Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 15
Árið 1974, þegar ég tók við stöðu for- stöðukonu Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, tóku lög um heilbrigðisþjónustu gildi. Þar erfyrst kveðið á um heilsugæslustöðvar og þá þegar spurði ég um hvað yrði um Heilsuverndarstöðina. Þetta hef ég spurt um þindarlaust í tæp 30 ár,“ segir hún og hlær, „en ekki fengið svör!“ Þetta var ekki gæfulegt því að í lögunum er aðeins kveðið á um heilsugæslustöðvar en sett voru bráðabirgðaákvæði um Heilsuverndarstöðína, upphaflega giltu þau fyrir nokkur ár í senn en í 12 ár voru þau framlengd um eitt ár í einu þar til árið 1997, þá var framlengingin aðeins til 30. apríl það ár og síðan ekki söguna meir, formlega hefur stöðin því ekki verið til síðan 1. maí 1997. Sérstök þriggja manna stjórn hafði verið yfir stöðinni, en áleit þá að hún hefði ekkert umboð og hætti. En þótt stofnunin hefði enga stjórn og ekki verið til samkvæmt lögum hefur samt sem áður verið þar lífleg starfsemi. Uppbygging heilsugæslustöðvanna í Reykjavík gekk * mjög hægt, fyrsta stöðin tók til starfa 1977 en sú síðasta í janúar 2006, sem sagt 29 ár. Heilsuverndurstöðin sinnti þeim hverfum, sem ekki höfðu fengið sína heilsugæslustöð, og ýmsum verkefnum, sem þær höfðu ekki tök á að sinna, um lengri eða skemmri tíma.“ Meö barnabörnunum. Frá vinstri, Bergljót Gyða, Halldóra, Einar Geir, Kolbrún María, Helga Theodóra, Þórhildur Bergljót og Kristján Páll Hvernig þróaðist starfsemi Heilsuverndar- stöðvarinnar? „Eftir því sem hin hefðbundna starfsemi dróst saman varð sérhæfingin meiri en á Heilsuverndarstöðínni var stefnt að því að þar yrðu sérhæfðar miðstöðvar sem þjónuðu landinu öllu, miðstöð heilsuverndar barna, mæðraverndar o.s.frv. Róðurinn var nokkuð erfiður, heilsugæslunni var ekki ailt of mikið um þetta gefið, og það skildi ég aldrei, en þetta er einmitt stuðningur við þeirra starfsemi þar sem þær sinna alhliða þjónustu en sérþekkingin vex svo gífurlega, en nú hafa miðstöðvarnar fest sig í sessi. En svo skall á gjörningaveður, svo óskiljanlegt sem það var, Heilsu- verndarstöðin var seld sl. vor og starfsemi hennar fengið nýtt húsnæði uppi í Mjódd í óþökk starfsmanna enda voru þeir ekki spurðir. Þetta er blettur á heilbrigðissögu þjóðarinnar og enginn veit hvað gera á við Heilsuverndarstöðina. Ég ætla ekki að fara lengra út í þessa sálma, það yrði allt of langt mál, en áhugasamir geta lesið fjórar greinar, sem ég hef skrifað um þetta brambolt allt í Morgunblaðinu, auk greina eftir þá Hauk Þórðarson og Ásmund Brekkan, fyrrverandi yfirlækna. Viðbrögð hafa engin verið en ég segi eins og Vilmundur Jónsson landlæknir: „Ég hef þó sagt það.“ Eins og þú sérð er ég enn að skipta mér af þótt ég sé löngu hætt störfum," segir Bergljót brosandi en hún hætti 1. október 2004. „Ég sat sem fastast til 70 ára aldurs. Ég virði það við þá sem ráða að ég skyldi fá að vera svona lengi, eins og ég var búin að vera þreytandi, það er eins gott að hafa lög sem taka í taumana, annars væri líklega aldrei hægt að losna við mig.“ „Vildi engum svo illt að fá 12 kerlingar inn á stjórnarfundi“ Hún segist hafa haldið að hennar starfssvið yrði útvíkkað með tilkomu heilsugæslustöðvanna en ekki var áhugi eða vilji fyrir því. „Hver heilsugæslustöð hafði sinn sjálfstæða hjúkrunarforstjóra en það var deginum Ijósara að einhvern samnefnara þurfti fyrir hópinn sem sæti stjórnarfundi og væri tengiliður milli yfirstjórnar og hjúkrunarforstjóranna, en þeir urðu 12 talsins í Reykjavík og eru fleiri í dag eftir að nokkur nágrannasveitarféiög fóru undír stjórn heilsugæslunnar. Ingibjörg R. Magnúsdóttir hélt utan um hópínn en hún var skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu eins og kunnugt er og vann því ekki í heilsugæslunni, sat þar af leiðandi ekki stjórnarfundi heilsugæslunnar í Reykjavík. Mál heilsugæslunnar hafa aldrei verið einföld og væri sú saga efni í heila bók, sem vonandi verður skrifuð, en ég verð þó aðeins að útskýra að Reykjavík var skipt í fjögur umdæmi og hafði hvert umdæmi sína stjórn, hjúkrunarforstjórarnir Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 13

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.