Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Síða 12
sér hvers vegna hjúkrunarkonur ættu að hafa köllun frekar en læknar og aðrar heilbrigðisstéttir. „Eða hafa unnið á spítala eða vera duglegar að skúra, eins og hún Sigþrúður okkar? Vissulega voru þetta allt kostir en hinir áttu að sjálfsögðu einnig að fá tækifæri, líka þeir sem voru kannski svolítið breyskir. Guði sé lof að þeir fengu það, en mér fannst fullmikil áhersla lögð á framangreinda þætti, sjálfsagt vegna þess að ég hafði ekkert af þessu til að bera. Þetta á að vera áhugavert starf sem krefst þekkingar, það gefur mikla möguleika og þessi fjölmenna stétt á að endurspegla allar manngerðir enda gerir hún það.“ í kveðjuhófi Bergljótar á Heilsuverndarstöðinni með Geir Gunnlaugssyni lækni í náminu var boðið upp á húsnæði og fæði meðan á námstímanum stóð og það koma sér vel fyrir margar ekki síst þær sem bjuggu úti á landi. Þegar verklega námið hófst þurfti hún að flytja inn á heimavistina. „Það fannst mér skelfilegt, ég bjó nánast í næsta húsi, en þetta var skylda til að hægt væri að hafa auga með okkur. Ég átti alla mína vini utan skólans en þurfti að vera komin inn klukkan 10 á hverju kvöldi, mér fannst þetta geipileg frelsisskerðíng. Við fengum að vísu fjögur útileyfi í mánuði en það dugði mér ekki þar sem mig langaði bæði til að nota þau til að vera heima í fríum, sem voru oft á virkum dögum, og sinna hinu Ijúfa lífi um helgar. Það tók mig því tíma að kynnast skóla- systrum mínum, tek fram að mér hefur alltaf leiðst orðið „hollsystir" því að ég var alltaf rokin heim strax eftir vinnu og kom ekki til baka fyrr en rétt fyrir lokun. Ég var hins vegar óttaleg gunga og þorði aldrei að brjóta reglurnar. Ég á því ekki sams konar minningar um heimavistina eins og flestar aðrar. En ég eignaðist þarna margar og góðar vinkonur sem voru umburðarlyndar við þennan furðufugl og eru þær góðar vinkonur mínar enn í dag og styrkjast vináttuböndin með hækkandi aldri.“ „Ég hafði aldrei verið dugleg að skúra“ Hún segir nemana hafa verið vinnuafl fyrir spítalann. „Ég held að það sé ekki ofsagt að við héldum uppi starfsemi Landspítalans. Mér fannst fullmikið um að við værum að skúra og þrífa, það var ágæt byrjun, t.d. fyrsta árið til að kynnast starfseminni og þeim störfum sem við áttum síðar að bera vissa ábyrgð á, en draga hefði mátt meira úr því með árunum. Maður fékk of lítið að vita um sjúklingana, heilsu þeirra, veikindi, fjölskyldu o.s.frv., við áttum að vinna, hlýða og þegja. Ég hafði það stundum á tilfinningunni að ég væri að svíkjast um ef ég lenti á tali við sjúklingana án þess að vera að gera þeim til góða að öðru leyti. Það var líka mikið metnaðarmál að skila af sér deildinni í góðu ástandi við vaktaskipti og vann maður oft töluvert fram yfir vinnutímann til að ganga frá dúkum, bekkenum o.s.frv. enda óskemmtilegt að taka við vakt þar sem allt væri á rúi og stúi á deildinni. Mér fannst þetta stundum ganga yfir þjónustuna við sjúklingana." Hún bætir við að Þorbjörg skólastjóri hafi kallað þær fyrir eftir 6 mánaða reynslu á spítalanum og spurt hvernig gengi, hvort þetta væri það sem þær hefðu átt von á. „Þá þorði ég ekkert að segja þó að mig langaði að segja: „Nei ég bjóst við að þetta væri svolítið öðruvísi." Ég var líka hrædd um að þetta þætti hroki, ég þættist of góð til að sinna nauðsynlegum störfum eins og þrifum. En ég held líka að mér hafi fundist það ókurteisi og Bergljót í nemabúníngnum framhleypni að fara eitthvað að gjamma þarna, enginn annar gerði það, þetta var því líklega eins og það átti að vera." Hún bætir við að þetta hafi vissulega verið góður skóli að mörgu leyti, „og þar lærði ég margt sem ekki var vanþörf á enda hafði ég aldrei verið dugleg að skúra." Eitthvað annað sem kom þér á óvart? „Já, ég hafði aldrei kynnst eins mikilli stéttaskiptingu og á Landspítalanum. Læknarnir voru að sjálfsögðu þéraðir en þéringar voru að vísu siður á þessum árum, þeir borðuðu allir saman við sérstök borð á sérstökum stað, allt í einu hætti maður hálfvegis að þekkja ýmsa lækna sem verið höfðu heimilisvinir á mínu bernskuheimili." Skömmu áður en hún lauk námi giftist hún fyrri manni sínum, Guðmundi Jónassyni enskukennara. „Við ætluðum í ferð til Flateyjar á Skjálfanda, en hapn var þaðan, en þá var betra að vera giftur til að gæta allrar siðsemi þeirra tíma og það hafði líka í för með sér að ég flutti út úr heimavistinni." Hvað tók svo við eftir útskriftina? „Ég fór að vinna um tíma á fæðingar- deildinni en hætti tveimur mánuðum áður en ég átti eldri son minn, Jónas. Ég hef ekki allt of mikla trú á að skipuleggja barneignir þó það sé áreiðanlega algjört ábyrgðarleysi að segja þetta. Ég er hálf- hjátrúarfull og þeirra skoðunar að ef menn bíða sífellt með hlutina þá komi tækifærin hreinlega ekki." Hún segir það hafa verið til siðs á þeim tíma að konur hættu að vinna töluvert fyrir fæðingu. „Ég notaði tímann til Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.