Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 14
stórfjölskyldu, með foreldrum mínum og Sigurði bróður mínum, þar hafa kannski lögfræðigenin fengið byr undir báða vængi. Mamma vildi að ég nyti lífsins og væri frjáls ferða minna enda var hún heima og drengirnir alltaf í öruggum höndum. Þetta voru ótrúleg forréttindi fyrir konu í minni stöðu og ég nýtti þau vel. En nú var gott að hafa menntun og geta unnið fyrir sér í góðu starfi en eftirlaun eftir Guðmund fékk ég engin þar sem hann hafði unnið svo stutt." í reykkófi í Hjúkrunar- skólanum og á Heilsu- verndarstöðinni Hún rifjar upp fyrstu árin á Heilsuverndar- stöðinni með frábæru samstarfsfólki þar sem allir reyktu. „Barnshafandi símastúlkan við aðalskiptiborðið, báðir yfirlæknarnir á barnadeildinni, Halldór Hansen og Katrín Thoroddsen og flestir starfsmenn barnadeildar reyktu mikið. Það var í raun þrekvirki að komast í gegnum Hjúkrunarskólann án þess að læra að reykja, það reyktu allir mikið á þessum tíma. Pabbi reykti t.d. mjög mikið en mamma ekki neitt. Þótt ég sé mikið fyrir lífsins lystisemdir, veik fyrir freistingum og „karakterlaus" með afbrigðum, þá var ég alveg ákveðin í að ánetjast ekki reykingum en reykingar þóttu mjög smartar á þessum árum. En ekki var ég sterkari á svellinu en svo að þegar ég sá aðra reykja fannst mér þetta hljóta að vera gott og gaman og reykti því oft „selskapssígarettur" og sníkti þær þá hjá öðrum, ekki gekk ég með sígarettur, ég sem ekki reykti. En lánið mitt var að ég ánetjaðist þeim aldrei." Hver voru helstu verkefni þín fyrstu árin? „Haustið 1963 byrjaði ég að vinna sem skólahjúkrunarkona og var þar í 8 ár. Það var góður tími, starfið sjálfstætt og þar eignaðist ég góða vini. Hefði ég þá þekkt eða gert mér grein fyrir öllum þeim vandamálum sem börn glíma við nú á dögum, eins og einelti, kynferðislega misnotkun, vanrækslu o.fl., oft án þess að nokkuð hafi sést á yfirborðinu, þá hefði ég unnið töluvert öðruvísi. Sum vandamálin voru hins vegar sýnileg og stundum fékk ég að heyra, þegar ég ætlaði að gera eitthvað f málunum: „Ætlar þú nú að bjarga heiminum," en úrræðin voru afar fá.“ Bergljót segir að komið hafi að því að henni hafi fundist hún þurfa að afla sér meiri menntunar og fór til Svíþjóðar til náms í heilsuvernd. „Ég fékk lán frá mínum vinnuveitendum sem var óafturkræft ynni ég við Heilsuverndarstöðina tvö ár að námi loknu, en velgerðarmenn mínir, Sigurður Sigurðsson landlæknir o.fl., útveguðu mér styrk frá Sameinuðu þjóðunum og Svíar útveguðu mér húsnæði í hjúkrunarskóla, meira en þeir gerðu fyrir Svíana sjáifa.“ Bergljót var komin hátt á fertugsaldur þegar þetta var. „Ég taldi mína dönskukunnáttu duga mér í sænskunni. Á skólasetningunni áttaði ég mig á því að ég skildi ekki orð. „Jæja, þetta nær þá ekki lengra, ég verð að fara heim við lítinn orðstír, þetta er þokkalegt," sagði ég við sjálfa mig. En ég lagði mig fram og eftir viku var sænskan komin. Aldrei hef ég verið jafnsamviskusöm í námi enda gerði ég mér grein fyrir því, að nú væri að duga eða drepast." Hún segir að dvölin hafi verið erfið að mörgu leyti. „Synir mínir urðu eftir hjá foreldrum mínum, þar fór afar vel um þá, en þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir mig. Ég hafði líka kynnst manni áður en ég fór. Það var Einar Guðjohnsen, ferðamálafrömuður og fjallagarpur. Ég eiti hann upp um fjöll og firnindi en við höfðum kynnst á þann rómantíska hátt að hann bjargaði lífi mínu, eða svo hélt ég. Það var í ferð í Þórsmörk sem Heilsuverndarstöðin stóð fyrir. Ég „fraus“ í einhverju háskalegu klettabelti, að mínu mati, þaðan „bjargaði" hann mér. Síðar, þegar við áttum leið þar um, benti hann mér á að þarna hefði aldeilis enginn háski verið á ferðum. Ég var smeyk um að hann nennti ekki að bíða eftir mér meðan ég væri úti í Svíþjóð en annað kom á daginn, ég fékk þrjú til fjögur bréf á viku frá honum en á þessum árum voru bréfaskriftir nánast eina leiðin til að hafa samband milli landa. Hann kom síðan til að vera viðstaddur útskriftina, fékk meira að segja að búa í hjúkrunarskólanum. Við Einar áttum 25 frábær ár saman. Við ferðuðumst víða, ekki aðeins um allt ísland heldur um allan heim. Hann lést skyndilega af hjartabilun 11. maí 1995 en við vorum á leið til útlanda daginn eftir. Yngsta barnabarnið mitt, sonur Jónasar, heitir í höfuðið á honum. Það segir mikið." Bergljót ásamt Halldóri Hansen barnalækni á sextugsafmælinu Þegar Bergijót kom heim að loknu námi fór hún aftur að starfa við Heiisuverndar- stöðina, að hálfu sem aðstoðarforstöðukona en að hálfu við Hjúkrunarskólann. Árið 1973 var auglýst staða forstöðukonu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Bergljót sótti um. „Mig langaði alltaf tii að hafa áhrif og koma því á framfæri sem mér lá á hjarta en hjúkrunarkonur höfðu almennt ekki áhuga á stjórnunarstörfum á þessum árum. Ég var því eini umsækjandinn þannig að samkeppni fékk ég enga og þeír sem réðu í starfið áttu enga undankomuleið," segir hún hlæjandi. „Ég var því ráðin í stöðuna." Hún bætir við að svo undarlega hafi viljað til að skipt var um alla forystusveitina á þessum sama tíma, þ.e. borgarlækni, framkvæmdastjóra og forstöðukonu. „Ekki nóg með það, við sem tókum við voru eins og andhverfur þeirra sem fyrir voru þeirra Jóns Sigurðssonar borgar- læknis, Guðmundar Skúlasonar og Sigríðar Jakobsdóttur. Þeir fyrri rólegir og yfirvegaðir en það sama verður ekki sagt um okkur, Skúla Johnsen, Gísla Teitsson og mig, sem tókum við enda risu öldurnar oft hátt. 12 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.