Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Síða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Síða 48
Sóley S. Bender, dósent, forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við hjúkrunarfræðideild Háskóla fslands og á Landspítala-háskólasjúkrahúsi / ssb@hi.is KYNLÍFSHEILBRIGÐI: FRÁ ÞÖGN TIL ÞEKKINGAR Útdráttur Tílgangur þessarar greinar er að fjalla um sögulega þróun orðræðu um kynlíf á um sjötíu ára tímabili í íslenskum sem alþjóðlegum ritum. Hefur þróunarsögunni verið skipt í fjögur tímabil sem ná frá þögn og til þekkingar. Þróunin sýnir að fáfræði og fordómar ríktu áður fyrr gagnvart kynlífi. Það mátti ekki ræða um það og fræðsla um kynlíf þótti syndsamleg. Kyn- fræðsla var talin geta leitt til kynferðislegrar hrösunar. Á árunum 1935-1975 voru læknar eina heilbrigðisstéttin hér á landi sem samkvæmt lögum hafði leyfi til að fræða almenning um notkun getnaðarvarna. Á alþjóðlegum vettvangi var áhersla á heilbrigt kynlíf lengi fram eftir síðustu öld takmörkuð en athyglin beindist einkum að frjósemi og barneignum. Skilgreiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á fjölskylduáætlun og á frjósemisheilbrigði endurspegla þennan skilning. Með umfjöllun um kynheilbrigði verður hlutur kynlífsheilbrigðis og frjósemis- heilbrigðis jafnari. Eftir að getnaðan/arnapillan kom á markað upp úr 1960 þótti sjálfsagðara að njóta kynlífs, óháð barn- eign. Fyrir rúmum þrjátíu árum setti Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin fram skilgreiningu á kynlífsheilbrigði sem dró fram mikilvægi kynlífs. Árið 2000 var sett fram ný skilgreining á kynlífsheilbrigði með breyttum áherslum. Með henni er lagður víðtækari skilningur í kynlífsheilbrigði en áður hafði tíðkast. Nauðsynlegt er að stuðla að kynlífsheilbrigði fólks út frá þeim breiða skilningi. Lykilorð: Fáfræði, fjölskylduáætlun, frjósemisheilbrigði, kynheil- brigði, kynlífsheilbrigði. Abstract The purpose of this article is to describe the historical development over the past seventy years, regarding the sexual discourses manifested in lcelandic and international literature. The developmental history has been classified into four periods, extending from silence to knowledge. Previously, ignorance and prejudism regarding sexuality were common. Discussion about sexuality was prohibited and it was considered immoral to provide information about sexuality matters. Sexuality education was believed to lead to sexual fallacy. During 1935-1975 physicians were the only health care professionals in lceland who legally were allowed to inform people about contraceptive methods. Internationally there has been limited emphasis on'sexual health over the most part of the last century but the focus has predominantly been on fertility and childbearing. The definitions of the World Health Organization (WHO) regarding family planning and reproductive health support this understanding. The discourse on sexual- and reproductive health created more balanced emphasis on sexual health and reproductive health. After oral contraception was introduced around 1960 sexuality has increasingly been regarded as a pleasureable experience, without considering procreation. About thirty years ago, the WHO developed a definition of sexual health and thereby emphasized the healthy aspect of sexuality. In the year 2000 a new definition of sexual health was developed with different emphases. This definition provided a broader understanding of sexual health than previously had been done. The promotion of sexual health needs to be based on this broad understanding. Key words: Ignorance, family planning, reproductive health, sexual- and reproductive health, sexual health. Kynlífsheilbrigði: Frá þögn til þekkingar í þessari grein er þróun orðræðu um kynlíf skoðuð frá sögulegu sjónarhorni, frá fyrstu áratugum síðustu aldar og fram til dagsins í dag. Skipta má þróunarsögunni í fjögur tímabil sem nefnd hafa verið: þögnin og fáfræðin, frjósemin í fyrirrúmi, vægi kynlífs eykst og aukin þekking. Fyrsta tímabilið einkennist af fáfræði og lítilli áherslu á kynfræðslu. Á þessu tímabili þótti ekki við hæfi að ræða um kynlíf. Næsta tímabil fjallar um áherslur á frjósemi og frjósemisheilbrigði þar sem umfjöllun um kynlíf var falin í frjósemisorðræðunni. Það þótti allt í lagi að ræða um öll þau börn sem fólk átti en ekki hvernig þau urðu til. Þriðja tímabilið einkennist af dvínandi umfjöllun um frjósemi en meiri áhersla er á kynlíf fólks og mikilvægi kynlífsheilbrigðis. Það gætir því meira jafnvægis milli frjósemisheilbrigðis og kynlífsheilbrigðis en gert hafði. Síðasta og fjórða tímabilið fjallar um aukinn skilning og þekkingu á kynlífsheilbrigði. Farið er að líta jákvæðar á kynlíf og nauðsyn þess að hlúa að heilbrigðu kynlífi. Þögnin og fáfræðin Langt fram eftir síðustu öld átti kynfræðslan erfitt uppdráttar. Þetta kemur t.d. fram í varnarræðu kennara við Austurbæjarskólann í Reykjavík, Aðalsteins Sigmundssonar, frá árinu 1934. Hann var fordæmdur af samfélaginu fyrir að fræða um kynfæri líkamans. Fólk leit svo á að þessi kynfræðsla hefði leitt til kynferðislegrar hrösunar ungmenna. Aðalsteinn flutti erindi um þetta mál og gaf út rit sem hann nefndi: Á að fræða unglinga um kynferðisleg efni áður en sá tími kemur, að þeim taki að steðja kynferðislegar hættur? í varnarræðu sinni komst hann svo að orði: Við skulum byrja á því að athuga, hvernig ástandið hefur verið undanfarið og hvernig það er enn víðast um þær upplýsingar, sem unglingar fá um þau efni, sem snerta kynferðislíf manna, og tilorðning nýrra einstaklinga og þau líffæri líkamans, sem vinna að viðhaldi kynsins. Það er skemst af að segja, að allt þess háttar hefur 46 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.