Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 57
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Bandaríkjanna til ársins 2010, fjallar um margvíslega þætti kynlífsheilbrigðis er varða foreldra, skóla, samfélagið, fjölmiðla, lög og aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu. Lögð er áhersla á að margir aðilar vinni saman að þessum málaflokki. Ýmsar aðrar stefnumótandi skýrslur eru í vinnslu í nágrannalöndunum (Enhancing sexual wellbeing in Scotland, e.d.; Rosenthal og Dowsett, 2000). Hér á landi hafa, í tveimur skýrslum sem unnar voru fyrir heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið og landlæknisembættið, verið settar fram margvíslegar tillögur um kynheilbrigðismál er varða stefnumótun á þessu sviði (Sóley S. Bender 1990; Sóiey S. Bender, o.fl. 1999/2000). í fyrri skýrslunni, Fjölskylduáætlun í íslensku heilbrigðiskerfi, er í einum kafla fjallað um tillögur um kynheilbrigðismál. í síðari skýrslunni, Fóstureyðingarog aðgengi að getnaðarvörnum, eru jafnframt ýmsar tillögur að bættu kynheilbrigði. Árið 2000 var á ríkisstjórnarfundi ákveðið að fela landlæknisembættinu framkvæmd tillagna síðari skýrslunnar. Þegar hafa komið til framkvæmda nokkrar tillögur hennar eins og sú sem lýtur að aðgengi að neyðargetnaðarvörn. Einnig eru nefnd tvenns konar markmið er varða kynheilbrigðismál unglinga í heilbrigðisáætlun heilbrigðis- og tryggingamálará ðuneytisins til ársins 2010. Þetta eru annars vegar markmið um fækkun þungana unglingsstúlkna hér á landi um heiming og hins vegar það markmið að draga úr nýgengi klamýdíu um helming (Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Þrátt fyrir að á seinni árum hafi orðið vitundarvakning um nauðsyn þess að vinna fyrirbyggjandi starf á sviði kynheilbrigðismála meðal ungs fólks hér á landi vantar enn heildræna og skýra stefnu sem unnið er eftir. Lög PAHO og WHO lögðu áherslu á að vernda kynferðislegan rétt einstaklingsins og efia kynlífsheilbrigði hans með lagalegum ramma um kynheilbrigði. Slíkum lögum er ætlað að standa vörð um þá sem eru í bágri stöðu (börn og unglingar) og gæta að jafnræði fólks í samfélaginu. Með tilkomu laga um ráðgjöf og fræðslu um kynlíf og barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25 frá 1975 var lagður lagalegur grunnur að kynheilbrigðismálum hér á landi (Lög um ráðgjöf, 1975). Lögin voru þess eðlis að þau áttu að stuðla að rétti einstaklingsins á þessu sviði. Það hefur hins vegar komið í Ijós á þeim þrjátíu árum sem lögin hafa verið í gildi að fyrsta hluta þeirra, sem fjailar um forvarnir, hefur ekki verið framfylgt sem skyldi (Sóley S. Bender o.fl., 1999/2000). Þessi þróun var á annan veg á hinum Norðurlöndunum þar sem það þótti mjög mikilvægt, í kjölfar gildistöku fóstureyðingarlaga á áttunda áratug síðustu aldar, að vinna markvisst að forvörnum á þessu sviði bæði hvað varðaði kynfræðslu og kynheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk. Ýmis önnur lög hér á landi varða einnig þennan málafiokk, svo sem lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, almenn hegningarlög, sem meðal annars fjalla um kynferðislegan aldur og vændi, og sóttvarnalög sem fjalla um kynsjúkdóma og varnir gegn þeim (Lög um jafna stöðu, 2000; Sóttvarnalög, 1997; Almenn hegningarlög, 