Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 39
ÞANKASTRIK Vilborg Guðrún Þórðardóttir / kristin@krummi.is HORFT UM ÖXL VIÐ STARFSLOK - HJÚKRUN ER LIST! Það er ótrúlegt hvað óvæntir atburðir geta haft örlagarík áhrif á líf manns. Ég var að Ijúka námi í gagnfræðaskóla, þá sextán ára, er ég veiktist snögglega af botnlangabólgu. í framhaldi af því var ég flutt í skyndi á Landspítalann til nánari athugunar og síðan uppskurðar. Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina var ég komin inn á fjölmenna sjúkrastofu. Ég hresstist fljótt og tilveran innan veggja sjúkrahússins var ævintýri líkust. Allt atlæti, umönnun og hjúkrun og eins öll samskipti við starfsfólkið var til fyrirmyndar í alla staði. Eftir þessa vikudvöl mína á Landspítalanum veltist það ekki fyrir mér hvað ég vildi læra, það var hjúkrun. Til að komast inn í skólann þá var aldurstakmark miðað við nítján ára og eldri. Svo ákveðin var ég í því að læra hjúkrun að það dró ekkert úr mér kjarkinn þó ég þekkti engar af væntanlegum skólasystrum mínum. í þá daga eða árið 1956 bjuggu hjúkrunarnemarnir á heimavist á þriðju hæð Landspítalans. Við vorum tvær og þrjár saman á herbergi og myndaðist fljótt góð samheldni og vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Námið sóttist vel, var því skipt niður í bóklega og verklega áfanga til skiptis. í verklega náminu vorum við á hinum mismunandi deildum Landspítalans, auk þess að dvelja mislengi á sér- hæfðu sjúkrahúsunum eins og Vífils- stöðum, Kleppsspítalanum og Heilsu- verndarstöðinni. Þar að auki var sex mánaða starfstími á sjúkrahúsi úti á landsbyggðinni. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var minn staður. Námstíminn stóð í þrjú ár og tvo mánuði. Á þessum tíma kynntist ég mörgu fólki. Þar vil ég fyrst nefna okkar ágætu kennara auk yfirlæknanna og hjúkrunardeildar- stjóranna sem báru hitann og þungann af starfsemi sinna deilda. Hjúkrunardeildar- stjórarnir höfðu afgerandi áhrif á verklegt nám okkar nemanna og fylgdu því eftir.. Vilborg Guðrún Þórðardóttir Margt af þessu fólki voru stórbrotnir og ógleymanlegir persónuleikar. Það voru forréttindi að fá að starfa undir leiðsögn þessa góða fólks og læra af því. Ég brautskráðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunaskóla íslands árið 1959. f starfi mínu hef ég unnið lengst við hjúkrun aldraðra, einnig hef ég starfað við skólahjúkrun og heimahjúkrun. Síðustu ár hef ég starfað samhliða á öldrunarlækningadeild og við skóla- hjúkrun. Þetta var mjög krefjandi starf en með afbrigðum gefandi og skemmtilegt. Hjúkrun er list, segi ég, vegna þess að fjölbreytileiki starfsins er ótrúlega mikill. Hafi hjúkrunarfræðingur náð að þróa með sér hæfni, hæfileika, þekkingu og þjálfun í umhyggju og samskiptum, geti spurt spurninga sem skipta máli og lesið í svörin jafnt með ytri sem innri sjón getur hann orðið sannkallaður faglegur listamaður í hjúkrun og þá er árangurinn eftir því. í hjúkrun er grundvallaratriði að sinna skjólstæðingum af virðingu og hlýju hvort sem um er að ræða skjólstæðing á sjúkrahúsi eða skólabarn sem kemur í viðtal. Með virðingu okkar fyrir annarri manneskju endurspeglast meðal annars hæfni til að setja okkur í spor hennar og nálgast hana sem jafningja. Hún birtist líka m.a. í því að láta í Ijós áhuga á því sem viðkomandi hefur að segja, hlusta á og ræða það. Einnig í því að sýna samhygð og í slíkum samskiptum felst umhyggja og hvatning, tiltrú og traust sem er forsenda þess að góð samvinna náist milli skjólstæðings og hjúkrunarfræðings í umönnunnar- og bataferlinu. Að lokum vil ég segja þetta: Það er ánægjulegt að sjá allar þessar framfarir í hjúkrun. Fyrst vil ég nefna að hjúkrun er nú orðin fræðigrein í háskólum. Þar var stigið eitt stærsta framfaraspor í menntun hjúkrunarfræðinga. Mun fleiri hjúkrunarfræðingar fara í meistara- og doktorsnám og prófessorunum fjölgar í greininni. Er hjúkrunarfræðingar geta sýnt í auknum mæli fram á árangur og eðli hjúkrunarstarfsins með rannsóknum og tölfræði verður Ijóst að hjúkrunarfræðingar eru heilbrigðisstarfsmenn sem bjarga mannslífum. Ég skora á Katrínu Friðriksdóttur heilsu- gæsluhjúkrunarfræðing að skrifa næsta þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbi. 82. árg. 2006 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.