Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 13
Ung- og smábarnavernd að fara á námskeið í Húsmæðraskólanum og læra matargerð, það var ekki vanþörf á!“ í þá daga var ekkert fæðingarorlof, hún eignaðist drenginn um vorið og var heima launalaus um sumarið. „Maðurinn minn hafði fengið styrk til að fara til náms til Bandaríkjanna og fór um haustið, ég flutti þá heim til foreldra minna með drenginn á meðan. Mamma var heimavinnandi og gætti drengsins með glöðu geði, því afréð ég um haustið að sækja um vinnu á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Ég hafði fylgst með því þegar farið var að grafa grunninn, fannst ævintýraljómi yfir', byggingunni, auk þess sem ég hafði unnið tvö sumur hjá borgarlækni, allt þetta kveikti áhuga minn á að starfa þarna. Ég fór því einn góðan veðurdag að kanna málið og hitti fyrir yndislega og fallega konu, það var Sigrún Magnúsdóttir forstöðukona, og spurði hana hvort þar væri vinnu að fá. Ég sagði henni að ég væri nánast nýútskrifuð og því ekki með mikla reynslu. Hún réð mig á staðnum. Þetta var haustið 1958, þá var Heilsuverndarstöðin nýtekin til starfa. Þaðan átti ég ekki afturkvæmt, starfaði þar allan minn starfsaldur með smáhléum vegna tímabundinnar dvalar erlendis, barneignaleyfis og námsleyfa, og lét ekki af störfum fyrr en lögin tóku í taumana þegar ég var orðin 70 ára. Þarna var mitt áhugasvið og þarna fannst mér ég eiga heima, andrúmsloftið var gott, engin stéttaskipting," segir Bergljót. Fannst þér þetta strax vera framtíöar- starfið? „Ég ætlaði fyrst aðeins að vinna þarna á meðan Guðmundur væri erlendis, byrjaði á berklavarnadeildinni, fór í alla „Hef starfað hér allan minn starfsaldur" framhaldsskóla í Reykjavík og gerði berklapróf. Sigrún bað mig síðan að leysa af á barnadeildinni yfir sumarið, hún bað mig svo að fara aftur í berklaprófin um haustið, þannig gekk þetta í fjögur ár, ég fór í berklaprófin á haustin og leysti af á hinum ýmsu deildum á sumrin, einkum barnadeild, þannig að þegar upp var staðið hafði ég unnið á flestum deildunum." Eiginmaður Bergljótar fór aftur til náms haustið 1960, „að þessu sinni til Bretlands. Ég fór eftir áramót en hafði sótt um vinnu í London nokkrum mánuðum áður en ég fór. Ég hafði alltaf haft áhuga á að vinna með öldruðum eða á langlegudeildum, tækni var ekki mitt áhugasvið, því bað ég um starf á slíkri deild, ekki kom til greina að fá vinnu við heilsuvernd. Það fór þó svo að ég var sett á slysadeild en þar hafði ég aldrei unnið, engin slík deild var inni í mínu hjúkrunarnámi. Einhvern veginn slampaðist þetta og ég lærði mikið, ekki aðeins í hjúkrun heldur mikið um mannlíf og annars konar menningu og þjóðfélag. Skriffinnskan var hins vegar svo gífurleg að ég fékk ekki endanlegt starfsleyfi fyrr en ég var komín heim sex mánuðum síðar." Þegar heim kom vorið 1961 brosti fram- tíðin við. „Ég hóf aftur störf á Heilsu- verndarstöðinni. Við vorum komin í nýjá íbúð, Guðmundur var kominn í nýtt starf og síðast en ekki síst, við áttum von á öðru barni okkar.“ En þá dundi ógæfan yfir. Guðmundur eiginmaður hennar var greindur með krabbamein og eftir harða og óvægna baráttu lést hann aðeins 32 ára gamall. Bergljót var þá aðeins 27 ára gömul, ól seinní son þeirra meðan Guðmundur lá banaleguna, hann hlaut nafnið Guðmundur Þór. Þetta hefur veríð erfiður tími? „Já, svo sannarlega. Guðmundur var lagður inn á spítala í lok febrúar en dreng- urinn fæddist 13. mars. Guðmundur lést svo 16. júní. Ég var með lítið nýfætt barn og naut þess eðlilega ekki við þessar aðstæður. Mitt lán á þessum erfiða tíma var að ég gat flutt með drengina heim til foreldra minna sem bjuggu í góðu einbýlishúsi. Þeir ólust því upp í Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.