Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Qupperneq 49
r-----;------------------' RITRYNDAR FRÆÐIGREINAR L________________________A verið hjúpað svo mikilli hulu og vafið í svo mikla leyndardóma, sem unnt er (Aðalsteinn Sigmundsson, 1934, bls. 6-7). Hér er Aðalsteinn að höfða til þagnarinnar sem ríkti um kynferðisleg málefni. Það þótti ekki við hæfi að fjalla um þessi mál. í dag hefur ungt fólk hins vegar ótakmarkaðan aðgang að efni um kynlíf og því hefur mikið breyst frá því að þögnin var algjör. Ári eftir að Aðalsteinn kennari var fordæmdur fyrir að veita kynfræðslu, eða nánar tiltekið árið 1935, voru sett lög á Alþingi sem nefndust: Lög um leiðbeiningar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og um fóstureyðingar. í þessum lögum kemur fram að aðeins læknar máttu hafa upplýsingar um getnaðarvarnir undir höndum (Lög um leiðbeiningar, 1935). Þar segir í 1. gr.: Nú leitar kona til héraðslæknis, annars starfandi læknis eða sérfræðings í kvensjúkdómum eða fæðingarhjálp, og óskar eftir leiðbeiningum um vamir gegn því að verða barnshafandi, og er lækninum þá skylt að láta slíkar leiðbeiningar í té, enda er öðrum en læknum bannað að hafa þær leiðbeiningar með höndum. Það er ekki fyrr en fjörutíu árum síðar eða árið 1975 sem lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir tóku gildi en þau rufu fræðsluhöft um getnaðarvarnir hér á landi (Lög um ráðgjöf, 1975). í 2. gr. þessara laga er meðal annars kveðið á um að veita skuli fólki fræðslu og ráðgjöf um notkun getnaðarvarna og útvegun þeirra. Ráðgjafarþjónustan á að vera starfrækt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum þar sem hjúkrunarfólk, Ijósmæður, læknar og félagsráðgjafar starfa. Þessi lög leyfa því mun fieirum en læknum að fara með þennan vandasama málaflokk, þ.e. fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Eins og kemur fram í máli Aðalsteins, árið 1934, um ríkjandi áhrif þagnarinnar í kynferðismálum hefur það eflaust verið byltingarkennt þegar bókin Heilsurækt og mannamein kom út árið 1943. Þar var einn kafli um heilbrigt kynferðislíf. í þeim kafla er fjallað um kynlíf mannsins á ólíkum æviskeiðum. Undir fyrirsögninni Sjúkt kynferðislíf er fjallað um sjálfsfróun. Hugtakið, sem notað er. um sjálfsfróun, er sjálfsflekkun. Þar segir: Sjálfsflekkun eða fitl við kynfæri sjálfs sín þykir Ijótur siður. Milljónir manna trúa því, að slíkt valdi geðveiki, fábjónahætti, flogaveiki, missi kynhvata, blettum fyrir augum og fjölda annarra einkenna, sem eru meira eða minna hættuleg. Sannleikurinn er sá, að það veldur engu slíku ... k einhverju skeiði ævinnar hafa flestir drengir og fullorðnir karlmenn fengist við slíkt, og hið sama má að líkindum segja um konur. Ef það hefði geðveiki í för með sér, væru sennilega fáir með fullu viti (Fishbein, 1943, bls. 121). Þó að meginskilaboð þessarar tilvitnunar séu þau að sjálfsfróun valdi ekki skaða á sál eða líkama þá þykir þetta hinn mesti ósiður. Eins er þessi kynhegðun flokkuð sem sjúkt kynferðislíf og neikvætt hugtak „sjálfsflekkun" notað yfir það. Þannig er ekki beint hvatt til þess að fólk kynnist eigin líkama á þennan hátt. Þessir sögulegu þættir, sem raktir hafa verið, endurspegla þau lagalegu og siðferðislegu höft sem voru sett á kynfræðslu hérlendis og jafnframt hvaða viðhorf i/oru rikjandi í samfélaginu á þessum tíma. Frjósemin í fyrirrúmi Veruleg hugtakaþróun hefur átt sér stað á undanförnum áratugum á sviði kynlífs og barneigna. Þessi þróun gefur til kynna hve nauðsynlegt var að draga fram mikilvæg atriði sem ekki hafði áður verið lögð áhersla á. Á fyrstu áratugum síðustu aldar fóru fjölskylduáætlunarhreyfingar að gera vart við sig í Norður- og Vestur-Evrópu ásamt Bandaríkjunum. Bæði í Svíþjóð og á Bretlandi voru samtök um fjölskylduáætlun stofnuð árið 1933 og um tuttugu árum síðar (1952) var Alheimssambandið um fjölskylduáætlun (IPRF, International Planned Parenthood Federation) sett á laggirnar í Bombay á Indlandi (Senanayake og Kleinman, 1993). Hér á landi voru Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir stofnuð árið 1992 og fengu þau fulla aðild að IPPF árið 1998. Allt fram til ársins 1960 lagði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) litla áherslu á fjölskylduáætlun en það ár samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (General Assembly) að fjölskylduáætlun væri grundvallarréttur mannsins og hluti af einstaklingsfrelsi hans. Þessi afstaða endurspeglaði almenna frjálsa afstöðu til kynlífs og jafnréttis kvenna. Fram að árinu 1968 var fjölskylduáætlun iðulega aðgreind frá öðrum heilbrigðismálum en á 21. alþjóðlega heilbrigðisþingi (World Health Assembly) WHO, sem haldið var 1968, var samþykkt að fjölskylduáætlun væri mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustunni. Á sams konar heilbrigðisþingi WHO sem haldið var í Alma Ata árið 1978 var tekin ákvörðun um það að taka fjölskylduáætlun inn í frumheilsugæsluna (e. primary health). Árið 1970 setti WHO fram skilgreiningu á hugtakinu fjölskylduáætlun. Hún fjallaði m.a. um mikilvægi þess að geta komið í veg fyrir óvelkomna þungun, eignast velkomið barn, gæta að bili milli þungana og ákvarða fjölda barna í fjölskyldu. Þjónusta, sem gerði fólki það kleift að ná settum markmiðum um barneignir, fól m.a. í sér fræðslu og ráðgjöf um fjölskylduáætlun, útvegun getnaðarvarna og fræðslu um kynlíf og foreldrahlutverk (WHO, 1986). Það sem vekur athygli varðandi áherslur þessarar skilgreiningar er að einkum er fjallað um frjósemisþáttinn. Þar er aðeins minnst á það að veita eigi fræðslu um kynlíf og foreldrahlutverk en ekkert er frekar fjallað um kynlíf. Það er því Ijóst að kynlífið var ekki aðalatriðið. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar átti sér stað töluverð umfjöllun um rótt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um eigin líkama þegar þær stæðu frammi fyrir ótímabærri eða óvelkominni þungun. Þá voru sett ný lög um fóstureyðingar á Norðurlöndunum. Hér á landi tóku þessi lög gildi árið 1975. í umræðum á Alþingi á þessum tíma var Ijóst að þau hlutu hljómgrunn, ekki síst vegna þess að fyrsti hluti laganna lagði áherslu á forvarnir (Lög um ráðgjöf og fræðslu, 1975). í þeim hluta segir í 1. gr.: „Gefa skal fólki kost á ráðgjöf og fræðslu Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 47

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.