2003). Kynfræðsla Það er álit PAHO og WHO að kynferðislega heilbrigð samfélög þurfi að bjóða upp á alhliða kynfræðslu (e. comprehensive sexuality education). Með alhliða kynfræðslu er átt við að leggja grunn að þekkingu, viðhorfum, færni og gildismati í garð kynlífs. Þessar stofnanir telja mikilvægt að veita kynfræðslu innan veggja skóla en jafnframt veita margvíslegum minnihlutahópum eins og geðfötluðum, líkamlega fötluðum, föngum og nýbúum slíka fræðslu. Það hefur iðulega verið gagnrýnt að kynfræðsla sé of vandamálamiðuð. Hún er töluvert bundin við umfjöliun um áhættuhegðun unglinga en minni áhersla verið lögð á að styrkja unglinga og auka færni þeirra á sviði kynlífs. Hún miðast oft við að koma í veg fyrir kynsjúkdóma og þunganir meðal unglinga þar sem til dæmis er fjallað um einkenni, greiningu og meðferð kynsjúkdóma. Skort hefur á að fjalla mun víðtækar um hvaða leiðir sé hægt að fara til að fyrirbyggja kynsjúkdóma, hvernig ungt fólk geti talað saman um kynlíf og notað smokkinn kinnroðalaust þegar á þarf að halda. Jafnframt er mikilvægt að ungt fóik vinni saman í hópum að ýmsum verkefnum, eins og til dæmis að vera gagnrýnið á skilaboð um kynlíf, og öðlast meiri færni í að takast á við margvíslegar aðstæður sem geta komið upp í kynferðislegum samskiptum. í viðtölum hér á landi við unglinga í rýnihópum hefur það komið fram að þeim finnst sjálfum nóg um og vilja fá fræðslu en ekki hræðslu eins og þau orða það (Sóley S. Bender, 2003). Jafnframt finnst þeim mikilvægt að geta rætt þessi mál, skipst á skoðunum, dregið huluna af því sem oft er feimnismál og sett það í eðlilegan farveg. Það er því ekki nægjanlegt að greina ungu fólki frá vandamálum kynlífs heldur þarf fleira að koma til svo að hægt sé að byggja upp styrk einstaklingsins. Markmiðið með alhliða kynfræðslu er að styrkja sjálfsmynd einstaklingsins og auka færni hans til að takast á við ýmis flókin atvik í kynferðislegum samskiptum. Þar er lögð áhersla á að hver og einn einstaklingur nái að þroskast sem kynvera, átti sig á eigin gildum og geti deilt þeim með öðrum. Hann þarf í eigin lífi að geta myndað sambönd við aðra einstaklinga, sýnt öðrum ást og nánd sem samræmist gildismati hans (NGTF, 1996). Það samband, sem hann myndar, þarf að einkennast af heiðarleika, samþykki beggja og vera báðum aðilum til ánægju. Debra Haffner (1992/93) leggur áherslu á að ungt fólk líti jákvætt á kynlíf sitt og að reynsla þess af kynlífi geti veitt því jákvæða og uppbyggilega reynslu. Eitt af fyrstu skrefunum í átt að kynlífsheilbrigði ungs fólks telur hún vera að hjálpa því að viðurkenna að það er kynverur, með öllum þeim löngunum og þrám sem því fylgja. Það sé því mikilvægt að líta á kynlíf unglinga sem eðlilegan þátt í þroska þeirra. Tolman o.fl. (2003) leggja áherslu á nauðsyn þess að stúlkur líti jákvætt á kynlöngun og finnist þær geta haft stjórn á því kynferðislega sambandi sem þær eru í. Jafnframt sé það mikilvægt að piltar leyfi sér að viðurkenna kynferðislegar tilfinningar sínar og að þeir séu ekki hiiðhollir hópþrýstingi sem vilji hlutgera stúlkur og kynlíf. Mikilvægt sé að þeir nái að móta karlímynd sem miðast við það að sýna tillitssemi og nærgætni í kynferðislegu sambandi en ekki valdsmannslega hegðun. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.