~ $ÓLA Græðismyrsl OÓÐA GRÆNA JURTAKREMIÐ SEM HEFUR REYNST SVO VEL Á HÚÐÞURRK, SÁR, ÖR, BRUNA, SÓLEXEM, SÓLBRUNA, TÁSVEPP, GYLLINÆÐ, ÝMIS ÚTBROT OG VÖRTUR. STILLIR SVIÐA OG KLÁÐA. i SÖLUSTAí?!R: | HÖFUDBORCARSVÆDID: AKUREYRI: i YCÓDRASILL, MAÐUR LIFANDI, HEILSUHÚSIN, HEILSUHORNIÐ, APÓTEKARINN, BLÓMAVAL. j GARÐHEIMAR, Fjarðarkaup. Sauðárkrókur, NUDD oc stratastofan. I SELFOSS: HEILSUHÚSIÐ, VOPNAFJÖRÐUR: LYFSALAN. : KEFLAVÍK: BLÓMAVAL. j BORCARNES: NUDDSTOFA MARGRÉTAR. URTASMIÐJAN601 AKUREYRI, SÍMI, 462 4769 NETF. CICJA@URTASMIDJAN.IS Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.