Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Side 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Side 9
sérmerkta söfnunarbauka. Baukar og slaufur munu einnig liggja frammi á nokkrum öðrum stöðum. Öllum ágóða af sölunni verður varið til verkefna sem valin verða í samráði við Krabbameinsfélagið og Samhjálp kvenna, sem eru samtök kvenna sem greinst hafa með krabbamein í brjóstum. Sturtuspjöldum, þar sem konum er leiðbeint að þreifa brjóstin, hefur verið dreift og síðast en ekki síst hafa konur verið hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvarinnar að koma í brjóstamyndatöku. Þetta er í samræmi við eitt af markmiðum Evrópusamtakanna Europa Donna sem Samhjálp kvenna fékk aðild að árið 2002. Ár hvert greinast um 170 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og um 35 deyja. Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að aukast en lífshorfurnar hafa einnig batnað mikið. Um helmingur kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 80% vænst þess að lifa svo lengi. Nú eru á lífi um 1900 konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni getur tíunda hver kona búist við að fá brjóstakrabbamein. Hér á landi eru konur boðaðar tií brjóstamyndatöku annað hvert ár á aldrinum frá 40 til 69 ára. Konur utan þess aldurshóps geta þó einnig pantað myndatöku. Erlendar rannsóknir benda til þess að með því að taka röntgenmyndir reglulega af brjóstum kvenna megi lækka dánartíðni vegna krabbameins í brjóstum verulega. Þess má geta að árveknisátakið hefur orðið til þess að undanfarin ár hefur aðsókn að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ávallt aukist í október. Undanfarin ár hefur Samhjálp kvenna verið með málþing í október sem fjallar um ýmsar hlíðar brjóstakrabbameins. Þann 24. október verður málþing á vegum Samhjálpar kvenna í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Þar verður fjallað um brj óstakrabbameinsmiðstöðvar sem vinna eftir verklagsreglum Europa Donna og Eusoma sem eru samtök evrópskra brjóstaskurðlækna. Kristján Skúli Ásgeirsson, skurðlæknir, sem starfar við slíka miðstöð í Nottingham í Englandi, greinir frá starfsháttum þeirrar stofnunar við meðferð á brjóstakrabbameini. ARVEKNI UM BRJOSTA- KRABBAMEIN SAMHJÁLP KVENNA ESTÉE LAUDER KRABBAMEINSFÉLAGID Á vefslóðinni bleikaslaufan.is er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um brjóstakrabbamein og árveknisátakið. Tímarit hjúkrunarfræðinga -4. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.